Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 53
SUNNUDAGUR 2. október 2005 21                                                !            "  #                                           " #  " $  %#&  '  ( )*' ) + # ,  $%&'()*+,"-*+%)./0% )12$+*3-4'%-%05667 Ef maður heitir því hversdags- lega nafni John er ekki verra að hafa orðið Legend sem eftirnafn. Hvort Jón verði svo goðsögn á eft- ir að koma í ljós. Það sem við vit- um nú þegar er að viðfangsefnið heitir réttu nafni John Stephens og er fæddur og uppalinn í Springfield, Ohio, eins og Simp- son-fjölskyldan. Þegar hann var aðeins 18 ára spilaði hann á píanó inn á sólóplötu Lauryn Hill. Hann hefur góða rödd og virðist vera góður lagahöfundur. Að minnsta kosti hafa Alicia Keys, Janet Jackson og Kanye West öll leitað í lagabanka hans. West var svo hrifinn af stráksa að hann bauð honum plötusamning hjá splúnku- nýju útgáfufyrirtæki sínu sem heitir Getting Out Our Dreams, eða Good. Þessi frumraun Jóns er líka virkilega smekkleg. Sálarfullt R’n’B með sterkum gospeláhrif- um, enda er Jón fyrrum kórdreng- ur. Þetta hljómar merkilega líkt tónlist Aliciu Keys, nema hvað að það er karlkyns söngvari. Jón rappar ekki en fær nokkra vini sína í heimsókn, eins og Snoop Dogg og yfirmann sinn Kanye West. Það hljómar eins og kórdreng- urinn okkar sé að reyna finna leið sína aftur að Guði því textarnir fjalla margir um iðrun. Hljómar eins og hann sé kominn með nóg af kvennastússinu, eins og hann segir reyndar sjálfur í laginu I Can Change, og sé að reyna að þroskast. Annað lag fjallar svo um hvernig hann talar stelpu upp í rúm til sín, beint fyrir framan nefið á kærasta hennar. Stærsti slagari plötunnar hing- að til hefur verið píanóballaðan Ordinary People, sem mér finnst merkilega skyld Stevie Wonder- slagaranum My Cherie Amor. Þó svo að laglínan sé ólík minnir pí- anóspilið mig alltaf á það lag. Það er hægt að segja að Jón Goðsögn fái hérna óskabyrjun. Platan er ekkert meistarastykki, en nægilega góð til þess að tónlist- arunnendur taki hann alvarlega og ekki bara eins og söngfugli sem stoppar stutt áður en hann flýgur út í buskann. Ég efa ekki að við eigum eftir að heyra meira frá þessum kauða, það er að segja ef við missum hann ekki í kóræfing- ar eða aðrar hallelúja-æfingar. Birgir Örn Steinarsson Sálin hans Jóns míns JOHN LEGEND: GET LIFTED NIÐURSTAÐA: John Legend er enn nokkuð langt frá því að vera goðsögn, en frumraun hans er ekki svo slæm. Óskabyrjun fyrir sálar- fullan ungan mann. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Þegar maður sendir tölvupóst fer af stað löng atburðarás sem lýkur yfirleitt nokkrum sekúndum síðar er pósturinn lendir á áfangastað. Þegar ég verð búinn að skrifa þessar lín- ur, ýti ég á „Send“ takkann á póstforrit- inu mínu og þá byrjar póstforritið á því að forma skjalið sem verður hið eigin- lega skeyti. Það gerist samkvæmt Inter- net-stöðlunum RFC2822 og RFC2045. Haus og meginmál Skeyti er í tveimur hlutum, haus (header) og meginmál (body). Haus er samansettur af mörgum höfuðlínum, sem allar eru á sniðinu „Merki: gildi“. Sum merki eru nauðsynleg í haus svo skeyti teljist gilt til sendingar, en þau eru From, To, Date og Message-ID. Ef ein- hver hluti haussins er með öðrum stöf- um en í US-ASCII stafasettinu eins og til dæmis séríslenskir stafir, eru þeir kóðað- ir á sérstakan hátt. Meginmál skeytis getur verið í mörgum sjálfstæðum ein- ingum sem nefnast viðhengi. Póstforritið flettir upp á skilgreindum SMTP-netþjóni í stilliskrám sínum, spyr stýrikerfið hver IP-tala þess netþjóns sé, tengist síðan þeirri IP-tölu og hefur sam- skipti samkvæmt SMTP samskiptaregl- unni, RFC2821. Póstforritið kynnir sig gagnvart þjónin- um með skipuninni HELO og tilkynnir síðan sendingu skeytis með skipuninni DATA. Síðan kemur sjálft skeytið: Message-ID: Date: Wed, 28 Sep 2005 23:06:27 +0000 From: =?ISO-8859- 1?Q?El=EDas_Halld=F3r_=C1g=FAsts- son?= MIME-Version: 1.0 To: Subject: =?ISO-8859-1?Q?Hvernig_verk- ar_t=F6lvup=F3stur?