Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2005, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 17.09.2005, Qupperneq 24
Á sunnudag verður haldin mánaðarleg æðruleysis- messa í Dómkirkjunni í Reykjavík, en slíkar mess- ur hafa verið haldnar í tæpan áratug. Séra Karl V. Matthíasson hefur tekið þátt í æðruleysismessum í Dómkirkjunni frá upphafi. „Messurnar höfða til fólks sem er að upplifa jákvæð- ar breytingar og endur- skoða líf sitt í anda tólf spora kerfis AA-samtak- anna.“ Æ ð r u l e y s i s m e s s u r hófust á Akureyri fyrir tæpum tíu árum fyrir til- stilli séra Jónu Lísu Þor- steinsdóttur og stuttu síð- ar var ákveðið að halda slíka messu í Reykjavík. Þá var séra Karl sóknar- prestur á Grundarfirði, en hann hugsaði sig ekki tvisvar um að taka þátt þegar til hans var leitað og hefur allar götur síðan tek- ið þátt í messunum, líka þegar hann lét af prest- skap til að fara á þing. Æðruleysismessur eru haldnar víða um land og hefur séra Karl meðal ann- ars messað á Akureyri, Húsavík og Akranesi, en fleiri prestar koma að þeim. „Ásamt mér eru þarna séra Jakob Ágúst Hjálmarsson, sóknarprest- ur í Dómkirkjunni, séra Hjálmar Jónsson, séra Jóna Hrönn Bolladóttir og Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Við skiptumst á með mess- urnar, en þrír prestar messa í hverri athöfn: einn leiðir, einn fer með hug- vekju og einn með bæn- ina.“ Reglan er sú að þriðja hvern sunnudag í hverjum mánuði er haldin æðru- leysismessa í Dómkirkj- unni klukkan átta. Rík áhersla er lögð á þátttöku leikmanna í messunum og leitast er við að hafa þær með léttu og líflegu yfir- bragði. „Í hverri messu kemur einhver nýr og seg- ir frá reynslu úr sínu lífi. Þá koma tónlistarmenn fram hjá okkur og við höf- um verið með alla tónlist- arflóruna hjá okkur, til dæmis Bergþór Pálsson og Bubba Morthens.“ Séra Karl hvetur sem flesta til að koma í æðru- leysismessu og segir þær hafa gefið honum sjálfum mikið. „Í þessum messum hef ég upplifað nýjar vídd- ir í mínu lífi og starfi og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri að taka þátt í þeim.“ ■ 24 KARL POPPER (1902-1994) lést þennan dag. ÆÐRULEYSISMESSUR FYRIR FÓLK Á TÍMAMÓTUM: Nýjar víddir í lífi og starfi „Góðar tilraunir eyða gölluðum kenningum; við lifum til að læra.“ Karl Popper var austurrískur vísindaheimspekingur sem bjó síðari hluta ævi sinnar í Bretlandi. Þar var hann sleginn til riddara árið 1965 af Elísabetu drottningu. timamot@frettabladid.is SÉRA KARL VIÐ DÓMKIRKJUNA Kar segir messurnar hafa opnað nýjar víddir í lífi sínu og starfi. Tónlist setur sterkan svip á messurnar sem og þátttaka leikmanna. Í hverri messu segir einhver frá reynslu úr sínu lífi. Á þessum degi árið 1957 lýsti hinn víðfrægi djasstónlistarmaður Louis Armstrong því reiðilega yfir að hann myndi ekki taka þátt í ferð á veg- um ríkisstjórnarinnar til Sovétríkjanna. Armstrong var ævareiður yfir uppákomunni í Little Rock í Arkansas stuttu áður þar sem hópar hvítra borgara ásamt vopnuðum vörðum meinuðu níu svörtum námsmönn- um leið inn í menntaskóla sem einungis var fyrir hvíta námsmenn. Stuttu áður hafði fallið alríkisdómur þar sem kveðið var á um að blökkumenn fengju inngöngu í skólann. Reiði Armstrongs beindist helst að aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem hann taldi að hefði átt að fylgja málinu eftir. „Eins og verið er að fara með fólkið mitt í suðrinu þá má ríkisstjórnin fara til helvítis,“ sagði Arm- strong og bætti við að Eisenhower forseti hefði „ekkert hugrekki“ til að takast á við Orval Faubus, ríkisstjóra Arkansas, sem skipaði vörðum að halda blökkumönnunum frá skólanum. „Ástandið er orðið það slæmt að litaður maður á ekkert föðurland lengur,“ sagði hann við fjölmiðla. Yfirlýsing Armstrongs kom sér illa fyrir bandarísk yfirvöld sem höfðu með ýmsum ráðum reynt að bæta ímynd sína í jafnréttismálum gagn- vart umheiminum. Ríkisstyrktar ferðir frægra blökkumanna um heim- inn voru liður í þeirri herferð. LOUIS ARMSTRONG ÞETTA GERÐIST > 17. SEPTEMBER 1957 MERKISATBURÐIR 1787 Stjórnarskrá Bandaríkj- anna er samþykkt. 1939 Sovétríkin ráðast inn í Pól- land. 1978 Leiðtogar Ísraela og Egyptalands hittast í Hvíta húsinu í Washington-borg til að ræða frið milli þjóð- anna. 1970 Borgarastyrjöld hefst í Jórdaníu. 