Fréttablaðið - 29.09.2005, Page 59

Fréttablaðið - 29.09.2005, Page 59
■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Hljómsveitin Benzín spilar á Gauknum. Hljómsveitin leikur blúsað rokk frá árunum í kringum 1970. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Þorbjörg Gunnlaugsdóttir lögfræðingur fjallar um „Nauðgun frá sjónarhorni kvenréttar“ í Hádeg- issmelli Stígamóta, nýrri fundaröð sem haldin verður annan hvern fimmtudag í húsi Stígamóta að Hverfisgötu 115.  12.15 Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, prófessor í mannfræði við HÍ, flytur hádegisfyrirlestur á vegum RIKK í Öskju, stofu N132. Erindið ber yfirskriftina „Um móðurina í lífi og störfum Ólafíu Jóhannsdóttur“. ■ ■ FUNDIR  20.30 Umræðufundur Náttúruvakt- arinnar verður haldinn á Grand Rokk. Flutt verða stutt erindi og síðan verða almennar umræður um áherslur í starfinu. Að því búnu spila Megas og Súkkat. ■ ■ SAMKOMUR  17.00 Silja Aðalsteinsdóttir, Dag- ný Kristjánsdóttir, Brynhildur Þór- arinsdóttir og Sigþrúður Gunnars- dóttir taka til máls á útgáfuhátíð, sem efnt verður til í Hátíðarsal Há- skóla Íslands í tilefni af útkomu bók- arinnar Í Guðrúnarhúsi, sem er greinasafn um bækur Guðrúnar Helgadóttur. Einnig verður lesið úr Óvitum, og Guðrúnu verður afhent bókin, sem kemur út í tilefni af sjö- tugsafmæli hennar. ■ ■ SÝNINGAR  15.00 Opinn skipulagsdagur verður í Hafnarhúsinu til klukkan 22. Ráð- gjafafyrirtækið Alta býður öllum landsmönnum að taka þátt í fjöl- breyttri hugmyndavinnu um framtíð- arskipulag Vatnsmýrarinnar í tengsl- um við sýninguna Hvernig borg má bjóða þér? Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. FIMMTUDAGUR 29. september 2005 Gunnar Guðbjörnsson tenór- söngvari er gestur Antóníu Hevesi píanóleikara á hádegistón- leikum í Hafnarborg. Hádegistón- leikarnir eru að jafnaði haldnir fyrsta fimmtudag hvers mánaðar, en af óviðráðanlegum ástæðum þurfti að færa hádegistónleika októbermánaðar til síðasta fimmtudags septembermánaðar. Gunnar er einn helsti óperu- söngvari þjóðarinnar og fer á næstunni með hlutverk Peters Quint í óperunni Tökin hert eftir Benjamin Britten, sem frumsýnd verður í Íslensku óperunni í næsta mánuði. Þau Gunnar og Antonía ætla að flytja aríur og ljóð frá Ítalíu og Frakklandi. Gunnar syngur me› Antoníu GUNNAR GUÐBJÖRNSSON Syngur á hádegistónleikum í Hafnarfirði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.