Fréttablaðið - 17.09.2005, Page 16
Stystu og fáránlegustu kosninga-
baráttu í sögu þýska Sambands-
lýðveldisins er lokið. Hún var
fyrst og fremst háð af skoðana-
kannanasmiðum og líktist mjög
Formúlu eitt kappakstri. Angela
Merkel byrjaði leikinn á ráspól og
er að vísu enn í forystu, en það
saxast á hana í hverjum eknum
hring. Gerhard Schröder sækir á;
hann slær ekkert af í beygjunum
og tveir brotlendingarbílstjórar
sem enginn hefði trúað til að kom-
ast svo mikið sem í kassabíla-
kappakstur – sósíalistarnir Gysi
og Lafontaine – blanda sér í leik-
inn. Þeir eru þeir einu sem munu
standa uppi sem sigurvegarar
hvernig sem leikar fara. Takist
þeim með Vinstriflokknum að
verða þriðji stærsti flokkurinn á
þingi þvinga þeir SPD og CDU í
„stóru samsteypu“. Og þá munu
Gysi og Lafontaine sýna hvernig
maður rekur stjórnarandstöðu:
með hömlulausu lýðskrumi. Ef
þeir skyldu enda með færri at-
kvæði en Græningjar og Frjálsir
demókratar geta þeir huggað sig
við að hafa þó tekist að krafsa þau
atkvæði af SPD sem dugði til að
koma Schröder frá völdum. Því
það eru fyrst og fremst óánægðir
SPD-kjósendur sem munu hjálpa
Vinstriflokknum yfir fimm pró-
senta þröskuldinn.
Að arftaka austur-þýska
kommúnistaflokksins, PDS,
skyldi undir nýju nafni allt í einu
takast að verða stjórnmálaafl sem
taka verður alvarlega er fyrst og
fremst Gerhard Schröder og því
snilldarbragði hans að þakka að
boða snemma til kosninga. Kansl-
ari sem biður fyrst um að van-
trausti sé lýst á hann og biður því
næst um að vera endurkjörinn er
álíka trúverðugur og skurðlæknir
sem missir starfsleyfið vegna
læknamistaka en vill síðan ólmur
halda áfram að skera fólk upp.
Það sama gildir um stjórnarand-
stöðuna, sem lét Schröder bjóða
sér upp í þennan dans eftir að hún
sýndi að hún var ófær um að fella
kanslarann.
Þetta var tækifærið fyrir elli-
hrumu síðkommúnistana í PDS.
Því að baki mælsku atkvæða-
veiðurunum Gysi og Lafontaine
er heill her pólitískra uppvakn-
inga. Dæmi: Diether Dehm, sem
leiðir lista Vinstriflokksins í
Neðra-Saxlandi. Hann var eitt
sinn SPD-maður en eftir að flett
var ofan af því að hann hafði
árum saman starfað með austur-
þýsku leyniþjónustunni Stasi fór
hann beint í flokksforystu PDS. Í
Bremen er hin rúmlega sjötuga
Antonie Brinkmann efst á lista, en
hún er helst þekkt fyrir að hafa
verið meðal þeirra sem skrifuðu
undir áskorunina „Frelsi fyrir
Milosevic“.
Sem sagt: þeir sem greiða Gysi
og Lafontaine atkvæði sitt kjósa í
raun skrautlegt samsafn vafa-
samra einstaklinga sem telja sig
hafa köllun til að láta á sér bera,
ellilífeyrisþega með fram-
kvæmdadellu og flokkshesta með
brenglaða sýn á söguna. Spurn-
ingin er ekki hvort þeir komast á
þing, heldur aðeins hve margir
þeir verða. Þessi kosninganótt
verður nótt uppvakninganna.
Höfundur er blaðamaður
í Berlín.
HENRYK M. BRODER
UMRÆÐAN
ÞÝSKU
KOSNINGARNAR
Nótt uppvakninganna
17. september 2005 LAUGARDAGUR
H blaelgar ›
Hefurflúsé›
DV í dag
Bls. 28
Íslands
Svanhildur
kosinsjónvarps-
stjarna
Lilja Pálmadóttir
Bls. 16-17
KYNNTIST
BALTASAR Í
BARCELONA
Allt sem
þú vissir
ekki um Idolið
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 211. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005
Helgarblað
Bls. 62
Bls. 8
Harmleikurinn við Viðey Idolstelpurnar stíga fram
Ólétt leikkona!
Lára á
von á
jólabarni
Kvíðinn
ofviða
varð syni mínum i í
Sjálfsmorð
á Íslandi
Sigurjóna Kristinsdóttir er fimm barna móðir. Eitt barna hennar, Hjalti
Skagfjörð Svavarsson, tók sitt eigið líf aðeins 21 árs gamall. Sigurjóna segist
aldrei munu jafna sig að fullu. Helgarblað DV reynir að rjúfa þögnina um
sjálfsvíg á Íslandi. Sigurður Pálsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, þekkir
sorgina vegna sjálfsvígs ástvinar af eigin raun. Dóttir hans, Ágústa Helga Sig-
urðardóttir, tók líf sitt fyrir fimmtán árum, þá 29 ára gömul.
