Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 21
atvinna@frettabladid.is Vakin er athygli á því að auglýs- ing um styrki til atvinnumála kvenna verður fyrr á ferðinni á næsta ári en venja er til. Styrkir til atvinnumála kvenna eru veittir af félagsmálaráðherra einu sinni á ári og verður næsta úthlutun auglýst í febrúar 2006. Frekari upplýsingar um styrkinn er að finna hér á heimasíðu Vinnu- málastofnunar undir liðnum At- vinnumál kvenna. Ársfundur Starfsgreinasam- bandsins verður settur í Ketilhús- inu á Akureyri, fimmtudaginn 6. október næstkomandi. Þema fundarins að þessu sinni eru mannréttindi og staða verkalýðs- hreyfingarinnar í alþjóðavæðingu atvinnulífsins. Ýmsar hliðar al- þjóðavæðingar verða teknar fyrir þar sem vegið er að lágmarks- réttindum launafólks og innlendir og erlendir atvinnurekendur stunda undirboð á vinnumarkaði. Starfsmenntaverðlaunin fyrir árið 2005 verða veitt þann 3. nóvember næstkomandi. Verð- launin verða veitt í þremur flokk- um: flokki fyrirtækja, flokki fræðsluaðila og í opnum flokki sem nær meðal annars til ein- staklinga og verkefna. Tilnefning- ar sendist Mennt fyrir 28. október á þar til gerðum eyðublöðum. Nánari upplýs- ingar eru á vef Menntar. Sigurður Axel Sveinsson kýs að vinna með timbur. LIGGUR Í LOFTINU [ ATVINNA ] MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? Fólk vill ekki vinna vaktavinnu BLS. 2 Heimilislegt andrúmsloft í Tæknihorninu BLS. 6 Góðan dag! Í dag er sunnudagur 2. október, 275. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 7.39 13.17 18.53 AKUREYRI 7.26 13.02 18.36 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag STÖRF Í BOÐI 1. Viðskiptafulltrúi 2. Afgreiðslufólk 3. Tæknifræðingar 4. Kirkjuvörður 5. Kennarar 6. Rafmagnsiðnfræðingur 7. Þjónustufulltrúi 8. Verkfræðingar 9. Matreiðslumaður 10. Verkamenn 11. Sölufulltrúar 12. Forritarar 13. Öryggisvörður 14. Viðskiptastjóri 15. Þjónustustjóri 16. Rafmagnstæknifr. 17. Úthringingar 18. Bílstjóri 19. Verkefnistjóri 20. Vaktstjóri 21. Viðskiptafulltríu 22. Ráðgjafi 23. Lagermaður 24. Þúsundþjalasmiður 25. Birgðarbókhald ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is STUÐNINGSFJÖLSKYLDUR Auglýst er eftir traustu og jákvæðu fólki sem er tilbúið að verja hluta af tíma sínum í samskipti við börn og unglinga. Leitað er eftir einstaklingum eða fjölskyldum til að gerast stuðningsfjölskylda fyrir börn í 2 til 5 sólarhringa í mán- uði. Hlutverk stuðningsfjölskyldu hjá Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra í Reykjavík er að taka fatlað barn í umsjá sína í þeim tilgangi að veita því tilbreytingu og létta álagi af fjölskyldu þess. Hér er um að ræða mjög gefandi og skemmtilegt starf. Hringið í Lone Jensen sviðsstjóra í síma 533-1388 eða hafið samband í tölvupósti lone.jensen@ssr.is og fáið nánari upplýsingar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni og á netinu www.ssr.is Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfs- manna. Umsóknir sendist Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Síðumúla 39, 108 Reykjavík fyrir 14. október n.k. Á SSR er unnið í samræmi við jafnréttisáætlun FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Sigurður Axel Sveinsson hefur unnið sem smiður í næstum tvö ár. Hann vinnur hjá litlu fyrirtæki og tekur við nýjum verkefnum á hverjum degi, sem hann segir vera fjölbreytt og skemmtileg. „Ég smíða bara,“ segir Sigurður eða Siggi eins og hann kýs að kalla sig, er hann er spurður um hvað hann geri í vinnunni. Hann segir starfið fjölbreytt og verkefnin margvísleg. „Ég vinn bæði inni og úti, í viðbyggingum og við viðhald,“ segir Siggi. Hann vinnur hjá 20 manna fyrirtæki og er sendur í ólík verkefni. Stundum veit hann ekki fyrr en að morgni hvað dagurinn býður upp á. „Eins og núna þá er ég að aðstoða við að smíða fréttastúdíó. Arkitektarnir eru þrír sem stýra verkinu og ég geri bara það sem þeir segja,“ segir Siggi og bætir við sallarólegur: „Það kemur fyrir að ég þurfi að rífa niður það sem ég var látinn gera daginn áður.“ Áður vann Siggi hjá fyrirtæki sem sérhæfði sig í að gera upp gömul hús. „Ég vil eingöngu vera í timburvinnu, en það er mikið um það í smíðinni að menn séu í mótauppslætti, með skiptilykla og olíukönnur og komi ekkert ná- lægt timbri,“ segir Siggi. Hann vinnur frá 8 til 5 á daginn og segir það vera nóg, þó að hann gæti vel unnið meira þar sem eftirspurn eftir smiðum er mikil. „Utan vinnu er ég að gera upp gamalt hús sem ég á í Hafnarfirðinum,“ segir Siggi, og þó það sé nokkuð augljóst að hann nýtur vinnu sinnar segist hann hafa orð- ið smiður af því að þeir séu hæstlaunuðustu iðnaðarmennirnir og svo skellir hann upp úr. „Ég hef mjög gaman af þessu starfi og það er nóg að gera. Reyndar var ég lengi vel í blikksmíðinni, en ég finn að þetta á betur við mig, ég gæti til dæmis aldrei setið inni á skrif- stofu tímunum saman,“ segir Siggi. kristineva@frettabladid.is Hamarinn og svuntan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.