Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 70
38 2. október 2005 SUNNUDAGUR Bjólfskviða eftirSturlu Gunnars- son fær ekki góða dóma hjá kvik- myndatímaritinu Screen Daily. Kvikmyndarýn- irinn segir greinilegt að engu hafi ver- ið til sparað og bendir meðal annars á að leikarar eins og Stellan Skarsgård og Gerard Butler hafi verið fengnir til verksins. Honum finnst hugmyndin um upp- fært tungumál ekki ganga upp og setur spurningarmerki við landslag- ið. Danmörk sé ekki þekkt fyrir mik- ið fjalllendi en myndin var að stór- um hluta tekin upp hér á landi. Hann hrósar hins vegar Ingvari Sig- urðssyni fyrir leik sinn sem Grendell en leikur hans nái hámarki „þegar Ingvar stendur, öskrandi af reiði og örvæntingu umkrýndur endalausum öræfum“. Gísli Marteinn Baldurs-son gerir „skemmti- legan“ núning ríkisstjórn- arflokkanna að umtals- efni í pistli á heimasíðu sinni. Forsagan er sú að Gísli ætlaði að taka viðtal við Kára Stefáns- son, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á skrif- stofu hans fyrir ekki margt löngu. Forstjórinn nennti hins vegar ekki að sitja þar og bauð sjónvarps- manninum í bíltúr. Kári var víst með nýja diskinn hans Eminems í spilar- anum og þeir keyra heim til hans í Hamragarða, húsið sem Jónas frá Hriflu hafði reist. Sögur segja að Jónas hafi gengið aftur í þessu húsi. Frambjóðandinn á að hafa spurt Kára hvort hann sjálfur hefði orðið þess var. Forstjórinn svaraði af al- kunnri snilld. „Ég veit það ekki, Gísli Marteinn. Ég þekki nefnilega ekki muninn á framsóknarmönnum, lífs eða liðnum.“ Fyrir þetta fær Kári að sjálfsögðu prik frá Gísla sem segir hann vera með snjöllustu mönnum sem við Íslendingar eigum. Leikritið Brim í uppfærslu Vest- urports hlaut fyrstu verðlaun á New Drama Festival-hátíðinni í Moskvu á föstudagskvöld. Hóp- urinn var því miður kominn heim til landsins áður en af- hendingin fór fram. Það var því fulltrúi frá sendiráði Íslands í Rússlandi sem veitti verðlaun- unum viðtöku fyrir hönd hóps- ins. „Þetta er ein öflugasta og umdeildasta leiklistahátíð í Rússland sem haldin er ár hvert,“ segir Jón Atli Jónasson, höfundur verksins. Þeim hafi fundist mikilvægt að fara í þessa ferð og séu því í skýjun- um yfir verðlaununum þó úrslit- in hafi komið hópnum í opna skjöldu. „Það er eiginlega hálf súrrealískt að við skyldum vinna þetta,“ útskýrir hann og segir mörg verk hafa verið sýnd sem hafi alveg eins átt þau skil- ið. „Þetta er okkur mikil hvatn- ing og við ætlum að láta sjá okk- ur þarna aftur,“ segir hann. Jóni Atla hefur nú þegar verið boðið á aðra hátíð í maí og segir gam- an að geta eflt tengsl við þennan menningarheim sem hafi gefið okkur svo margt. Höfundurinn segir að mörg af fremstu leikritaskáldum Rússa hafi verið með verk á há- tíðinni, þar á meðal Presnyakov- bræðurnir sem skrifuðu Terr- orisma, en það verk var sýnt í Borgarleikhúsinu. Einnig hafi Vassili Sigarev verið með verk á hátíðinni, en hann samdi Svarta mjólk sem Þjóðleikhúsið setti upp á síðasta leikári. Að mati Jóns Atla er rússneskt leikhús allt öðruvísi en það sem við Íslendingar eig- um að venjast. Það sé meira með puttann á púlsinum sem sé í ætt við það sem hann vilji gera. „Í ár var meðal annars verið að setja upp verk sem fjallaði um fjöldamorðin í Beslan,“ útskýrir hann og segir ennfremur að áhorfendur láti sína skoðun í ljós. „Reglan er sú að ef áhorf- endum líkar ekki við verkið er staðið upp og púað,“ segir hann og hlær. Það er greinilegt að Jón Atli og hópurinn allur hefur notið þess að vera þarna í háborg leik- listarinnar. „Framlag Rússa til leikhússins er ómetanlegt og í Moskvu er leiklistarsagan á hverju götuhorni,“ segir hann. Þarna hafi þeim því gefist tæki- færi til að hitta jafnaldra sína sem eru þeirrar skoðunar að leikhúsið skipti máli. „Leikrit segja meira en mörg orð um það hvernig við erum.