1992 Landsbankinn tekur eignir Sambands íslenskra sam- vinnufélaga upp í skuldir. 1998 Ný brú á Gígjukvísl er formlega tekin í notkun. 2001 José Carreras er vel fagn- að í Laugardalshöll þar sem hann syngur fyrir fullu húsi. Armstrong rei›ist bandarískum yfirvöldum Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, Óli Bergholt Lúthersson húsvörður, Ásbraut 21, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirku mánudaginn 19. september kl. 13.00. Svana Svanþórsdóttir Ragna Óladóttir Eiríkur G. Guðmundsson Kristín Th. Óladóttir Óli Sævar Laxdal Ásdís Óladóttir Lúther Ólason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar,tengdamóðir, amma og langamma, María Pálmadóttir Seljahlíð 3f, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. september. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Skafti Hannesson Elín Antonsdóttir Einar Albert Sigurðsson Grazyna Wójtowicz ömmu og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföðurs, afa og langafa, Jóns Skafta Kristjánssonar vélstjóra, Heiðargerði 19, Akranesi. Erna Gréta Ólafsdóttir Kristján Jónsson Lilja Hákonardóttir Sigríður Jónsdóttir Þórir Gunnarsson Óli Þór Jónsson Jóhanna B. Andrésdóttir og afabörn. Systir mín og mágkona, Gróa Sólborg Jónsdóttir frá Stóra-Sandfelli, lést fimmtudaginn 15. september. Jóna Kristbjörg Jónsdóttir Magnús Stefánsson Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Fjólu Baldvinsdóttur Dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði. Guðni Ólafsson Ásdís Pálmadóttir Ægir Ólafsson Guðný Ágústsdóttir Sigurður Ólafsson Áslaug Sigurjónsdóttir Jóakim Ólafsson Sæbjörg Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Björgvins Einars Guðmundssonar Vinna Faxabraut 27, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlévangs og Garðvangs. Jóhann Rúnar Björgvinsson Birna Jónsdóttir Guðmundur Björgvinsson Ásdís Kristjánsdóttir Magnús Ingi Björgvinsson H. Hjördís Guðjónsdóttir Eygló Rut Björgvinsdóttir Sigurður Björgvinsson Hildur Þóra Stefánsdóttir Jóhanna Björgvinsdóttir Hannes L. Jóhannsson Björgvin Arnar Björgvinsson Katrín M. Eiríksdóttir Gréta Þóra Björgvinsdóttir Björn Finnbogason og fjölskyldur www.steinsmidjan.is 17. september 2005 LAUGARDAGUR ANDLÁT Orri Gunnarsson, Þórðarsveig 1, Reykjavík, andaðist á Landspítal- anum við Hringbraut 4. septem- ber. Útför hefur farið fram í kyrr- þey. María Pálmadóttir, Seljahlíð 3f, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri miðvikudaginn 7. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Ásmundur Guðmundsson, mál- arameistari, Hamraborg 18, Reykjavík, lést á Landspítala Foss- vogi föstudaginn 9. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Anna Margrét Guðmundsdóttir, Björtuhlíð 8, Mosfellsbæ, varð bráðkvödd þriðjudaginn 13. sept- ember. Gunnar Gunnlaugsson, frá Syðri-Sýrlæk, Suðurengi 1, Sel- fossi, lést þriðjudaginn 13. sept- ember. Helga Jónína Sigurðardóttir, Að- algötu 2, (Kolku), Ólafsfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, miðvikudaginn 14. september. JAR‹ARFARIR 11.00 Már Guðlaugur Pálsson, frá Vestmannaeyjum, verð- ur jarðsunginn frá Landa- kirkju. 13.00 Matthildur Sigurðardóttir, frá Hraunteigi í Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju. 14.00 Guðrún Jónsdóttir, Birnu- stöðum, Laugardal, verður jarðsungin frá Ögurkirkju. 14.00 Guðrún Ólafsdóttir, Hraunbúðum, Vestmanna- eyjum, áður Austurgötu 17, Keflavík, verður jarðsungin frá Landakirkju. 14.00 Laufey Alda Guðbrands- dóttir, Sleitustöðum, Skagafirði, verður jarð- sungin frá Hóladómkirkju. 14.00 Torfi Jónsson, skipstjóri, Mýrum 6, Patreksfirði, verður jarðsunginn frá Pat- reksfjarðarkirkju. AFMÆLI Elísa G. Jónsdóttir, Haukshólum 3, Reykjavík, er áttræð í dag. Af því tilefni tekur hún og eiginmað- ur hennar, Jón Hannesson, á móti ættingjum og vinum í Víkingasal, Hótel Loftleiðum, milli klukkan 17 og 19 á afmælisdaginn. Ragnhildur Ófeigsdóttir skáld er 54 ára. Þorbjörn Á. Erlingsson kvik- myndagerðarmaður er fimmtug- ur. Brynjar Karl Sigurðsson, þróun- arstjóri og eigandi Sideline Sports, er 32 ára. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.