= Content-Type: text/plain; charset=ISO- 8859-1; format=flowed Content-Transfer-Encoding: 8bit Hvernig verkar tölvupóstur? Þegar maður sendir tölvupóst fer af stað löng atburðarás sem lýkur yfirleitt nokkrum sekúndum síðar er pósturinn lendir á áfangastað. ... ... og svo framvegis. Línur í haus sem innihalda íslenska stafi eru kóðaðar eins og nefnt var áðan. Þegar skeytið er allt komið yfir sendir póstforritið einn punkt sér á línu og póstþjónninn svarar með skilaboðum sem hefjast á þriggja stafa kóða sem segir til um örlög sendingarinnar, ef fyrsti stafurinn er 2 var tekið við póstin- um, ef fyrsti stafurinn var 4 hefur póst- þjónn lent í tímabundnum erfiðleikum og verður að taka við póstinum síðar, en ef fyrsti stafurinn er 5 þýðir það að það verður ekki tekið við þessum pósti. Pósturinn kominn í pósthólf netþjónust- unnar Póstþjónninn hefur nú tekið við skeyt- inu, en þarf þá að ákveða hvað gera skuli við það. Ef lénsheitið sem er vinstra megin í póstfanginu er ekki eitt af þeim lénsheitum sem þessi póst- þjónn sér um, spyr hann stýrikerfið hvaða póstþjónn á netinu sér um að þjóna þessu léni. Póstþjónninn sem tók við skeytinu sendir það þá með sama hætti til þess póstþjóns. Hver póstþjónn sem tekur við skeyti bætir líka einni línu efst í haus þess með merkinu „Received“ og geymir það upplýsingar um hvaða póstþjónn tók við skeytinu frá hverjum. Þegar póstþjónninn sem er ábyrgur fyrir léni viðtakanda fær póstinn reynir hann að skrifa hann í pósthólf notanda. Póst- hólfið sjálft getur verið af ýmsum gerð- um, til dæmis flöt textaskrá eða færslur í venslagagnagrunni. Algengast er þó að það sé eins og mappa með einni skrá fyrir hvert skeyti og möguleika á undir- möppum. Nú er hlutverki samskiptareglunnar SMTP lokið, pósturinn er kominn á áfangastað, í pósthólf viðtakanda hjá netþjónustunni.Þegar póstþjónninn sem er ábyrgur fyrir léni viðtakanda fær póst- inn reynir hann að skrifa hann í pósthólf notanda. Pósthólfið sjálft getur verið af ýmsum gerðum, til dæmis flöt textaskrá eða færslur í venslagagnagrunni. Al- gengast er þó að það sé eins og mappa með einni skrá fyrir hvert skeyti og möguleika á undirmöppum. Viðtakandi sækir póstinn Nú þarf viðtakandinn að sækja póstinn sinn. Til eru ýmsar leiðir til að gera það og kunna flest póstforrit á nokkrar. Helstu samskiptareglur sem eru notaðar heita POP3 og IMAP. Einnig eru til lítt skjalaðar reglur sem til dæmis Exchange og Lotus Notes nota gagnvart biðlurum sínum. Einnig eru til ýmis vefviðmót sem veita nokkurs konar eftirlíkingu af póstforriti. Flest póstforrit eru þannig hönnuð að einfaldast er að setja upp POP3 teng- ingu við pósthólf. Ef viðtakandi með POP3 tengingu við pósthólfið sitt, smell- ir á „Sækja póst“ þá hefst samtal á milli póstforrits viðtakandans og POP3 póst- þjóns sem endar með því að viðtakand- inn fær allt skeytið sent til sín. Póstforrit- ið les síðan skeytið og birtir það snyrti- lega í fallegum glugga ásamt því að vista það á disk viðtakanda. Tveggja sekúndna ferli Allt þetta ferli, frá því póstur er sendur og þar til viðtakandi sér hann í póst- forriti sínu, getur tekið innan við tvær sekúndur. Oftast tekur það örlítið lengur, stundum er póstflæðið það mikið að biðraðir stækka og sumir póstþjónar skanna allan póst sem fer í gegn eftir veirum og ruslauglýsingum. Slíkt getur tekið tíma, en verður þó sjaldan meira en örfáar sekúndur fyrir hvern meðal- póst. Það skal tekið fram að til að einfalda myndina var ekkert var minnst á dulkóðun, en dulkóðun er æskileg á öll- um stigum þessa ferlis. Ég verð þó að játa hér í lokin að þetta var ekki fyrsta svarið sem kom upp í hugann þegar ég heyrði spurninguna. Fyrstu viðbrögð mín voru að svara svona: Ágætlega, takk fyrir. Ítarlegri útgáfa af þessu svari verður birt á vefnum. Elías Halldór Ágústsson, Unix kerfisstjóri hjá Reiknistofnun HÍ. Fylgiklausa: Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við að undanförnu eru: Hvað þýðir svaka í svakalega, af hverju stafar geðklofi og er jafnvægis- skynið sjötta skilningarvitið? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.vis- indavefur.hi.is. visindavefur.hi.is Hvernig verkar tölvupóstur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.