Fréttablaðið - 26.09.2005, Page 6

Fréttablaðið - 26.09.2005, Page 6
6 26. september 2005 MÁNUDAGUR Ísraelski herinn undirbýr árásir á Gaza-ströndina eftir sprengjuárás á Ísrael: Handtóku 200 Palestínumenn GAZA, AP Ísraelar handtóku í gær- morgun yfir 200 eftirlýsta Palest- ínumenn á Vesturbakkanum. Flestir voru þeir meðlimir Hamas-samtak- anna og Samtaka heilags stríðs. Á meðan þessu stóð settu ísraelskir hermenn upp vopn á landamærun- um og skutu tilraunaskotum á auð svæði. Þegar þeirri aðgerð lauk dönsuðu hermennirnir í hring og sungu hefndarsöngva úr biblíunni. Aðgerðirnar eru liður í undir- búningi fyrir hugsanlega árás á Gaza-ströndina eftir að palestínskir óeirðaseggir skutu sprengjum yfir landamærin til Ísrael. „Við munum beita öllum ráðum gegn hryðju- verkamönnunum,“ segir Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, en ólgan á Vesturbakkanum getur hæglega eyðilagt fyrir honum í mikilvægri kosningu innan Líkúd- bandalagsins. Óeirðirnar eru hinar fyrstu í tvær vikur síðan Ísraelsmenn drógu herlið sitt frá Gaza-strönd- inni eftir 38 ára hersetu. „Við erum aftur á byrjunarreit og þurfum tíma til þess að koma öllu í ró aftur,“ sagði Mahmoud Abbas í gær. Ef Sharon geldur afhroð í kosn- ingu hjá Líkúd-bandalaginu gæti það orðið til þess að harðlínumenn Benjamin Netanyahu næðu aftur taumhaldinu í ísraelskum stjór- málum. - saj Látlaus átök Íraka og bandarískra hermanna: Skotbardagi vi› herskáa sjía í Sadr ÍRAK, AP Byssumenn hollir herskáa sjíaklerknum Muqtada al-Sadr veittu íröskum hermönnum á eft- irlitsferð fyrirsát í austurhluta Bagdad í gærmorgun. Bandarísk- ir hermenn komu til liðs við þá írösku í skotbardaga sem stóð í einn og hálfan tíma. Um átta árás- armannanna voru felldir. Þetta var í fyrsta sinn í nærri heilt ár sem kom til svo alvar- legra átaka í þessum borgarhluta, sem nefndur er Sadr-borg, en flestir íbúarnir þar eru fátækir sjíamúslimar. Annars staðar í Bagdad var brynvörðum peningaflutningabíl rænt með um 850.000 Bandaríkja- dali innanborðs. Ræningjarnir drápu verðina. Þá var gerð sjálf- morðsbílsprengjuárás á bílalest sérsveitar íraska innanríkisráðu- neytisins. Sjö liðsmenn hennar féllu og tveir vegfarendur. Spenna var viðvarandi á her- námssvæði Breta í Basra í Suður- Írak vegna handtökuskipunar öryggismálayfirvalda þar á hend- ur tveimur breskum hermönnum, sem talsmenn breska hersins segja að séu bornir röngum sökum. - aa ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 2 95 05 09 /2 00 5 www.lyfja.is - Lifið heil TIL AÐ VIÐHALDA GÓÐRI HEILSU. FYRIR TENNUR, TAUGAR, BEIN- OG BANDVEF. C-500 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási C-vítamín hefur mikilvægu hlutverki að gegna við myndun bandvefs, er stór þáttur í vexti og heilbrigði æða, beina, góms og tanna ásamt því að auka frásog járns. C-vítamín stuðlar að því að sár gróa og eykur viðnám líkamans gegn sýkingum. Líkaminn þarfnast aukins C-vítamíns þegar hann er undir andlegu eða líkamlegu álagi. C-vítamín er sindurvari (andoxunarefni) sem ver frumur líkamans gegn skaðlegum áhrifum stakeinda, en það eru úrfellingarefni sem verða til við efnaskipti í líkamanum. INNFLUTNINGUR MEÐ DHL EITT FYRIRTÆKI EINN GJALDMIÐILL EINN REIKNINGUR EINU ÁHYGGJUEFNINU FÆRRA Kannaðu málið á dhl.is eða í síma 535 1100. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Var eðlilegt að ýta rannsókn á hópnauðgun til hliðar vegna rannsóknar á líkamsárás? SPURNING DAGSINS Í DAG: Er veturinn kominn? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 89,9% 10,1% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Kennarar óánæg›ir me› vinnuveitanda Fjór›ungur starfsmanna grunnskóla og Fræ›slumi›stö›var Reykjavíkur er óánæg›ur me› vinnuveitanda sinn. Kennarar eru óánæg›ari en a›rir starfs- menn. Óánægja hefur aukist frá 2002. MENNTAMÁL Í vinnustaðagreiningu á grunnskólum og Fræðslumið- stöð Reykjavíkur kemur fram að 26 prósent svarenda sögðust ekki ánægð með Reykjavíkurborg sem vinnuveitanda og eru starfsmenn grunnskóla borgarinnar því óá- nægðari með vinnuveitanda sinn en starfsmenn annarra fyrir- tækja. Óánægjan hefur aukist frá 2002 og eru kennarar óánægðri en aðrir starfsmenn skólans. Þá kemur einnig fram að starfsfólk grunnskóla og Fræðslumiðstöðv- ar er ánægðara með ýmislegt sem snýr að vinnuumhverfi og vinnu- anda en starfsmenn samanburð- arfyrirtækja. Heildarniðurstaðan fyrir grunnskólana er heldur betri en hjá öðrum fyrirtækjum að jafn- aði. Einnig er heildarniðurstaðan nokkuð betri en í samskonar greiningu sem framkvæmd var árið 2002. Gerður Óskarsdóttir, sviðstjóri menntasviðs Reykja- víkurborgar, segist vera ánægð með niðurstöður greiningarinnar, en að sjálfsögðu komi fram þættir sem þyrfti að vinna betur í. Sú fullyrðing sem best kemur út að þessu sinni er hvort starfs- menn grunnskóla og fræðslu- miðstöðar telja sig leggja mikið á sig til að þjóna nemendum og for- eldrum þeirra sem best. Sú full- yrðing sem fær lægstu einkunn- ina er hvort laun eru sanngjörn miðað við ábyrgð í starfi. Þá er áberandi í greiningunni að starfsmenn í borgarhluta 1, þar sem finna má Grandaskóla, Haga- skóla, Melaskóla og Vesturbæjar- skóla, hafa neikvæðasta matið á því hversu vel starfsmönnum finnst að vinnustaðnum sé stjórn- að, markmiðin eru sögð óskýrust, þar telja starfsmenn vera mesta ágreininginn milli starfsmanna og starfsandinn er lakastur. Af 107 spurningum og fullyrð- ingum í könnuninni var 22,1 pró- sent svara greint í styrkleikabil sem er jákvætt fyrir starfsemi skólanna, 41,6 prósent svara voru greind í starfshæft bil sem hvorki er talið hvetja né letja starfsfólk við dagleg störf. 36,4 prósent svara voru greind í aðgerðabil, sem er neikvætt fyrir starfsemi skólanna. Þátttakendur voru starfsmenn fræðslumiðstöðva, grunnskóla og sérskóla Reykja- víkur. Gallup gerði vinnustaða- greininguna í apríl og maí á þessu ári. svanborg@frettabladid.is Fimm hæstu einkunnirnar • Ég legg mikið á mig til að þjóna nemendum og foreldrum þeirra sem best. • Næsti yfirmaður minn sýnir mér skilning þegar ég þarf að sinna fjöl- skyldu eða einkamálum. • Ég ber mikla virðingu fyrir samstarfs- fólki mínu. • Hversu góðan eða slæman aðgang hefur þú að tölvu á þínum vinnu- stað/skóla? • Ég er stolt(ur) af starfi mínu. Fimm lægstu einkunnirnar • Mér finnst þau laun sem ég fæ sann- gjörn miðað við ábyrgð mína í starfi • Hversu mikið eða lítið er vinnuálag þitt? • Hefur þig oft eða sjaldan skort tíma til að sinna því sem mestu máli skiptir í þínu starfi? • Hversu mikinn eða lítinn sveigjanleika finnst þér þú hafa í starfi þínu með vinnu- tíma þinn? • Hefur þér oft eða sjaldan fundist þú vera þreytt(ur) sl. þrjá mánuði þegar þú hefur farið á fætur að morgni og staðið and- spænis nýjum vinnudegi? ÁNÆGJA MEÐ STARFSANDA Starfsmenn grunnskóla og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur eru almennt ánægðari með starfsanda en starfsmenn annarra fyrirtækja. Þeir eru þó almennt óánægðari með vinnuveitanda sinn. STYÐJA AL-SADR Kona úr hópi fylgismanna herskáa sjíaklerks- ins Muqtada al-Sadr heldur á mynd af honum á mótmæla- fundi við mörk Græna svæðis- ins í Bagdad í gær. M YN D /A P FRÁ GAZA Palestínumenn safnast í kringum flak af bíl eftir tilraunasprengjur Ísraelsmanna í gær. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.