Fréttablaðið - 26.09.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 26.09.2005, Síða 6
6 26. september 2005 MÁNUDAGUR Ísraelski herinn undirbýr árásir á Gaza-ströndina eftir sprengjuárás á Ísrael: Handtóku 200 Palestínumenn GAZA, AP Ísraelar handtóku í gær- morgun yfir 200 eftirlýsta Palest- ínumenn á Vesturbakkanum. Flestir voru þeir meðlimir Hamas-samtak- anna og Samtaka heilags stríðs. Á meðan þessu stóð settu ísraelskir hermenn upp vopn á landamærun- um og skutu tilraunaskotum á auð svæði. Þegar þeirri aðgerð lauk dönsuðu hermennirnir í hring og sungu hefndarsöngva úr biblíunni. Aðgerðirnar eru liður í undir- búningi fyrir hugsanlega árás á Gaza-ströndina eftir að palestínskir óeirðaseggir skutu sprengjum yfir landamærin til Ísrael. „Við munum beita öllum ráðum gegn hryðju- verkamönnunum,“ segir Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, en ólgan á Vesturbakkanum getur hæglega eyðilagt fyrir honum í mikilvægri kosningu innan Líkúd- bandalagsins. Óeirðirnar eru hinar fyrstu í tvær vikur síðan Ísraelsmenn drógu herlið sitt frá Gaza-strönd- inni eftir 38 ára hersetu. „Við erum aftur á byrjunarreit og þurfum tíma til þess að koma öllu í ró aftur,“ sagði Mahmoud Abbas í gær. Ef Sharon geldur afhroð í kosn- ingu hjá Líkúd-bandalaginu gæti það orðið til þess að harðlínumenn Benjamin Netanyahu næðu aftur taumhaldinu í ísraelskum stjór- málum. - saj Látlaus átök Íraka og bandarískra hermanna: Skotbardagi vi› herskáa sjía í Sadr ÍRAK, AP Byssumenn hollir herskáa sjíaklerknum Muqtada al-Sadr veittu íröskum hermönnum á eft- irlitsferð fyrirsát í austurhluta Bagdad í gærmorgun. Bandarísk- ir hermenn komu til liðs við þá írösku í skotbardaga sem stóð í einn og hálfan tíma. Um átta árás- armannanna voru felldir. Þetta var í fyrsta sinn í nærri heilt ár sem kom til svo alvar- legra átaka í þessum borgarhluta, sem nefndur er Sadr-borg, en flestir íbúarnir þar eru fátækir sjíamúslimar. Annars staðar í Bagdad var brynvörðum peningaflutningabíl rænt með um 850.000 Bandaríkja- dali innanborðs. Ræningjarnir drápu verðina. Þá var gerð sjálf- morðsbílsprengjuárás á bílalest sérsveitar íraska innanríkisráðu- neytisins. Sjö liðsmenn hennar féllu og tveir vegfarendur. Spenna var viðvarandi á her- námssvæði Breta í Basra í Suður- Írak vegna handtökuskipunar öryggismálayfirvalda þar á hend- ur tveimur breskum hermönnum, sem talsmenn breska hersins segja að séu bornir röngum sökum. - aa ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 2 95 05 09 /2 00 5 www.lyfja.is - Lifið heil TIL AÐ VIÐHALDA GÓÐRI HEILSU. FYRIR TENNUR, TAUGAR, BEIN- OG BANDVEF. C-500 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási C-vítamín hefur mikilvægu hlutverki að gegna við myndun bandvefs, er stór þáttur í vexti og heilbrigði æða, beina, góms og tanna ásamt því að auka frásog járns. C-vítamín stuðlar að því að sár gróa og eykur viðnám líkamans gegn sýkingum. Líkaminn þarfnast aukins C-vítamíns þegar hann er undir andlegu eða líkamlegu álagi. C-vítamín er sindurvari (andoxunarefni) sem ver frumur líkamans gegn skaðlegum áhrifum stakeinda, en það eru úrfellingarefni sem verða til við efnaskipti í líkamanum. INNFLUTNINGUR MEÐ DHL EITT FYRIRTÆKI EINN GJALDMIÐILL EINN REIKNINGUR EINU ÁHYGGJUEFNINU FÆRRA Kannaðu málið á dhl.is eða í síma 535 1100. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Var eðlilegt að ýta rannsókn á hópnauðgun til hliðar vegna rannsóknar á líkamsárás? SPURNING DAGSINS Í DAG: Er veturinn kominn? