Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 10
Nýr framkvæmdastjóri mun taka við Efnahags- og framfarastofnun- inni, OECD, næsta vor. Meðal fram- bjóðenda í starfið er Dr. Sawako Takeuchi frá Japan. Þessa dagana ferðast hún um heiminn og kynnir framboð sitt. Takeuchi er fyrrum ráðgjafi for- sætisráðherra Japans í efnahags- málum og hefur víðtæka reynslu af stefnumörkun efnahagsmála, rann- sóknum og háskólakennslu, auk reynslu af stjórnun í einkageiran- um. Framundan eru spennandi tímar í efnahagsmálum heimsins. Al- þjóðavæðing viðskipta kallar á að ríki heimsins haldi vel á spöðunum í efnahagsmálum til að nýta þau tækifæri sem ný öld skapar. „OECD er ekki bara samfélag ríkra þjóða heldur mikilvæg stofnun til þess að koma á nauðsynlegum endurbótum um allan heim.“ Konur taka fullan þátt Takeuchi er með doktorsgráðu í hagfræði og verkfræði og segir þekkingu sína og reynslu geta nýst stofnuninni vel. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að á tímum þar sem ögrandi verkefni blasa við þurfi stofnunin sterkan stjórnanda sem horft geti á samfélag þjóðanna sem heild og fylgt eftir nauðsynleg- um endurbótum í efnahagskerfinu. Takeuchi segir að fyrir 21. öldina skipti menntun og mannauður afar miklu. „Áherslur í fjárfestingu eru fyrst á framleiðslu, síðan á tækni og síðan kemur áhersla á mannauð og menntun. Eins og í annarri fjárfest- ingu skiptir miklu að fjárfestingin í mannauðnum sé vel ígrunduð og út- færð.“ Í heimi viðskipta og efnahags- mála eru karlar mjög áberandi. Takeuchi segir miklu skipta að sjón- armið kvenna séu inni í efnahags- umræðunni. „Konur taka fullan þátt í efnahagskerfi heimsins. Þær eru mikilvægar sem neytendur og í framleiðslunni. Það er mikilvægt að kraftur þeirra og þekking sé nýtt. Þetta er sameiginlegt verkefni allra. Það er mikilvægt að nýta þekkingu allra. Ég tel þó ekki að það sé neinn grundvallarmunur á nálgun kynjanna, heldur sé staðan afleiðing hefða og menningar.“ Hagkvæmni samfélagsþjónustu Staða efnahagsmála heimsins er afar misjöfn meðal þjóða og vanda- málin sem efnahagslíf þeirra stend- ur frammi fyrir afar misjöfn. Vest- ræn ríki glíma nú við hækkandi meðalaldur og fyrirsjáanlegan kostnaðarauka í félags- og heil- brigðismálum. „Ég tel afar mikil- vægt verkefni fyrir þróuð ríki að fara í saumana á samfélagsþjónust- unni og gera hana hagkvæmari til að mæta fyrirsjáanlegu álagi vegna þess að þessar þjóðir eldast hratt.“ Á sama tíma og hætta er á stöðn- un hjá ríkari þjóðum heimsins eru önnur að glíma við að lyfta sér upp úr sárri fátækt. „Eitt mikilvægasta verkefni OECD er að skapa sameig- inlegan grundvöll milli þóaðra ríkja og þróunarlanda. Þróunarlöndin þurfa á skilningi okkar að halda. Þau þurfa stuðning við að setja sér markmið og við að ná þeim. Án leið- beiningar er hætta á að við stöndum frammi fyrir mörgum alvarlegum vandamálum; vandamálum í um- hverfismálum, orkunotkun og fleiri þáttum. Vandamálin eru ekki bund- in við einstakar þjóðir. Þetta eru al- þjóðleg vandamál sem við þurfum að takast á við.“ Fjárhagsaðstoð ekki nóg Takeuchi segir það sér til tekna í framboðinu að hún þekki vel til þjóða Asíu sem eru mislangt komn- ar í efnahagsþróuninni. Skilningur á mismunandi glímu þjóða sé mikil- vægur fyrir þann sem leiða eigi starf OECD. „Það er mikilvægt að beina þjóðum sem liggja aftarlega á rétta braut. En það er hins vegar ekki nóg að rétta þeim peninga. Mikilvægast er að skapa kerfi sem virka og fylgja eftir endurskipu- lagningu efnahagslífsins. Þeir sem bara fá fjármuni koma bara aftur að ári og biðja um meira.“ Alþjóðavæðingin er í fullum gangi og gagnrýni á hana er einkum af tvennum toga. Annars vegar að ríkari þjóðir ryðjist inn í þróunar- lönd og nýti náttúruauðlindir þeirra og hins vegar að störf hverfi hratt frá ríkari þjóðum til þeirra fátæk- ari. „Við þurfum að þroska gildis- mat fyrirtækja til þess að skapa jafnvægi milli neytenda, fjármála- kerfis og hagnaðar fyrirtækja. Fyr- irtæki sem hugsar eingöngu um að hámarka hagnað sinn, án þess að taka tillit til annarra þátta hugsar ekki langt. Það er mikilvægt fyrir OECD að beita sér fyrir því að fyr- irtæki standi sig vel og sýni ábyrgð og að tryggja stöðugleika á mörkuð- um heimsins.