Fréttablaðið - 17.09.2005, Side 21

Fréttablaðið - 17.09.2005, Side 21
21LAUGARDAGUR 17. september 2005 Mikil hækkun á Keops Gengi bréfa í danska fasteignafélag- inu Keops hefur hækkað yfir fimmt- ung frá byrjun mánaðarins og um 340 prósent frá áramótum. Á dögun- um hækkuðu forsvarsmenn Keops áætlanir sínar á árinu um hagnað fyrir skatt úr 240-260 milljónum danskra króna í 300 milljónir. Baugur Group eignaðist um þrjátíu prósenta hlut í sumar fyrir sex millj- arða króna. Telja má líklegt að hlutur Baugs hafi hækkað yfir tvo milljarða frá kaupunum. Meginstarfsemi Keops felst í því að kaupa og endurnýja íbúðar- og at- vinnuhúsnæði til útleigu og sölu. Heildareignir félagsins eru um það bil áttatíu milljarðar króna. - eþa KEOPS-FASTEIGNAFÉLAGIÐ Á þremur mánuðum hefur eignarhlutur Baugs í Keops hækkað yfir tvo milljarða. Bandaríska flugfélagið America West Airlines hyggst yfirtaka einn helsta keppinaut sinn, US Airways. Með sameiningunni verður til sjötta stærsta flugfélag í Bandaríkjunum sé miðað við fjölda farþega. Hið nýja sameinaða lággjaldaflugfélag mun bera nafn US Airways og ráða yfir um 400 farþegaþotum. Bæði félögin hafa átt við fjárhagsvanda að stríða undanfarin misseri og hefur US Airways tvisvar farið í greiðslustöðvun síð- ustu tvö ár. Bandarísk flugfélög hafa átt í miklum rekstrarörðugleikum enda olíuverð í sögulegu hámarki og samkeppni á markaðnum harðari en nokkru sinni. - jsk Sameining í loftinu US AIRWAYS VÉLAR America West Airlines hyggst yfirtaka US Airways. Hið nýja félag mun starfa undir merkjum US Airways. Gengi› frá Merlinkaupum Árdegi, Baugur og Milestone hafa keypt dönsku raftækjake›juna Merl- in. Verkefni› er a› snúa rekstrinum úr tapi í hagna›. Íslenskir fjárfestar hafa keypt dönsku raftækjaverslan- irnar Merlin. Árdegi, félag í eigu Sverris Bergs Stein- arssonar, fer fyrir hópnum, en aðrir kaupendur eru Baugur og Milestone sem er í eigu Karls Wernerssonar og systkina hans. Kaupverðið er trúnaðarmál, en rekstur Merlin hefur gengið illa að undanförnu. Sverrir Berg verður stjórn- arformaður félagsins og segir hann margt á verkefna- lista komandi mánaða. „Það þarf að byrja á að setja und- ir lekann og síðan taka á innkaupamálum og vörudreif- ingarmálum.“ Hann segir að breyta þurfi áherslum í verslununum sjálfum og það hafi staðið keðjunni fyrir þrifum að fyrri eigandi, danska fyrirtækið FDB, hafi haft í nógu öðru að snúast og því ekki einbeitt sér að Merlin sem skyldi. Hann segir það ögrandi verkefni að snúa rekstr- inum við. „Það er ekkert hér um bil í þessu og ég mun einbeita mér að þessu verkefni á næstunni.“ Merlin rekur 48 búðir í Danmörku og hyggjast nýir eigendur hvorki fækka búðum né segja upp starfsfólki heldur stefna að frekari uppbyggingu félagsins og end- urbótum rekstursins. - hh ERFIÐUR REKSTUR Rekstur Merlin-búðanna hefur gengið illa og stöðnun ríkt í mörgum þáttum rekstursins. Nýir eigendur hyggjast endurnýja upplýsingakerfi, taka á birgðahaldi og gefa keðjunni nýtt líf.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.