Fréttablaðið - 29.09.2005, Síða 64

Fréttablaðið - 29.09.2005, Síða 64
29. september 2005 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is> fj ör ið .. . Miklar mannabreytingar hafa átt sér sta› hjá fjölmi›lum landsins. fiessa dagana vir›ast RÚV og Stö› 2 slást um bestu bitana en í vikunni byrja›i Logi Bergmann Ei›sson á Stö› 2 og fiórhallur Gunnarsson úr Íslandi í dag var rá›inn í starf Loga hjá RÚV. Ætli fleiri breytinga sé a› vænta? Fréttabla›i› sko›a›i máli›. HVA‹ GERIST NÆST > Myndi einhver taka eft- ir breytingunni? Báðir eru þetta miklir reynslu- boltar sem virka ábúðar- fullir á skjánum. > Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Logi Bergmann skipti um lið á síðustu stundu. RÚV brást skjótt við og fékk fyrirliða Íslands í dag til liðs við sig, sjálfan Þórhall Gunnarsson. Töluverðar hræringar hafa átt sér stað á fjölmiðlum að undanförnu. Síðasta miðvikudag var tilkynnt að Logi Bergmann Eiðsson hefði gengið til liðs við 365 ljósvaka- miðla og daginn eftir bárust þær fregnir að sjónvarpsmaðurinn Þór- hallur Gunnarsson væri kominn yfir í Loga stað sem ritstjóri Opins húss sem er nýr þáttur sem Logi átti að ritstýra hjá Sjónvarpinu. Atburðir þessarar viku hafa minnt eilítið á félagaskipti knatt- spyrnumanna og hafa spurningar vaknað um hvort stjórnendur fjöl- miðlanna þurfi ekki að koma sér upp félagskiptaglugga sem aðeins sé opinn í ákveðinn tíma. Þannig hefur stjórnendum Ríkissjón- varpsins vafalaust sviðið þegar Logi ákvað að söðla um en rit- stjórastaða nýja magasín-þáttar- ins, Opið hús, hafði verið eyrna- merkt honum. Ríkisfjölmiðillinn þurfti því að bregðast skjótt við og fékk til sín reynsluboltann Þórhall Gunnarsson, sem um árabil hefur verið sem klettur í Íslandi í dag. > Hún var búin að ráða sig aftur til 365 ljósvaka- miðla eftir að hafa stundað nám í Kaup- mannahöfn í hálft ár. Hún og Þórhallur voru þétt saman í settinu. Heimildir herma að Jóhanna hafi nánast orðið dóttir Þórhalls og eiginkonu hans meðan þau unnu saman. Nú er spurning hvort hún elti sinn fyrrum samstarfs- mann og reyni að velta fyrr- um félögum sínum úr sessi? > Líkt og með þá Sigmund og Boga tækju vafalaust ekki margir eftir þessari breytingu. Sjónvarpsstöðv- arnar skipta á jöfnu. ELÍN HIRST & EDDA ANDRÉSDÓTTIR SIGMUNDUR ERNIR & BOGI ÁGÚSTSSON FÉLAGASKIPTI ÁRSINS? JÓHANNA VILHJÁLMS N‡tt Nylon-lag Stúlknasveitin Nylon frumflytur nýjasta lagið sitt á útvarpsstöð- inni FM957 í dag. Nylon hefur á skömmum tíma eignast dyggan aðdáendahóp. Stúlkurnar hafa meðal annars staðið fyrir sölu vinabanda til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Verður afraksturinn af- hentur 14. október. Flokkurinn er nú að leggja lokahönd á sína aðra breiðskífu, sem ber heitið Góðir hlutir, en hún er væntanleg í nóvember. Fyrri plata sveitarinnar seldist mjög vel og því ljóst að aðdáendur sveitarinnar munu bíða þeirrar næstu með öndina í hálsinum. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.