“ Veröldin breytist hratt og ein- staka þjóðir hafa færst hratt frá fátækt til bjargálna. Takeuchi seg- ir góða möguleika fyrir lönd heimsins að ná meiri lífsgæðum. „Tækninni og þekkingunni fleygir fram. Það er góður möguleiki á því ef menn vinna saman að við náum að sigrast á mörgum vandamálum og hættum sem að okkur steðja. Í Japan hafa stærstu tækni- og þekkingarfyrirtækin unnið saman að lausn stærri vandamála. Sam- keppnin við Kóreu og fleiri hefur ýtt slíku samstarfi úr vör. Ég held að við eigum eftir að sjá meiri samvinnu milli fyrirtækja til að takast á við stærri mál og nýta þannig betur þá þekkingu sem býr í hverju þeirra fyrir sig. OECD á að ýta undir heilbrigða samkeppni og um leið hvetja til þess að þekk- ing og fjárfesting nýtist sem best fyrir hagsæld heimsins.“ ■ N ám sl ín a Ákvarðanataka til árangurs 6. okt. kl. 9.00 - 15.00 Forysta til framfara 21. okt. kl. 9.00 - 13.00 Liðsheildin - TMS (Team Man. Systems) 4. nóv. kl. 9.00 - 13.00 Að laða fram það besta í öðrum 24. og 25. nóv. kl. 9.00 - 13.00 Forysta og skilvirk samskipti 15. og 16. des. kl. 9.00 - 13.00 Persónuleg færni 12. og 13. jan. kl. 9.00 - 13.00 Dags. Tími Nánari upplýsingar veitir: Nanna Ósk Jónsdóttir Verkefnastjóri Sími: 599 6424 GSM: 825 6424 Ofanleiti 2, 3. hæð 103 Reykjavík Sími: 599 6200 Fax: 599 6201 www.stjornendaskoli.is Skráning er hafin! Hægt er að skrá sig í einstaka hluta námslínu á vef Stjórnendaskólans. Allar upplýsingar eru á www.stjornendaskoli.is LEIÐTOGAAKADEMÍA STJÓRNENDASKÓLA HR F A B R IK A N ”Góður árangur er háður réttum ákvörðunum og er ein áhrifamesta aðgerð leiðtogans. Ákvarðanataka byggir ekki eingöngu á tækni, aðferðum og hugmyndum, heldur samblandi af skilningi, reynslu og yfirsýn.” Fyrir alla stjórnendur sem vilja rækta með sér leiðtogahæfileika, efla færni í ákvarðanatöku og leiða starfsfólk til framúrskarandi árangurs. Leiðbeinendur: Lilja D. Halldórsdóttir Þórhallur Gunnarsson Guðrún Högnadóttir Aðalsteinn Leifsson Andri Haraldsson Þröstur O. Sigurjónsson 3. september 2005 MÁNUDAGUR vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is Ögrandi verkefni OECD Dr. Sawako Takeuchi er frambjóðandi í starf fram- kvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Nýr framkvæmdastjóri tekur við í vor og Hafliði Helgason hitti Takeuchi þegar hún gerði stutt- an stans á Íslandi á ferð sinni um heiminn við kynn- ingu á framboðinu. DR. SAWAKO TAKEUCHI Hún er fyrrverandi efnahagsráðgjafi forsætisráðherra Japans og býður sig nú fram til forystu hjá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Framundan eru ögrandi og spennandi tímar í efnahagskerfi heimsins þar sem tekist er á við hærri meðalald- ur ríkari þjóða og leit að farsælum leiðum fyrir vöxt lífsgæða í þeim fátækari. Stefnumót við Microsoft Hver einasti tölvunotandi í heim- inum notar einhvern hugbúnað frá Microsoft. Fyrirtækið náði yfirburðastöðu með því að hleypa sem flestum notendum að hug- búnaði sínum í upphafi tölvubylt- ingarinnar. Það varð svo til þess að starfs- menn fyrirtækja þekktu hugbún- aðinn vel þegar fyrirtækin hug- uðu að kaupum á hugbúnaði. Microsoft hefur yfirburði þegar kemur að hugbúnaði smærri fyr- irtækja, en oftar en ekki leynast í hugbúnaðinum ónýtt tækifæri sem nýtast fyrirtækjunum, en menn kunna ekki á. Microsoft heldur því árlega fundi víða um heim undir yfir- skriftinni „Hittu Microsoft,“ þar sem notendum gefst tækifæri til þess að læra nýja hluti um forrit- in og spyrja spurninga. Slík ráðstefna verður haldin á vegum Microsoft á Íslandi á þriðjudag og miðvikudag. Þessar ráðstefnur hafa notið mikils áhuga og í fyrra varð allt yfir- fullt. Fyrri daginn verður lögð áhersla á þarfir smærri fyrir- tækja, en þann seinni verður sjónum beint að þeim stærri. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.