Fréttablaðið - 17.09.2005, Síða 64

Fréttablaðið - 17.09.2005, Síða 64
48 17. september 2005 LAUGARDAGUR Björgvin aftur á Broadway Söngkabarettinn Sagan af Nínu og Geira – Úr söngbók Björgvins Hall- dórssonar, verður frumsýndur á Broadway þann 12. nóvember. Síðasta sýning Björgvins á Broadway hét Þó líði ár og öld og naut gífurlegra vinsælda á árunum 1994 til '96. Tilefni Sögunnar af Nínu og Geira er 35 ára plötuferill Björgvins og útkoma þrefaldrar plötu með úrvali laga hans 31. októ- ber. Þar verður einnig eitthvað um nýjar hljóðritanir. Höfundur kabarettsins er Gísli Rúnar Jónsson og leikstjóri er Hjálmar Hjálmarsson. Sýning þessi er smásöngleikur með konsertívafi, þar sem í öndvegi verða söngdansar og ballöður sem Björgvin Halldórs- son hefur gert frægar í gegnum tíð- ina. Leikurinn er tvískiptur. Fyrst er sögð saga Nínu og Geira, sem margir þekkja úr samnefndu lagi, en í síðan kemur Björgvin sjálfur til skjalanna og flytur öll sín vinsæl- ustu lög. BJÖRGVIN HALLDÓRSSON Björgvin ætlar að flytja öll sín bestu lög á sýn- ingunni Sagan af Nínu og Geira. Tvöföld tónleika- plata frá Queen Ný tónleikaplata með bresku hljómsveitinni Queen og söngvar- anum Paul Rodgers kemur út á mánudag. Gripurinn nefnist Re- turn of the Champions og er tvö- faldur. Þar er að finna 27 lög sem bæði Queen og Rodgers hafa gert fræg í gegnum tíðina. Á meðal laga frá Rodgers á plötunni eru Feel Like Makin' Love, Wishing Well og All Right Now og á meðal slagara eftir Queen eru Bohemian rhapsody, We Will Rock You, Radio Ga Ga og I Want to Break Free. Platan var tekin upp á tónleikum í Sheffield Hallam Arena 9. maí. Mörgum brá í brún fyrr á þessu ári þegar þeir Brian May og Roger Taylor úr Queen tilkynntu að þeir ætluðu í tónleikaferð á nýjan leik með Rodgers sem söngvara í stað Freddies Mercury sem lést úr al- næmi 1991, 45 ára gamall. Margir efuðust um að nokkur maður gæti fetað í fótspor Mercurys en svo virðist sem Rodgers hafi náð að sannfæra ansi marga um veru sína í sveitinni með frammistöðu sinni, þó svo að enginn fari auðvitað í spor hins magnaða Mercurys. Rodgers er gamall refur úr tónlistarbransan- um eftir að hafa sungið með sveit- unum Free og Bad Company og ætti því að kunna eitthvað fyrir sér. Á plötunni er til að mynda nýtt lag eftir Rodgers, Say It’s Not True, sem hann samdi í tengslum við alnæmisherferð Nelsons Mandela, 46664. Eftir einn mánuð er síðan væntanlegur DVD-diskur með upptöku frá sömu tónleikum í Sheffield. Queen hefur verið á tónleika- ferð um Evrópu undanfarið og spilað 32 sinnum fyrir fullu húsi áheyrenda. Viðbrögðin hafa verið mjög góð og ekki að sjá að sveitin hafi ekki farið í tónleikaferð í tuttugu ár, eða síðan Mercury veiktist. Queen og Paul Rodgers eru nú á leið í tónleikaferð til Bandaríkj- anna og Japans. Undir lok þessa árs mun Queen síðan minnast þrjátíu ára afmælis Bohemian rhapsody, sem fór fyrst á toppinn í nóvember 1975, með því að gefa út DVD-disk og endurhljóðbland- aða útgáfu af plötunni vinsælu A Night at the Opera. PAUL RODGERS Paul Rodgers var í stuði á tónleikum með Queen í Hyde Park í London fyrir framan 65 þúsund manns fyrr í sumar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.