Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2005, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 17.09.2005, Qupperneq 64
48 17. september 2005 LAUGARDAGUR Björgvin aftur á Broadway Söngkabarettinn Sagan af Nínu og Geira – Úr söngbók Björgvins Hall- dórssonar, verður frumsýndur á Broadway þann 12. nóvember. Síðasta sýning Björgvins á Broadway hét Þó líði ár og öld og naut gífurlegra vinsælda á árunum 1994 til '96. Tilefni Sögunnar af Nínu og Geira er 35 ára plötuferill Björgvins og útkoma þrefaldrar plötu með úrvali laga hans 31. októ- ber. Þar verður einnig eitthvað um nýjar hljóðritanir. Höfundur kabarettsins er Gísli Rúnar Jónsson og leikstjóri er Hjálmar Hjálmarsson. Sýning þessi er smásöngleikur með konsertívafi, þar sem í öndvegi verða söngdansar og ballöður sem Björgvin Halldórs- son hefur gert frægar í gegnum tíð- ina. Leikurinn er tvískiptur. Fyrst er sögð saga Nínu og Geira, sem margir þekkja úr samnefndu lagi, en í síðan kemur Björgvin sjálfur til skjalanna og flytur öll sín vinsæl- ustu lög. BJÖRGVIN HALLDÓRSSON Björgvin ætlar að flytja öll sín bestu lög á sýn- ingunni Sagan af Nínu og Geira. Tvöföld tónleika- plata frá Queen Ný tónleikaplata með bresku hljómsveitinni Queen og söngvar- anum Paul Rodgers kemur út á mánudag. Gripurinn nefnist Re- turn of the Champions og er tvö- faldur. Þar er að finna 27 lög sem bæði Queen og Rodgers hafa gert fræg í gegnum tíðina. Á meðal laga frá Rodgers á plötunni eru Feel Like Makin' Love, Wishing Well og All Right Now og á meðal slagara eftir Queen eru Bohemian rhapsody, We Will Rock You, Radio Ga Ga og I Want to Break Free. Platan var tekin upp á tónleikum í Sheffield Hallam Arena 9. maí. Mörgum brá í brún fyrr á þessu ári þegar þeir Brian May og Roger Taylor úr Queen tilkynntu að þeir ætluðu í tónleikaferð á nýjan leik með Rodgers sem söngvara í stað Freddies Mercury sem lést úr al- næmi 1991, 45 ára gamall. Margir efuðust um að nokkur maður gæti fetað í fótspor Mercurys en svo virðist sem Rodgers hafi náð að sannfæra ansi marga um veru sína í sveitinni með frammistöðu sinni, þó svo að enginn fari auðvitað í spor hins magnaða Mercurys. Rodgers er gamall refur úr tónlistarbransan- um eftir að hafa sungið með sveit- unum Free og Bad Company og ætti því að kunna eitthvað fyrir sér. Á plötunni er til að mynda nýtt lag eftir Rodgers, Say It’s Not True, sem hann samdi í tengslum við alnæmisherferð Nelsons Mandela, 46664. Eftir einn mánuð er síðan væntanlegur DVD-diskur með upptöku frá sömu tónleikum í Sheffield. Queen hefur verið á tónleika- ferð um Evrópu undanfarið og spilað 32 sinnum fyrir fullu húsi áheyrenda. Viðbrögðin hafa verið mjög góð og ekki að sjá að sveitin hafi ekki farið í tónleikaferð í tuttugu ár, eða síðan Mercury veiktist. Queen og Paul Rodgers eru nú á leið í tónleikaferð til Bandaríkj- anna og Japans. Undir lok þessa árs mun Queen síðan minnast þrjátíu ára afmælis Bohemian rhapsody, sem fór fyrst á toppinn í nóvember 1975, með því að gefa út DVD-disk og endurhljóðbland- aða útgáfu af plötunni vinsælu A Night at the Opera. PAUL RODGERS Paul Rodgers var í stuði á tónleikum með Queen í Hyde Park í London fyrir framan 65 þúsund manns fyrr í sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.