Fréttablaðið - 02.10.2005, Side 4

Fréttablaðið - 02.10.2005, Side 4
4 2. október 2005 SUNNUDAGUR Geimförum skotið upp í himingeiminn í gær: Heimfer›in er ekki trygg› BAIKONUR, AP Bandaríski milljóna- mæringurinn Gregory Olsen varð í gær þriðji maðurinn til að kaupa sér far út í geiminn. Hann var um borð í rússnesku Soyuz- geimfari sem skotið var út í him- ingeiminn frá geimferðastöðinni í Baikonur í Kasakstan. Auk Olsens eru um borð geimfararnir William McArthur, frá Bandaríkjunum, og Valey Tokarev, frá Rússlandi. Förinni er heitið til alþjóðlegu geim- stöðvarinnar sem sveimar á sporbaug um jörðu. Olsen mun snúa aftur eftir nokkra daga með tveimur geimförum sem dvalið hafa í stöðinni síðasta hálfa árið og hinir tveir geimfar- arnir munu leysa af hólmi. Rússnesk yfirvöld segjast hins vegar ekki geta ábyrgst heimflutning McArthurs næsta vor nema bandaríska geimferða- stofnunin NASA fjármagni geimferðina. NASA er í vanda að þessu leyti því bandarísk lög banna að stofnunin taki þátt í slíku. Bandaríkjamenn geta ekki sótt geimfarann sjálfir af því að hætt hefur verið við geimskutlu- áætlunina um óákveðinn tíma eftir erfiðleika geimferjunnar Discovery í sumar. - shg Grei›a ekki gjöld sem kve›i› er á um Forma›ur Verkal‡›sfélags Akraness segir danska i›na›armenn hjá Ístaki hvorki hafa uppsagnarfrest né veikindarétt. Lögfræ›ingur Samtaka atvinnulífsins segir a› fari› sé a› lögum. VERKALÝÐSMÁL „Við tókum eftir því að ekki var verið að greiða þau gjöld sem kveðið er á um til stétt- arfélagsins,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfé- lags Akraness um á annan tug danskra iðnaðarmanna sem hafa starfað fyrir Ístak að stækkun Norðuráls. Félagið fór fram á að þau gjöld yrðu greidd og fékk þá bréf frá lögfræðingi Samtaka at- vinnulífsins sem kom þeim á óvart. „Þeir túlka lögin svo að einung- is þurfi að uppfylla lágmarkslaun, yfirvinnugreiðslur, orlofsgreiðsl- ur, lágmarkshvíldartíma og há- marksvinnutíma,“ segir Vilhjálm- ur. „Ótal önnur kjaraatriði sem um hefur samist í kjarasamning- um síðustu áratugi eru ekki inni- falin.“ Hann nefnir uppsagnar- frest, veikindaréttindi, slysarétt og fleira. „Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum þessa skýringu. Séu lögin svona verða menn að gera svo vel að laga þau. Fyrirtæki eru að komast hjá ótal kostnaðarsöm- um kjaraatriðum þegar þau ráða menn í gegnum starfsmannaleig- ur. Skúli Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri Starfsgreinasam- bandsins, segir afstöðu Samtaka atvinnulífsins algerlega ólíðandi. „Lagatúlkunin er bara móðgun við verkalýðshreyfinguna,“ segir hann. „Þau lög sem vísað er til gera ráð fyrir því að greiða eigi lágmarkslaun. Þau eru ákveðin í kjarasamningum. Þessi nýja lína gengur hins vegar út á það að fyr- irtæki innan samtakanna þurfi ekki að fylgja ákvæðum kjara- samninga um suma starfsmenn. Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka at- vinnulífsins, segir Ístak starfa í samræmi við lög um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tíma- bundið á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja. „Ístak er ekki vinnu- veitandi þessara manna,“ segir Hrafnhildur, en þeir eru starfs- menn stórrar danskrar starfs- mannaleigu. grs@frettabladid.is William Bennett: Saka›ur um kynfláttahatur BANDARÍKIN William Bennett, menntamálaráðherra í ríkisstjórn Ronalds Reagan, reitti stóran hluta Bandaríkjamanna til reiði í vikunni þegar hann sagði í útvarpsþætti sín- um að ef börnum þeldökkra væri eytt á fósturstigi myndi draga úr glæpum. Bennett viðurkenndi að slíkar ráðstafanir væru siðferðislega óverjandi en engu að síður ítrekaði hann að glæpatíðni myndi minnka væri gripið til þeirra. Talsmaður Hvíta hússins sagði að forsetinn teldi ummæli flokksbróður síns afar óviðeigandi og demókratar skoruðu á hann að draga þau til baka. Óvissuástand á Súðavík: Tvö fyrirtæki skapa 20 störf SÚÐAVÍK Um síðustu mánaðamót var átján manns sagt upp vinnu sinni í rækjuverksmiðjunni Frosta í Súðavík. „Við þetta skapaðist mikið