Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Ískaldur Léttur öllari ROYAL Nýr konunglegur! Umfer›ar- ökuflórinn VERNHARÐS ÞORLEIFSSONAR BAKÞANKAR Ég bý í Grafarholti og þarf því að akasmáspotta þegar ég fer í bæjarleið- angur. Ég er uppalinn á Akureyri og lærði að keyra þar. Þegar ég flutti til Reykjavíkur þurfti ég að læra að keyra hér. Í ljósi þess að ég keppti í íþróttum lengi vel leit ég á þetta sem hverja aðra áskorun. Hérna voru einfaldlega fleiri til að keppa við. Við karlmenn erum miklum mun verri en konur hvað þetta varðar. ÉG HELD að peningar og umferð séu það tvennt sem breytir fólki hvað mest. Sallarólegir skrifstofumenn setjast upp í bílinn sinn að loknum löngum vinnu- degi, en í stað þess að stilla á Létt 96,7 og reyna að raula með í viðlaginu breyt- ast þeir í Michael Schumacher með fyr- irtíðaspennu. Ég skil þetta að mörgu leyti. Ég hef nefnilega farið í naflaskoð- un og fundið rót vandans. Þetta liggur í genunum. Við karlmenn erum nefnilega flestir að upplagi með þörf fyrir að vinna aðra í einhverju. Margar konur eru það að sjálfsögðu líka en þetta er meira áberandi með karlmenn. Og ef atvinna karlmannsins er þess eðlis að hann fær ekki útrás fyrir þessa þörf þá er heimferðin einn af seinustu sénsun- um sem hann fær þann tiltekna dag til að vinna einhvern í einhverju. UM HELGAR er það fótboltinn. Ef maðurinn spilar ekki knattspyrnu sjálf- ur þá á hann sér uppáhaldslið. Og takið nú eftir, liðið kallar hann „okkur“. Það voru ekki bara knattspyrnumennirnir sem fá milljónir fyrir að spila leikinn sem unnu heldur vorum það „við“ sem unnum leikinn. Ef „við“ töpuðum leikn- um tekur maðurinn út tímabil sem ein- kennist af gremju og pirringi sem er auðvitað afleiðing ófullnægðrar þarfar mannsins til að vinna einhvern í ein- hverju. EN HVAÐ er til ráða? Hvernig getum við náð taumhaldi á umferðinni aftur, já, og gert helgarnar að gæðatíma fjöl- skyldunnar án tilits til þess hvernig leikurinn hjá „okkur“ fór? Mín hug- mynd er sú að þið konur nýtið ykkur þessar innherjaupplýsingar okkur öll- um í hag. Hvernig væri til dæmis að taka eina netta skák yfir morgunmatn- um og leyfa karlinum að vinna. Olsen- olsen gæti jafnvel virkað líka ef karlinn er mjög lélegur í skák. Þarna er upplagt tækifæri til að senda karlmanninn í vinnuna í sigurvímu sem vonandi endist langt fram á kvöld og gerir heimferð okkar allra öruggari fyrir vikið. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.