Fréttablaðið - 17.09.2005, Page 47
ársins 2007 verði það tvö þúsund
manns of mikið, hvað gerum við
þá?“ spyr hann. „Þá er betra að
reyna að teygja þessa teygju svo-
lítið frekar en að flytja inn fjölda
fólks til að vinna þessi störf og
sitja svo uppi með það þegar at-
vinnuástandið versnar,“ segir
Gissur.
Innflutningur vinnuafls lausnin
Tryggvi Þór Herbertsson, for-
stöðumaður Hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands, er ekki fyllilega
sammála Gissuri um að aukinn
innflutningur erlends vinnuafls
dragi dilk á eftir sér. Hægt sé að
koma í veg fyrir að atvinnuvand-
ræði skapist meðal erlends vinnu-
afls þegar atvinnumarkaðurinn
harðnar með því að senda það þá
úr landi þegar aðstæður breytast
eins og markmiðið sé með útgáfu
tímabundinna atvinnuleyfa.
„Ég tel að Ísland eigi að manna
þau störf, sem ekki tekst að ráða
íslenskt starfsfólk í, með innflutn-
ingi vinnuafls,“ segir Tryggvi.
„Það er að mörgu leyti lausn fyrir
Ísland þegar koma tímabil þar
sem er mikill hagvöxtur og mikil
þensla líkt og núna,“ segir hann.
Gissur heldur því fram að auk-
inn innflutningur erlends vinnu-
afls komi í veg fyrir hækkun
lægstu launa. „Það er ekkert
óeðlilegt við það að borgararnir,
sem taka á sig atvinnuleysi þegar
það verður, fái notið einhvers þeg-
ar þenslan er mikil. Það er ekki
gott að lofta alltaf út þenslunni á
vinnumarkaði með því að draga
inn ódýrt vinnuafl sem heldur
niðri laununum. Þá verður munur-
inn á því að vera í vinnu og ekki
vinnu svo lítill enda eru það verst
launuðu störfin sem vantar starfs-
fólk í,“ segir Gissur.
Tryggvi er ekki á þessari skoð-
un. „Það er alveg ljóst að það er
ekki til að lækka launin að flytja
inn erlent vinnuafl. Hins vegar er
ljóst að það verður ekki jafnmikil
þensla á vinnumarkaði og því létt-
ir það á hagkerfinu. Gríðarlega
mikill innflutningur á erlendu
vinnuafli hefur átt sér stað frá því
um 1997, með undantekningum
2001 og 2002. Kaupmáttur launa á
Íslandi hefur á sama tíma vaxið
gríðarlega mikið í alþjóðlegum
samanburði. Kenningin um að
innflutningur erlends vinnuafls
þrýsti niður laununum stenst því
ekki,“ segir hann.
Skammtímahagsmunir ráða
Spurður hvort megi eitthvað lag-
færa í stefnu Íslendinga gagnvart
innfluttu vinnuafli segir Gissur að
við séum dálítið á valdi skamm-
tímahagsmuna. „Miklar kröfur
eru um það að bætt sé hratt úr
vinnuaflsskorti án þess að hugsa
til enda hvert það muni svo leiða.
Við erum komin alveg í sama far-
ið og hin Norðurlöndin voru fyrir
20 árum, með háu brottfalli inn-
flytjendabarna úr framhaldsskól-
um, innflytjendurnir eru farnir að
móta samfélög og farnir að setjast
að í ákveðnum hverfum. Þetta er
verulegt umhugsunarefni,“ segir
Gissur.
Tryggvi segir að ekki sé hægt
að bera ástandið hér við það sem
gerðist í Danmörku á áttunda ára-
tugnum. Danir hafi hleypt útlend-
ingum inn í landið án atvinnu svo
stór hluti þeirra hafi endað á því
að þiggja félagslegar bætur. „Hér
kemur hins vegar enginn til lands-
ins sem ekki hefur atvinnuleyfi og
það er stóri munurinn,“ bendir
Tryggvi á.
Gissur segir að margir hafi
gagnrýnt það að atvinnuleyfi séu
gefin út á fyrirtæki en ekki einstak-
linga. „Því hefur verið haldið fram
að það gefi fyrirtækjunum kost á
því að halda erlendum starfsmönn-
um í eins konar vistarbandi. Hið já-
kvæða við þetta kerfi er hins vegar
það að engum útlendingi er hleypt
inn í landið án atvinnu og er at-
vinnuleysi útlendinga á Íslandi því
nánast ekkert,“ segir Gissur.
LAUGARDAGUR 17. september 2005 31
Gríðarlega mikill
innflutningur á er-
lendu vinnuafli hef-
ur átt sér stað frá því um
1997, með undantekningum
2001 og 2002.
MANNFJÖLDI EFTIR RÍKIS-
FANGSLANDI 2004
Pólland 1.903
Danmörk 890
Ríki í fyrrum Júgóslavíu* 670
Filippseyjar 647
Þýskaland 540
Bandaríkin 515
Taíland 490
Litháen 423
Portúgal 357
Bretland 341
Svíþjóð 306
Noregur 293
Víetnam 239
Ítalía 229
Kína 227
Rússland 195
Frakkland 131
Holland 119
Tékkland og Slóvakía 117
Úkraína 106
Spánn 100
Rúmenía 90
Lettland 89
Finnland 87
Kanada 73
Eistland 66
Búlgaría 64
Marokkó 63
Austurríki 57
Indland 51
Nepal 50
Önnur lönd færri en 50
Ísland 282.941
Alls 293.577
*Undir þennan flokk falla einstaklingar með
ríkisfang í þeim löndum sem heyrðu undir
Sambandsríki Júgóslavíu fyrir 1992, þ.e. Bosn-
ía og Hersegóvína, Króatía, Makedónía, Serbía
og Svartfjallaland og Slóvenía.
Heimild: Hagstofa Íslands
ERLENDIR STARFSMENN Á
KÁRAHNJÚKUM Alls starfa um sjö
þúsund útlendingar á Íslandi og er hlutfall
erlendra starfsmanna með því sem hæst
þekkist á Norðurlöndum, en er aðeins
hærra í Svíþjóð. Tuttugasti hver
starfsmaður á Íslandi er útlendingur.