“ ■ VESTURPORT: SIGRAR NEW DRAMA FESTIVAL Verðlaun sem eru ekkert bull HIN HLIÐIN > ÍVAR ÖRN SVERRISSON Hvernig ertu núna? Ég er bara nokkuð góður. Augnlitur? Blár. Starf? Ég er leikari og dansari innan sviga. Stjörnumerki? Vatnsberi. Hjúskaparstaða? Ég á góða konu og yndislegan strák og bý með þeim báðum. Hvaðan ertu? Ég segi alltaf að ég sé úr 104 Reykjavík þar sem Heimarnir og Langsholtsvegurinn eru. Helsta afrek? Að vakna með syni mínum upp úr klukkan 6 í tvö ár. Helstu veikleikar? Að gefast ekki upp. Stundum er bara ágætt að gefast upp. Helstu kostir? Ætli það sé ekki að taka lífinu með jákvæðu hugarfari. Ég hef reynt að temja mér það. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? America’s Next Top Model. Uppáhaldsútvarpsþáttur? Morgunþátturinn Capone. Uppáhaldsmatur? Ég er mjög hrifinn af góðri ítalskri matargerð. Það er góð leið til að ná sér í mikla orku í hádeginu. Uppáhaldsveitingastaður? Í augnablikinu er það McDonald’s. Uppáhaldsborg? Reykjavík. Ég kann best á hana. Áhugamál? Það eru kvikmyndir, körfubolti og fjallahjólreiðar. Viltu vinna milljón? Ég bara spila ekki í svona lottói. Ég vil frekar vinna í lotteríi lífsins. Jeppi eða sportbíll? Það er kominn vetur. Ég þarf eigin- lega jeppa núna til að geta boðið fleirum með í bíltúr. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði að verða Lukku-Láki, ég var alveg með það á hreinu. Hver er fyndnastur/fyndnust? Konan mín er algjör húmoristi. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Konan mín er lang kynþokkafyllst, það er eiginlega þess vegna sem ég er með henni. Trúir þú á drauga? Já, eiginlega. Ég reyni samt að láta það ekki hlaupa með mig í gönur. Næst á dagskrá? Það er að túra um Japan sem dansari ásamt tíu öðrum listamönnum. Vill vinna í lotteríi lífsins ...fær Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti fyrir að kynna skynsamlegt mataræði fyrir Ís- lendingum. HRÓSIÐ FRÉTTIR AF FÓLKI JÓN ATLI Er með ýmislegt á prjónunum og stefnir að því að vera með tvö verk á fjölunum í vetur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A BRIM Leikritið hefur farið sigurför hvar sem það hefur verið sýnt og fékk hæstu einkunn hjá finnskum gagnrýnendum þegar það var sýnt þar í landi. Valdís Gunnarsdóttir Sunnudagsmorgna 9-12 Í þessari viku hefur staðið yfir mik- il trallhátíð sem gengið hefur undir nafninu Reykjavik to Rotterdam, Icelandic Culture Festival. Þar hef- ur íslensk tónlist fengið að hljóma og sýndar kvikmyndir eftir Dag Kára, Friðrik Þór, Þorgeir Guð- mundsson og Hrafn Gunnlaugsson. Kristín Bára, betur þekkt undir nafninu Kira Kira, spilaði á Lanteren Venster ásamt Mugison og Kippa Kaninus. Hún var mjög ánægð með útkomuna. Hún hafði meðal annars tekið í fyrsta skipti lag sem hún og Þráinn Óskarsson sömdu til sonar Mugisons. „Svo fékk ég Mugison og Pétur Ben með mér til að spila Bless martröð, en ég kenndi þeim það baksviðs,“ segir hún, en þess má geta að uppselt var á alla tónleika. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi hátíð er haldin en svo vel tókst til að nú stendur til að halda hana annað hvert ár. Kristín segir að margir Ís- lendingar hafi lagt leið sína til Rott- erdam ásamt fjölda fólks sem hafi drifið að úr nærliggjandi sveitum. „Það var mikið af löndum okkar þarna og það getur verið mjög hjartastyrkjandi að vita af banda- mönnum sínum út í sal,“ útskýrir hún og segir það geta reynst sigur- sælt á raunastundu að berskjalda sig. „Við Mugison eigum það sam- eiginlegt. Ég með mínum róman- tísku slysasögum og hann með sín- um kúkasögum,“ segir hún og hlær. Framundan hjá Kristínu Björgu eru tónleikar á Airwaves og þá er stutt í útgáfu nýrrar plötu frá henni hjá Smekkleysu. ■ MUGISON OG KIRA KIRA Héldu saman tónleika í Rotterdam á mikilli hátíð sem haldin var þar í borg en aðrir sem komu fram voru meðal annars glysdrengirnir í Trabant og Jó- hann Jóhannsson ásamt Eþós kvartettinum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M AG N Ú S H EL G AS O N Segir rómantískar slysasögur 07.02.1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.