BÖRNIN ÞEIRRA TÓKU EIGIÐ LÍF
Bls. 32, 33, 34 og 35
Líklegast að Jónas hafi verið fullur við stýrið
Bls. 24
Ungfrú Ísland
djammar
á netinu
Bls. 22-23
Hjalti var
21 árs
þegar hann
tók sitt eigið líf
Sjálfsmorð
á Íslandi
Ólafur Jóhannesson
hefur átt góðu gengi að
fagna sem þjálfari meist-
araflokks karla í knatt-
spyrnu hjá FH undanfar-
in ár en hann hefur orðið
Íslandsmeistari með lið-
inu tvö ár í röð, í fyrsta
skipti í sögu félagsins.
Flestum ber saman um
að samtakamátturinn
sem einkennt hefur
knattspyrnustarfið hjá
FH sé ekki síst Ólafi að
þakka.
Þrjú orð komu fyrst
upp í huga góðvina Ólafs
sem beðnir voru um að
lýsa honum sem persónu:
Dugnaður, hreinskilni og
traust. Í ofanálag er
Ólafur svo einstaklega
kappsfullur og reynir
oftar en ekki að einfalda
alla hluti eins og mögu-
lega er hægt, til þess að
það fari ekki framhjá
neinum hvað hann er að
tala um. Stundum getur
kappið hlaupið með hann
í gönur á kostnað skipu-
lagsins, en það heyrir þó
til undantekninga.
Ólafur var sjálfur
góður knattspyrnumaður
og ber flestum saman um
að dugnaður og áreiðan-
leiki hafi verið hans
helsti styrkur sem knatt-
spyrnumanns. Hann
gafst aldrei upp og sá
eiginleiki hefur hjálpað
honum mikið í þjálfun-
inni, þar sem hann er
duglegur að láta heyra í
sér frá hliðarlínunni og fær
þannig leikmenn til þess að
leggja sig alla fram hvern fyrir
annan. Það má því með sanni
segja að sterk persónueinkenni
hans fylgi honum inn á knatt-
spyrnuvöllinn.
Þeir sem umgangast Ólaf
mikið eru allir sammála um að
hreinskilni hans og skopskyn
gefi af sér einstaklega notalega
nærveru, þótt hann sé harður
nagli eins og stundum er sagt.
Þannig leyfir Ólafur sér að tala
um hlutina eins og þeir eru, en
ekki eins og hann vill endilega
hafa þá. Og einmitt í þessu kem-
ur hreinskilni hans fram sem er
oft á tíðum einstaklega
skemmtileg og gamansöm.
En þrátt fyrir kappsemina,
og oft fljótfærni, er gott að tala
við Ólaf sem að sögn vina er ein-
staklega traustur og skemmti-
legur maður. Hann tekur lífinu
ekki of alvarlega og það þarf
mikið til þess að koma honum úr
jafnvægi.
Líkt og annað
fólk er Ólafur þó
ekki gallalaus.
Dugnaður hans í
vinnu skilar sér
sjaldan inn á heimil-
ið, þar sem eigin-
kona hans ræður
ríkjum. Þar lætur
Ólafur oftar en ekki
fara vel um sig. Að
auki er nokkuð
erfitt að fá hann til
þess að eyða tíma
með sínum nánustu,
enda með eindæm-
um upptekinn.
Dugnaður hans
er ósjaldan bundinn
við það sem honum
finnst skemmtilegt
og svo þolir hann
engan veginn að
tapa. Það á ekki
einungis við um
k n a t t s p y r n u n a ,
heldur einnig þegar
hann spilar á spil
með fjölskyldunni.
Þar spilar hann
ávallt til sigurs þar
sem það er með öllu
óásættanlegt að
vinna ekki, hvort
sem andstæðingur-
inn er dóttir hans
eða heilt knatt-
spyrnulið.
Ólafur er mikið
náttúrubarn og
sækist sérstaklega
eftir því að fylgjast
með fuglum. Þeir
sem standa honum
næst geta vel séð
hann fyrir sér sem bónda eða
trillukarl í framtíðinni, en hann
verður þó að koma sér þannig
fyrir að hann geti leikið sér svo-
lítið – og að sjálfsögðu tekið þátt
í einhverri keppni. Það þarf
ekkert endilega að vera fótbolti.
Heldur keppni þar sem sá vinn-
ur sem tilbúinn er að leggja
meira á sig en andstæðingurinn.
Þar stendur Ólafur uppi sem
sigurvegari, líkt og hann hefur
gert svo eftirminnilega með FH
undanfarin tvö ár. ■
MAÐUR VIKUNNAR
Kappsfullur
dugna›arforkur
ÓLAFUR JÓHANNESSON
SMIÐUR OG KNATTSPYRNUÞJÁLFARI HJÁ FH
TE
IK
N
IN
G
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
–
H
U
G
VE
R
K
A.
IS