Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2005, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 20.08.2005, Qupperneq 70
54 20. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Þekktir íslenskir tónlistarmenn létusig ekki vanta á tónleika banda- rísku jaðarsveitarinnar Sonic Youth á Nasa, enda sveitin ein sú áhrifa- mesta í rokkinu hin síðari ár. Á meðal þeirra sem sóttu innblástur í tilraunakennda tóna Thurston Moore og félaga voru Krummi í Mínus, trommararnir Gulli Briem og Sigtryggur Bald- urssson, félag- arnir Palli og Danni úr hljóm- sveitinni Maus og Úlfur Chaka, fyrr- um söngvari í Stjörnu- kisa. Thurston Moore, forsprakki SonicYouth, sem hélt tvenna tónleika hér á landi á dögunum, skoðaði sig um í versluninni 12 Tónum daginn sem síðari tónleikarnir voru haldnir. Hann er að sjálfsögðu mikill tónlist- argrúskari, enda hljómsveit hans ein sú áhrifamesta í rokkinu hin síðari ár. Moore notaði tækifærið og keypti sér plöt- una Transfor- mer með öðrum Ís- landsvini, Lou Reed. Einnig fékk hann nokkrar plötur að gjöf frá 12 Tónum, sem vafalít- ið höfðu að geyma fram- sækna ís- lenska tónlist. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Stór humar Risarækjurnar komnar Viðræður eru í gangi um að flytja þáttinn Sjáumst með Silvíu Nótt, sem var sýndur á Skjá einum í sumar við miklar vinsældir, út fyrir landsstein- ana. „Það hafa aðilar haft sam- band við okkur og við erum að skoða það,“ segir Gaukur Úlf- arsson, leikstjóri þáttarins. „Þetta lítur mjög vel út en svona hlutir geta samt gufað upp án nokkurs fyrirvara.“ Að sögn Gauks er einnig ver- ið að ganga frá samningum um næstu þáttaröð hér á landi, sem myndi hefjast í næsta mánuði. „Efnið byggist að hluta til á við- tölum sem voru tekin fyrir tölu- vert löngu, áður en þættirnir fóru í loftið,“ segir Gaukur, sem hefur unnið þættina með Ágústu Evu Erlendsdóttur, öðru nafni Silvíu Nótt. Hann er mjög ánægður með viðtökurnar við fyrstu þáttaröð- inni. „Þær voru framar okkar björtustu vonum. Núna er mað- ur bara að reyna að hlaða batter- íin. Þetta er gríðarlega mikil vinna því við erum bara tvö í þessu,“ segir hann. Útlendingar vilja Silvíu Nótt SILVÍA NÓTT Þátturinn Sjáumst með Silvíu Nótt sló rækilega í gegn í sumar. Úlfhildur Eysteinsdóttir er um þessar mundir að vinna að gerð gagnagrunns um íslenska djass- leikara. Úlfhildur býr í Rotter- dam í Hollandi þar sem hún er að læra hljóðhönnum, sem m.a. nýtist við vinnslu kvikmynda. Einnig starfar hún þar í borg í djassklúbbi þar sem hún hljóð- blandar fyrir þá listamenn sem þar koma fram. „Ég hef lengi haft áhuga á djassi,“ segir Úlfhildur um verkefnið. „Pabbi og mamma hlustuðu mikið á djass og síðan er ég líka að vinna á þessum skemmtistað. Vinur minn er líka að læra forritun þannig að ég ákvað að láta reyna á þetta.“ Úlfhildur, sem sjálf spilar lít- illega á píanó, skráir niður allar þær upplýsingar sem hún kemst yfir um djassleikarana á meðan vinur hennar hannar síðuna fyr- ir hana. „Ég er komin vel á veg en til að sem fæstir gleymist vantar mig fleiri upplýsingar, m.a. plötuumslög með íslensk- um djassistum. Vonandi endar þetta síðan í heimasíðu sem verður öllum til gagns og góðs,“ segir hún. Saxófónleikarinn Sigurður Flosason er umsjónarmaður verkefnisins en undanfarna tvo mánuði hefur Úlfhildur verið að viða að sér hinum ýmsu upplýs- ingum. Hún segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við verkefn- inu, enda afar þarft framtak að skrásetja alla þá djassista sem hafa sett svip sinn á íslenskt