óvissuástand í atvinnumálum hér í Súðavík. Við fórum í það að skoða þessi mál og reyna að bregðast við á s t a n d i n u , “ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík. Niðurstaðan varð sú að með hjálp tveggja f y r i r t æ k j a tókst sveitar- stjórninni að útvega tuttugu ný störf í staðinn. Fyrirtækin hefja bæði starfsemi í hluta af húsnæði rækjuverksmiðjunnar Frosta. „Annað fyrirtækið heitir Stál og hnífur og það hefur rekstur á næstu tveimur vikum á neðri hæðinni. Hitt fyrirtækið er Hraðfrystihúsið Gunnvör og það verður með vinnslu á lifur sem mun fara af stað einhvern tímann fyrir áramót. Það mun hins vegar útvega einhver störf strax í upphafi,“ segir Ómar sem er bjartsýnn á framhaldið. -eö www.leikhusid.is Barnaleiksýning ársins 2005 Sýning í dag kl. 14:00!                                 !   " # $  $    % & ' ( ' )  "    ( *  + *    , -.  ) * * # /)   0123   " 0423 5 6 7023   " 0023 5 6 0423 5 6 0823 6 0923 6 0123 6 7:23   " 7723   " 7823 5 6 0;23  7723  '  0;23 5 6 9023 5 6 )    "  "      ' '"       $ < "    =     '"      '          '    >?@AB+,CBB D   "    '      '    6 "    D         "         8E0: C        "  "   '    "      =     "    6               #F)>F H)>?(#FIJ,,J       "  "        4E;  "          6 " 6   '    $   '                                                  LÖGREGLUFRÉTTIR ÖLVAÐIR ÖKUMENN Við hefðbundið eftirlit tók lögreglan í Hafnarfirði þrjá ökumenn, sem grunaðir eru um ölvun við akstur. Ekki var hér einvörðungu um unga ökumenn að ræða. Blóðsýni var tekið úr þeim og geta þeir átt von á að missa öku- réttindin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P TIL STJARNANNA Gregory Olsen greiddi sem nemur 1,2 milljörðum íslenskra króna fyrir farseðillinn með Soyuz-farinu. ÓMAR MÁR JÓNS- SON Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. LÖGREGLUFRÉTTIR FJARÐARHEIÐI LOKAÐIST Í TVÆR STUNDIR Flutningabíll með tengivagn lokaði Seyðis- fjarðarvegi í tvær klukkustund- ir í gærdag. Hann rann til í hálku og endaði þversum á veg- inum. Aðrir flutningabílar höfðu farið yfir Fjarðarheiði keðjulausir. Umferð var mikil og biðu menn í þrjátíu til fjöru- tíu bifreiðum eftir að flutninga- bílnum væri komið af veginum. Nesjavallavirkjun: Heilsuhótel á Nesjavöllum NESJAVALLAVIRKJUN Síðasti áfangi Nesjavallavirkjunar var vígður klukkan ellefu í gærmorgun. Það var þrjátíu megavatta gufuhverfill sem var tekinn í notkun í gær en fyrsti áfangi virkjunarinnar var 100 megavatta varmaframleiðsla sem var gangsett 1990. Nú er Nesjavallavirkjun komin með 300 megavatta varmafram- leiðslugetu og getur hún því ein og sér séð um rúmlega þrjátíu prósent af varmaþörf höfuðborgarsvæðis- ins og um sextíu prósent af raf- magnsþörf þess. Uppbyggingu á Nesjavöllum er þó ekki lokið því fyrirhugað er að byggja heilsuhótel á svæðinu. -eö Kjörfundur í Dresden: Gæti höggvi› á hnútinn DRESDEN, AP Íbúar Dresden í Þýska- landi ganga loks að kjörborðinu í dag og er búist við að úrslitin þar geti ráðið miklu um hvort Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, eða Gerhard Schröder, leiðtogi jafnaðarmanna, muni hreppa kanslarastólinn. Kjörfundi í Dresden var frestað á dögunum þar sem einn frambjóð- endanna andaðist. Enda þótt úrslitin þar muni ekki hafa afgerandi áhrif á heildarniðurstöður kosninganna gætu þau orðið til að höggva á hnút- inn í stjórnarmyndunarviðræðun- um. Leiðtogar beggja stóru flokk- anna sóttu borgarbúa heim á föstu- dag til að sannfæra þá um ágæti sitt. KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 61,55 61,85 108,66 109,18 74,22 74,64 9,944 10,002 9,429 9,485 7,952 7,998 0,5427 0,5459 89,18 89,72 GENGI GJALDMIÐLA 30.09.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 104,2646 NORÐURÁL Dönsku starfsmennirnir sem eru á annan tug vinna við stækkun Norðuráls fyrir Ístak. Þeir vinna hjá danskri starfsmannaleigu. HRAFNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR Yfirlög- fræðingur Samtaka atvinnulífsins. SKÚLI THORODDSEN Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.