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 89,9% 10,1% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Kennarar óánæg›ir me› vinnuveitanda Fjór›ungur starfsmanna grunnskóla og Fræ›slumi›stö›var Reykjavíkur er óánæg›ur me› vinnuveitanda sinn. Kennarar eru óánæg›ari en a›rir starfs- menn. Óánægja hefur aukist frá 2002. MENNTAMÁL Í vinnustaðagreiningu á grunnskólum og Fræðslumið- stöð Reykjavíkur kemur fram að 26 prósent svarenda sögðust ekki ánægð með Reykjavíkurborg sem vinnuveitanda og eru starfsmenn grunnskóla borgarinnar því óá- nægðari með vinnuveitanda sinn en starfsmenn annarra fyrir- tækja. Óánægjan hefur aukist frá 2002 og eru kennarar óánægðri en aðrir starfsmenn skólans. Þá kemur einnig fram að starfsfólk grunnskóla og Fræðslumiðstöðv- ar er ánægðara með ýmislegt sem snýr að vinnuumhverfi og vinnu- anda en starfsmenn samanburð- arfyrirtækja. Heildarniðurstaðan fyrir grunnskólana er heldur betri en hjá öðrum fyrirtækjum að jafn- aði. Einnig er heildarniðurstaðan nokkuð betri en í samskonar greiningu sem framkvæmd var árið 2002. Gerður Óskarsdóttir, sviðstjóri menntasviðs Reykja- víkurborgar, segist vera ánægð með niðurstöður greiningarinnar, en að sjálfsögðu komi fram þættir sem þyrfti að vinna betur í. Sú fullyrðing sem best kemur út að þessu sinni er hvort starfs- menn grunnskóla og fræðslu- miðstöðar telja sig leggja mikið á sig til að þjóna nemendum og for- eldrum þeirra sem best. Sú full- yrðing sem fær lægstu einkunn- ina er hvort laun eru sanngjörn miðað við ábyrgð í starfi. Þá er áberandi í greiningunni að starfsmenn í borgarhluta 1, þar sem finna má Grandaskóla, Haga- skóla, Melaskóla og Vesturbæjar- skóla, hafa neikvæðasta matið á því hversu vel starfsmönnum finnst að vinnustaðnum sé stjórn- að, markmiðin eru sögð óskýrust, þar telja starfsmenn vera mesta ágreininginn milli starfsmanna og starfsandinn er lakastur. Af 107 spurningum og fullyrð- ingum í könnuninni var 22,1 pró- sent svara greint í styrkleikabil sem er jákvætt fyrir starfsemi skólanna, 41,6 prósent svara voru greind í starfshæft bil sem hvorki er talið hvetja né letja starfsfólk við dagleg störf. 36,4 prósent svara voru greind í aðgerðabil, sem er neikvætt fyrir starfsemi skólanna. Þátttakendur voru starfsmenn fræðslumiðstöðva, grunnskóla og sérskóla Reykja- víkur. Gallup gerði vinnustaða- greininguna í apríl og maí á þessu ári. svanborg@frettabladid.is Fimm hæstu einkunnirnar • Ég legg mikið á mig til að þjóna nemendum og foreldrum þeirra sem best. • Næsti yfirmaður minn sýnir mér skilning þegar ég þarf að sinna fjöl- skyldu eða einkamálum. • Ég ber mikla virðingu fyrir samstarfs- fólki mínu. • Hversu góðan eða slæman aðgang hefur þú að tölvu á þínum vinnu- stað/skóla? • Ég er stolt(ur) af starfi mínu. Fimm lægstu einkunnirnar • Mér finnst þau laun sem ég fæ sann- gjörn miðað við ábyrgð mína í starfi • Hversu mikið eða lítið er vinnuálag þitt? • Hefur þig oft eða sjaldan skort tíma til að sinna því sem mestu máli skiptir í þínu starfi? • Hversu mikinn eða lítinn sveigjanleika finnst þér þú hafa í starfi þínu með vinnu- tíma þinn? • Hefur þér oft eða sjaldan fundist þú vera þreytt(ur) sl. þrjá mánuði þegar þú hefur farið á fætur að morgni og staðið and- spænis nýjum vinnudegi? ÁNÆGJA MEÐ STARFSANDA Starfsmenn grunnskóla og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur eru almennt ánægðari með starfsanda en starfsmenn annarra fyrirtækja. Þeir eru þó almennt óánægðari með vinnuveitanda sinn. STYÐJA AL-SADR Kona úr hópi fylgismanna herskáa sjíaklerks- ins Muqtada al-Sadr heldur á mynd af honum á mótmæla- fundi við mörk Græna svæðis- ins í Bagdad í gær. M YN D /A P FRÁ GAZA Palestínumenn safnast í kringum flak af bíl eftir tilraunasprengjur Ísraelsmanna í gær. M YN D /A P
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.