menningarlíf í gegnum árin. Næst á dagskrá hjá Úlfhildi er að flakka á milli djassista og þeirra sem þekkja til í faginu og fá hjá þeim myndir og upplýs- ingar sem gætu nýst henni. Úlf- hildur, sem fékk styrk frá Ný- sköpunarsjóði, FÍH og FTT til verkefnisins, vonast eftir hjálp almennings til að fullvinna gagnagrunninn og skilur hér eftir netfang sitt, ulfhild- ur@gmail.com, fyrir þá sem vilja leggja sitt af mörkum. freyr@frettabladid.i.s ÚLFHILDUR EYSTEINSDÓTTIR Úlfhildur býr í Rotterdam í Hollandi þar sem hún lærir hljóðhönnun. ÚLFHILDUR EYSTEINSDÓTTIR: SAFNAR SAMAN DJÖSSUÐUM UPPLÝSINGUM Miðlægur djassgrunnur FRÉTTIR AF FÓLKI ... fær Þórey Edda Elísdóttir fyrir að taka lífinu ekki of alvarlega og hlæja bara að kjaftasögunum um sig og Albert fursta. HRÓSIÐ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Skíði Konungur vetraríþróttanna. Skíðafólk líður um brekk-urnar eins og englar með sína straumlínulöguðu líkams- stöðu og glæsilega fas. Það er líka áberandi smart í tauinu í aðsniðnum skíðabuxum og Head-jökkum. Skíðafólk eltist heldur ekki við tískubólur því það sýnir sinni tignarlegu íþrótt tryggð. Viðbein Bringan er mjög þokkafullur enlátlaus staður. Það er miklu fallegra að sýna viðbeinin og efripart bringunnar en að draga alla at- hyglina að skorunni fyrir neðan. Svo vita allar sannar dömur að það sem ekki sést fyrir allra augum er þeim mun meira spennandi að finna. Of víð föt Það hentar kannski ekki öllum að vera í of víðumfötum en þegar það er gert rétt er það svakalega töff. Snið flíkanna liggur öðruvísi ef þær eru of stórar og þá myndast skemmtilega ósamhverf lína í dressinu. Því stærra, því betra eru einkunnarorðin en þetta á helst við um kjóla og efriparta því buxur geta orðið kjánalegar ef þær passa illa. Snjóbretti Hvenær ætlar þessi bóla eiginlega aðspringa? Snjóbrettið kemst ekki í hálfkvisti við skíðin hvað varðar reisn og stöðu. Það er eitthvað svo unglinga- legt við snjóbrettið að fullorðið fólk verður afkáralegt á því. Snjóbrettafólk klæðist líka einstaklega gelgjulegum fötum í sínum poka- buxum og blöðrustökkum. Svo ekki sé nú talað um líkamsstöðuna því blessað fólkið lítur út eins og það sé að reyna að ganga örna sinna. Áreynsluskora Hvenær ætla konur að læra að tvær saman-kreistar kúlur sem gægjast upp úr hálsmálinu eru EKKI kyn- þokkafullar. Þrýstibrjóstahaldarar seljast sem aldrei fyrr þó þeir séu alveg hrikalega hallærislegir og allir viti að þetta sé allt í plati. Áreynsluskoran dregur bara að sér óeftirsóknarverða athygli, því þeir sem eitthvað er varið í eru ekki að spjalla við þig út af skorunni. Of þröng föt Fyrir utan hversu óþægilegt það er að finnabuxnastrenginn skerast inn í mittið eða ermarnar þrengja að í handarkrikunum, þá er þetta bara ekki smart lengur. Þó þröngar gallabuxur fari aldrei úr tísku er fátt annað sem má vera þröngt núna. Hættum að troða okkur í fötin og halda inni maganum og öndum loksins léttar. INNI ÚTI LÁRÉTT 2 afl 6 íþróttafélag 8 fiskur 9 at 11 skammstöfun 12 ráðagerð 14 krapi 16 upphrópun 17 til og ... 18 mælieining á hljóðstyrk 20 smáorð 21 halda. LÓÐRÉTT 1 þurrka út 3 þverslá á siglutré 4 smíða óvandlega 5 einkar 7 vatnselgur 10 eldsneyti 13 harpix 15 óskuðu 16 margsinnis 19 á líðandi stundu. LAUSN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R LÁRÉTT:2Orka,6Fh,8Áll,9Mak,11Al, 12Áform,14Slabb,16Oj,17Frá, 18 Fón,20Að,21Trúa. LÓÐRÉTT:1Afmá,3Rá,4Klambra,5All, 7Hafsjór, 10Kol, 13Raf, 15Báðu,16 Oft,19Nú.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.