Fréttablaðið - 17.09.2005, Page 54

Fréttablaðið - 17.09.2005, Page 54
> Við mælum með ... ... að íslenskt knattspyrnuáhugafólk kveðji Landsbankadeildina í ár með því að fjölmenn á völlinn og bæta áhorfendametið í dag. Það verður enginn enskur fótbolti í sjónvarpinu og því er um að gera að drífa sig á völlinn hjá sínu félagi því það eru átta mánuðir í að það verði boðið upp á leik í Lands- bankadeildinni á ný. Heyrst hefur ... ... að FH-ingar ætli að gera allt til þess að eignast ekki enn eitt metið í dag. Metið sem um ræðir er að tapi þeir fyrir Fram í lokaleik sínum í Landsbankadeild karla í dag verða þeir fyrstu Íslandsmeistarar sögunnnar sem tapa þremur síðustu leikjum sínum. FH hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum gegn ÍA og Fylki eftir að hafa unnið þá fimmtán fyrstu. sport@frettabladid.is 38 > Við hrósum ... .... Blikum sem töpuðu ekki leik á Íslands- móti meistaraflokkanna í sumar. Karla og kvennalið félagsins léku alls 32 leiki án þess að tapa, karlarnir unnu 13 og gerðu fimm jafntefli en stelpurnar unnu 13 og gerðu eitt jafntefli. Það verður því örugglega mjög gaman á uppskeruhátiðinni í Smáranum í kvöld.. KA vann Hauka í níu marka leik fyrir nor›an og HK sá til fless a› Blikar bættu ekki stigameti›. Víkingar fóru upp og felldu Völsung FÓTBOLTI Það fór eins og flestir spáðu að Víkingar fylgdu Breiða- bliki upp í Landsbankadeild karla, en lokaumferð 1. deildarinnar fór fram í gær. Víkingar unnu Völs- unga 2–0 í Víkinni og sendu um leið Húsvíkingana niður í 2. deild. KA-menn unnu Hauka 5–4 í ótrúlegum leik þar sem gestirnar komust 0–3 yfir og virtust vera að bjarga sér sjálfir en KA-menn tryggðu sér sigur með því að skora fimm mörk á síðustu sextán mínútum leiksins og því þurftu Haukar að treysta á Víkinga, sem unnu og felldu Völsung. Víkingur úr Ólafsvík, Fjölnir og HK voru öll í fallhættu fyrir leikina en gulltryggðu sig af eigin rammleik. Víkingar unnu Þór 1–0, Fjölnir vann KS 4–1 fyrir norðan og HK náði jafntefli gegn deildar- meisturum Breiðabliks en fyrir vikið náðu Blikar, sem töpuðu ekki leik í 1. deildinni í allt sumar, ekki að bæta stigamet Fylkismanna frá 1999. - óój Gunnar Sigurðsson, markvörður Fram í Landsbankadeild karla, verður seint sakaður um að vera letiblóð. Gunnar, sem er smiður að mennt, hefur alla tíð unnið mikið og reynt að láta ekki knatt- spyrnuiðkun sína koma í veg fyrir að geta unnið almennilegan vinnudag. Markvörðurinn er vaknaður fyrir allar aldir og smíðar fram að æfingu og leik- dagar eru með sama sniði. Framarar taka í dag á móti Íslands- meisturum FH á Laugardalsvelli í leik sem liðið verður helst að vinna eða ná jafntefli svo það falli ekki niður í 1. deild. Á meðan flestir leikmanna lið- anna koma sér líklega á fætur um tíuleytið er Gunnar farinn út að smíða en hann ætlar að vinna frá 7-12 í dag og mætir síðan beint í þennan mikil- væga leik. „Mér finnst langbest að hafa þetta svona, því maður æfir og vinnur alla daga og því væri það rangt að fara að breyta út af vananum,“ segir Gunnar. Mikið hefur verið rætt og ritað um um- mæli Heimis Guðjónssonar, fyrirliða FH, sem sagði að FH-ingar ætluðu að taka á Frömurum þar sem Safamýrarliðið hefði talað niður til FH-inga í allt sumar. Gunnar hefur ekkert út á ummæli Heimis að setja, „bara gott hjá honum að láta þetta eftir sér. Ef Heimi langar að verða einhver Mourinho Íslands þá má hann það mín vegna,“ sagði Gunn- ar, sem mátti lítið vera að því að ræða við Fréttablaðið vegna anna við smíðar í Grafarholtinu. Gunnar, sem gekk til liðs við Framara um mitt sumar 2001, hefur lent í úr- slitaleik um fall í síðasta leik öll árin sín hjá Framliðinu en Fram hefur forðast fall í lokaleik allt frá árinu 1999 þegar Anton Björn Markússon gerði sigur- mark á elleftu stundu gegn Vík- ingum í eftirminni- legum leik, einmitt á Laugar- dalsvelli. GUNNAR SIGURÐSSON, MARKVÖRÐUR FRAM: HELDUR FAST Í HEFÐIRNAR Smí›ar hús fram a› leiknum gegn FH 17. september 2005 LAUGARDAGUR LEIKIR GÆRDAGSINS 1. deild karla í fótbolta: HK–BREIÐABLIK 2–2 1–0 Ólafur Júlíusson (31.), 2–0 Árni Thor Guðmundsson, víti (41.), 2–1 Ágúst Þór Ágústsson (47.), 2–2 Kristján Óli Sigurðsson (49.). VÍKINGUR Ó.