Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 18
„Já, skartgripunum hefur verið tekið fagnandi og ritstjórar Hello, InStyle, Vogue, Harper’s Baazar og fleiri lífsstílstímarita verið ósparir á umfjöllun og myndir af skartinu sem bæði háir og lágir hafa fengið sér í miklum mæli,“ segir Hendrikka, en vart má opna helstu tískublöð heims án þess að taka eftir nýjasta æðinu hjá stór- stjörnum veraldar, nefnilega ómótstæðilegum eðalsteinum Hendrikku, umluktum silfri og gulli, og nú demantsskreyttum djásnum. „Hugmyndin birtist mér þegar ég uppgötvaði tómarúm í skart- gripabúðum. Ég hef alltaf verið glysgjörn og fundist fallegur skartgripur við látlausan fatnað segja mest og vera ákveðin yfir- lýsing. Hins vegar vantaði í versl- anir glamúrlega skartgripi sem virtust ekta í gegn og voru á við- ráðanlegu verði, svo ég tók ákvörðun um að fylla það tóma- rúm sjálf,“ segir Hendrikka sem hefur meistaragráðu í viðskiptum frá bandarískum háskóla og tefldi fram fullburða fimmtíu hluta skartgripalínu í yfir 70 verslanir á Bretlandseyjum nú í haust, meðal annars í tíu verslanir Goldsmith- keðjunnar og Selfrigdes. „Ég hef verið heilluð af við- skiptum og um leið hef ég alltaf verið mikil áhugamanneskja um listir og fegurð. Frá unga aldri hef ég safnað málverkum og nem nú listasögu við háskólann í Oxford. Ég hafði engin önnur plön en að starfa í viðskiptalífinu þegar hug- myndin fæddist, en finnst gaman að blanda listum við viðskipti og gera þau mýkri,“ segir Hendrikka sem frá upphafi hafði mikla trú á skartgripadraumnum, þótt hún viðurkenni að sér komi á óvart hversu vel og hratt gengur. „Ég vissi að hugmyndin var viðskiptalega skotheld og hafði fulla trú á henni enda slíkt for- senda alls framhalds. Ég byrjaði því að hanna skartgripina og teikna þá alla sjálf, og svo vel ég í þá efnin og kem til framleiðenda,“ segir Hendrikka brött eftir aðeins eins árs vinnu og mikla sigra inn- an tískuheimsins, en nú þegar hef- ur hún sett á markað mun dýrari skartgripalínu sem hún kallar Baron og er seld í verslunum Harrods og Selfridges í London. „Hugmyndir að útliti skart- gripanna koma til mín úr myndum sem greipst hafa í huga mér á ferðum mínum um heiminn og frá ýmsum skeiðum í lífi mínu,“ segir Hendrikka sem búið hefur meðal annars í Bandaríkjunum, Japan og Rússlandi. „Baron-línan kom þannig til að ég erfði karöflu frá foreldrum mínum sem lengi hafði fylgt ætt- inni en var upphaflega í eigu bar- ónsins sem Barónsstígur er kenndur við. Í handfangi karöfl- unnar er munstur sem hafði lengi lifað með mér og ég valdi sem hluta af hönnun Baron-línunnar. Í hana nota ég einungis 27 til 49 karata eðalsteina, demanta og gegnheilt gull og hvítagull,“ segir Hendrikka stolt af verki sínu. „Auðvitað er ég stolt. Þetta hefur verið gífurleg vinna en þó mjög skemmtileg og vissulega óraunverulegt að vera með full- búna skartgripina í höndunum eftir að hafa fengið hugmyndina, fullunnið hana og sjá hana svo falla vel í kramið. Ég á mér draum um að Ísland komist á kortið fyrir skartgripahönnun á stórum skala og tengi hönnunina íslenskri nátt- úru þótt hún hafi yfir sér alþjóð- legan blæ. Ég nota til dæmis litina í Esjunni og jökla í íslenskri nátt- úru, en líka japönsk áhrif og rússnesk, og er nýjasta línan mín byggð á rússneskum hughrifum,“ segir Hendrikka og á við dýrindis skartgripi sem vísa í rétttrúnað- arkrossinn og kirkjuturna Rauða torgsins í Moskvu. „Það er misjafnt hve lengi mig tekur að hanna hvern grip en oft- ast er ég með þetta fullburða í kollinum og teikna upp án mikill- ar fyrirhafnar. Ég hef ótæmandi hugmyndir í höfðinu og er óhrædd við að framkvæma þær. Hef mikla trú á þessari viðskipta- hugmynd og úti hef ég haft vissan meðbyr. Ég mundi aldrei hanna skartgripina eins og ég geri ef mér sjálfri líkaði þeir ekki, en hanna þó ekki eingöngu með sjálfa mig í huga, heldur margvís- legan fjöldann og er því með svo stórar skartgripalínur í boði,“ segir Hendrikka sem býr í Lund- únum ásamt fjölskyldu sinni og líkar vel. „Maður verður að búa á mark- aðssvæðinu til að ná í gegn og eins að vera með stóra línu, því með einum grip fer maður ekki langt, en ég hygg á frekari landvinninga í Evrópu í framtíðinni,“ segir Hendrikka sem álítur skartgripi vera fyrir allt kvenfólk. „Skartgripir eru bæði fallegir og kvenlegir, en íslenskar konur kjósa vanalega látlausa og lítt áberandi skartgripi miðað við konur í útlöndum. Ég kýs að hafa úrval og finnst litir og glamúr fal- legur, en maður á umfram allt að njóta þess að vera kona og skreyta sig, jafnvel þótt það kosti aðeins meiri íburð og liti sem ögra.“ Ódýrari skartgripalína Hendr- ikku sem er úr silfri og sirkón- steinum ber nafnið H&W og fæst í Leonard, á Hótel Nordica og Hótel Loftleiðum. 18 2. október 2005 SUNNUDAGUR „Demantar eru enn bestu vinir konunnar og engin gjöf eftirsóknarver›ari, ef undanskilin er ást og hl‡ja,“ segir skartgripahönnu›urinn Hendrikka Waage, sem nú leggur tískuheiminn a› fótum sér me› einstökum, litríkum og ægifögrum skartgripum. fiórdís Lilja Gunnarsdóttir missti augun yfir milljóna- demöntum og skínandi gulli Hendrikku. Íslenskir dem- antar í Harrods HENDRIKKA WAAGE, SKARTGRIPAHÖNNUÐUR WAAGE JEWELLERY LTD Í BRET- LANDI BARON Dýrari lína Hendrikku skreytt gegnheilu gulli og eðalsteinum og seld í Harrods og Selfridges í Lundúnum. H&W Litríkir skartgripir sem nú eru að slá í gegn í tískuheiminum, enda glæsilegir og á verði sem flestir ráða við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.