Fréttablaðið - 17.09.2005, Qupperneq 29
TAÍLAND
Spennandi jólaferðir
BLS 4
[ SUZUKINýr og breyttur Suzuki
Grand Vitara. BLS 2
]
SMÁAUGLÝSINGAR
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
H
i
m
i
n
n
o
g
h
a
f
-
9
0
4
0
3
7
9
agstæð sumarhúsalán
Ertu að byggja, kaupa eða breyta sumarbústað?
Þú getur auðveldlega samið um hagstætt sumar-
húsalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Lánið
getur numið allt að 60% af verðmæti eignar. Til
framkvæmda er lánað allt að 75% af byggingar-
kostnaði.
Ráðgjafar Frjálsa fjárfestingarbankans veita allar
nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla
13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst
á frjalsi@frjalsi.is.
www.frjalsi.is
5 ár 18.850 19.100 19.560 19.800
10 ár 10.580 10.850 11.350 11.610
15 ár 7.880 8.170 8.710 8.990
* Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta
Vextir % 4,95% 5,50% 6,50% 7,00%
Dæmi um mán. greiðslubyrði af 1.000.000 kr.*
60%veðsetningarhlutfall
Góðan dag!
Í dag er laugardagur 17. 09,
260. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 6.56 13.22 19.46
AKUREYRI 6.39 13.07 19.33
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Júlíus Vífill Ingvarson á einstaklega
fallegan gamlan bíl. Bíllinn er af gerð-
inni Chrysler Winsor og fær nafn sitt
frá Winsor-fjölskyldunni. Þetta er sem
sagt konunglegur bíll og hann fær svo
sannarlega konunglega umönnun.
„Þessi höfðingi er fæddur árið 1947 og fóst-
urforeldrar mínir áttu hann alla tíð. Á þeim
tíma keyptu menn ekki bíla til að skipta
þeim út. Þetta var mikil fjárfesting og það
að kaupa bíl var meira svona eins og að
kaupa fasteign. Bíllinn var því eins og einn
af fjölskyldunni og ég á margar góðar
minningar tengdar honum,“ segir Júlíus
Vífill sem hefur haft þann heiður að annast
gripinn síðan fósturmóðir hans féll frá.
„Það er ljúf skylda að annast þennan
öðling og ég reyni að sjá honum fyrir góðu
ævikvöldi. Ónáða hann ekki á rigningardög-
um og geymi hann undir sérsaumuðu
bómullarteppi á veturna. Ég keyri hann
ekki mikið og hann er ekki ekinn nema 70
þúsund kílómetra. Hann fær samt að fara í
nokkra bíltúra á hverju ári enda nauðsyn-
legt að liðka hann dálítið. Það er til dæmis
gaman þegar einhver vill hafa hann með í
brúðkaupi. Ég finn að honum þykir
skemmtilegt að fá að taka þátt í slíku og
hann verður ákaflega glaður á eftir – enda
hrifinn af veisluhöldum,“ segir Júlíus Vífill
og það er greinilegt að honum þykir vænt
um bílinn. „Ég hef oft verið spurður að því
hvort hann eyði ekki óttalega miklu. Ég hef
ekki hugmynd um það. Ég veit ekki heldur
hvað hann er kraftmikill og hef ekki hug-
mynd um hvað hann er mikils virði. Ég hef
ekki áhuga á að finna svarið við þessum
spurningum. Hann fær að drekka eins mik-
ið bensín og hann vill og virðið er alfarið
mælt í tilfinningum.“
Bíllinn er í góðu ástandi og Júlíus Vífill
segist hafa skipt um eitt og annað í honum í
gegnum tíðina. Hann segir að það sé gott að
keyra bílinn sem þó er heldur þungur í
stýri. „Fósturmóðir mín, sem var ekki stór
kona, talaði alltaf um að hann væri svo létt-
ur í stýri. Ég held að hún hafi stundum
þurft að hanga í stýrinu til að fá hann til að
beygja. En það er nú einu sinni þannig að ef
manni þykir vænt um gripinn þá fyrirgefur
maður honum allt. Hann er til dæmis of
stór fyrir bílskúrinn minn þannig að ég
þarf að leigja undir hann geymslu. Það þyk-
ir mér alveg sjálfsagt og ég kvarta ekki
undan því að þurfa að dekra við hann.“
thorgunnur@frettabladid.is
Gamall ö›lingur sem
lætur dekra vi› sig Samgönguvika2005 hófst ígær undir ein-
kunnarorðun-
um „rétta leið-
in“. Samgöngu-
vikan er haldin
á sama tíma í
ýmsum borg-
um Evrópu og
er meginmark-
mið hennar að
vekja fólk til umhugsunar um
mengun af völdum umferðar
og hvetja til breyttra og betri
samgönguhátta.
Hálkan gæti farið að segja til
sín á næstunni enda farið að
kólna í veðri. Enn er of snemmt
að skipta yfir á vetrardekkin og
nagladekk eiga ekkert erindi á
göturnar strax. Það er þó fyllsta
ástæða til að skoða dekkin vel
og athuga hvort þau séu ekki í
góðu standi. Léleg sumardekk
geta verið hreinasta slysagildra
þótt hálkan sé ekki mikil.
Ferðaskrifstofa Akureyrar
býður upp á beint flug frá Ak-
ureyri til nokkurra borga í
haust. Dagana 6. til 9. október
verður farið til
Dublin og þann
27. október
verður flogið til
Kaupmanna-
hafnar. Akureyr-
ingar og nær-
sveitamenn
geta líka skellt
sér til Kaup-
mannahafnar
rétt fyrir jólin því
farið verður þangað með beinu
flugi frá Akureyri dagana 8. til
11. desember.
Ferðafélagið
Útivist er enn
í fullu fjöri
þótt farið sé
að hausta. Á
morgun verð-
ur farið í
gönguferð um gljúfur Stóru-
Laxár. Lagt er af stað frá BSÍ kl.
8 á sunnudagsmorgun en
gangan hefst við bæinn Kald-
bak. Gengið verður meðfram
Stóru-Laxá sunnan Núpsvatns
upp að Hraunkrók og að
gljúfrunum sjálfum. Gangan
tekur um 6 til 7 tíma en
gengnir eru 18 kílómetrar.
Það getur kostað mikla fyrirhöfn að eiga svona gamlan bíl. Júlíus Vífill setur það ekki fyrir sig enda þykir honum
ljúft að annast bílinn. LIGGUR Í LOFTINU
[ BÍLAR - FERÐIR ]
KRÍLIN
Sjónarrönd er rönd
þar sem himinn og
jörð mætast en svo
hverfur hún og er
ekki til!
SMÁAUGLÝSINGAR
SÍMI: 550 5000
ÞÚ GETUR PANTAÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
Á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/G
VA