–ÞÓR AK. 1–0 1–0 Ragnar Smári Guðmundsson (52.). KS–FJÖLNIR 1–4 0–1 Tómas Leifsson (9.), 0–2 Sjálfsmark (38.), 1–2 Grétar Sveinsson, víti (39.), 1–3 Pétur Georg Markan (53.), 1–4 Atli Guðnason (85.). VÍKINGUR–VÖLSUNGUR 2–0 1–0 Daníel Hjaltason, víti (42.), 2–0 Jón Guðbrandsson (67.). KA–HAUKAR 5–4 0–1 Þorvaldur Már Guðmundsson (23.), 0–2 Þorvaldur Már Guðmundsson (32.), 0–3 Hilmar Rafn Emilsson (48.), 1–3 Kristján Elí Örnólfsson (74.), 2–3 Bjarni Pálmason (82.), 3–3 Pálmi Rafn Pálmason (85.), 4–3 Jóhann Þórhalsson (86.), 4–4 Davíð Ellertsson (89.), 5–4 Bjarni Pálmason (90.). Þrettán leikmenn og þjálfarar ÍA skrifuðu undir í gær: Ólafur áfram á Skaganum FÓTBOLTI Skagamenn buðu til blaða- mannafundar í húsakynnum KB banka í Borgartúni í gær þar sem skrifað var undir samning við ell- efu leikmenn og tvo þjálfara. Stærsta fréttin er vitanlega sú að Ólafur Þórðarson ákvað að fram- lengja samning sinn um heil þrjú ár, til 2008, en hann tók við ÍA haustið 1999. Þá hafði hann þjálfað lið Fylkis í tvö ár og var þrálátlega nefndur sem arftaki Þorláks Árna- sonar hjá Árbæingum. Ekkert varð af því þar sem Ólafi rann blóðið til skyldunnar. „Vissulega skoðaði ég aðra möguleika og þetta togaðist á í manni, hvort það væri kominn tími til að breyta til,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Það var lagt hart að mér að halda áfram þannig að ég ákvað að slá til og leggja mitt af mörkum til að leiða þetta félag á toppinn aftur.“ Þórður aðstoðar Þórður Þórðarson, fyrrverandi markvörður Skagamanna, verður aðstoðarþjálfari Ólafs ásamt því að vera markmannsþjálfari liðs- ins. Þórður neyddist til að leggja skóna á hilluna eftir aðeins einn leik í vor vegna veikinda. Í kjöl- farið ákvað hann að rifta leik- mannasamningi sínum við félagið þó svo að honum bæri engin skylda til þess. Í gær skrifaði hann hins vegar undir þjálfarasamning. Reynir Leósson skrifaði þar að auki undir tveggja ára samning við ÍA en búist var við að hann yrði ekki áfram hjá Skagamönn- um. Félagi hans í vörninni, Gunn- laugur Jónsson, er einnig með lausan samning hjá ÍA og ætlar að hugsa sín mál að mótinu loknu. Hann hefur búið í Reykjavík undanfarin sex ár og gæti því vel hugsað sér að ganga til liðs við félag í bænum til að spara sér bensíndropana. Samningur Kára Steins Reynissonar við ÍA rennur einnig út í haust. Þá skrifuðu tíu ungir leikmenn ÍA, sem eru ýmist nýkomnir upp í meistaraflokk eða spila enn í 2. eða 3. flokki félagsins, undir samninga sína í gær við ÍA, allir til þriggja ára nema einn sem samdi til tveggja. eirikurst@frettabladid.is GOTT LIÐ Þessir drengir gætu með réttu stillt upp heilu byrjunarliði enda er meira að segja einn markvörður þeirra á meðal. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÞRJÚ ÁR Í VIÐBÓT Ólafur Þórðarson skrifar undir þriggja ára samning við ÍA. Eiríkur Guðmundsson, formaður rekstrarfélags meistara- og 2. flokks ÍA, fylgist með. KOMNIR UPP Víkingar fögnuðu gríðarlega í leikslok þegar orðið var ljóst að þeir voru búnir að vinna sér sæti í Landsbankadeild karla sumarið 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR LOKASTAÐAN BREIÐABLIK 18 13 5 0 32–13 44 VÍKINGUR R.18 10 7 1 41–9 37 KA 18 10 4 4 40–20 34 FJÖLNIR 18 7 1 10 29–34 22 VÍKINGUR Ó.18 6 4 8 15–30 22 ÞÓR AK. 18 6 3 9 25–34 21 HK 18 4 8 6 18–21 20 HAUKAR 18 4 5 9 23–33 17 VÖLSUNGUR18 4 4 10 17–25 16 KS 18 2 7 9 14–35 13

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.