Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 6
6 2. október 2005 SUNNUDAGUR Miklar breytingar fyrirhugaðar á miðbæ Selfoss: Tveir turnar munu rísa í mi›bænum SELFOSS Miklar breytingar eru fyr- irhugaðar á miðbæ Selfoss. Hug- myndin er að í miðbænum verði fjölskyldugarður með fjölbreyttri þjónustu og ýmsum afþreyingar- möguleikum. Meðal annars er áætlað að tveir turnar, með alls 120 íbúðum, veitingastaðir, íþróttavöllur, samkomusvæði, leikvöllur, göngugata og torg verði í miðbænum. Einar Njálsson, bæjarstjóri Ár- borgar, kynnti breytingarnar á Hótel Selfossi í gær. Hann segir að fundurinn hafi verið fjölmenn- ur og fólk hafi almennt verið mjög jákvætt. „Fulltrúar sveitarfélagsins hafa fengið tækifæri til þess að fylgjast með vinnunni við hönnun miðbæjarins. Við höfum fengið að koma með tillögur og koma sjón- armiðum íbúa á framfæri. Það hefur verið tekið fullt tillit til þeirra og okkur sýnast þessar hugmyndir vera mjög spenn- andi,“ segir Einar. Það er danska arkitektastofan 3xN sem sér um hönnun svæðis- ins og er það von heimamanna að breytingarnar muni auka lífsgæði íbúa Árborgar. -eö Yfirvöld á hættulegri braut Fræ›imenn eru sammála um a› mjög ríkar ástæ›ur ver›i a› búa a› baki lögbanni á birtingu uppl‡singa sem fjölmi›lar búa yfir. Lektor vi› Háskólann á Akureyri segir yfirvöld á hættulegri braut í málinu. LÖGBANN „Það að setja lögbann á frekari birtingu efnis fjölmiðla fer ekki gegn tjáningarfrelsi þeirra samkvæmt túlkun Mannréttinda- dómstóls Evrópu en að baki slíkrar íhlutunar í störf blaðamanna þurfa að liggja veigamiklar ástæður,“ segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, lagaprófessor við Viðskiptaháskól- ann á Bifröst. Í framhaldinu nefnir Herdís dóm Mannréttindadóm- stólsins í máli blaðamannsins Goodwin gegn Bretlandi en honum hafði verið gert að gefa upp hver lak í hann trúnaðarskjölum um af- komu stórfyrirtækis. Enda þótt blaðamaðurinn hefði ekki talið fyr- irhugaða birtingu efnisins snúast um veigamikla almannahagsmuni heldur að það væri einfaldlega fréttnæmt komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hefðu brotið á rétti hans. Herdís segist ekki að svo stöddu treysta sér til að meta hvort nógu miklir hagsmunir liggi að baki til að beita 365 prentmiðla lögbanni eins og sýslumaðurinn í Reykjavík ákvað á föstudaginn. „Stóra spurn- ingin er sú hvort borið hafi brýna nauðsyn til að grípa inn í störf fjöl- miðlanna með þessum hætti til að vernda rétt þeirra einstaklinga sem fara fram á lögbannið. Eins og Mannréttindadómstóllinn hefur margítrekað er réttur almennings til upplýsinga svo veigamikill að það þarf sterk, málefnaleg rök til að réttlæta svo afgerandi aðgerð.“ „Mér kemur þetta á óvart, sér- staklega hversu víðtækur úrskurð- urinn er,“ segir Birgir Guðmunds- son, blaðamaður og lektor við Há- skólann á Akureyri um lögbannið. „Ég man ekki eftir að lögbann hafi áður verið sett við heimildum sem eru þegar komnar á blað. Svo finnst mér harkalegt að sýslumaður geri gögnin upptæk því þar með geta þeir eyðilagt mögu- leika blaðsins á að halda trúnaði við heimildarmenn. Mér finnst yfir- völd vera komin á mjög hættulega braut. Birgir rifjar upp mál Agnesar Bragadóttur, blaðamanns á Morg- unblaðinu, sem á sínum tíma vann mál í Hæstarétti en hún neitaði að gefa upp nafn heimildarmanns síns í fréttum af stöðu Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. „Hæstiréttur mat það svo að al- mannahagsmunir hefðu vegið þyngra en hagsmunir SÍS. Það mál var talið mikill sigur fyrir vernd heimildarmanna og því er mál föstudagsins bakslag að sama skapi þar sem sömu grundvallarrök eiga við.“ sveinng@frettabladid.is AF VETTVANGI Talið er að samtökin Jemaah Islamiyah sem tengjast al-Kaída beri ábyrgð á tilræðinu. Tilræði á Balí: Á flri›ja tug bei› bana BALI, AP Í það minnsta 22 biðu bana í tvöföldu sprengjutilræði á veit- ingahúsum á eyjunni Balí í Indónesíu um kvöldmatarleytið í gær. Í það minnsta 22 biðu bana og 51 slasaðist alvarlega. Enn er ekki búið að bera kennsl á líkin en talið er að þau séu bæði af inn- fæddum og útlendingum. Rétt tæp tvö ár eru síðan 202 biðu bana í sprengjutilræðum á Balí en þá voru samtökin Jemaah Islamiyah að verki. Ken Conboy, sérfræðingur í hryðjuverkum í Suðaustur-Asíu, segir að hryðju- verkin í gær beri sama hand- bragði vitni. ■ Var rétt að setja lögbann á Fréttablaðið? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á ríkið að hlaupa undir bagga með útflutningsfyrirtækjum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 60.34% 39.66% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P BAUGSMÁLIÐ „Mér finnst þetta vera tilraun til yfirklórs,“ segir Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður, um skýringar Styrmis Gunnarsson- ar, ritstjóra Morgunblaðsins, á birtingu blaðsins á tölvupósti sínum í maí árið 1998. Styrmir sér ekkert athugavert við birt- ingu póstsins frá Gunnlaugi sem hann kallar fjölpóst þar sem hann var sendur 62 þingmönn- um. Gunnlaugur bendir hins vegar á að pósturinn hafi verið sendur 62 nafngreindum ein- staklingum. Þá segir Styrmir að Morgun- blaðið hafi upphaflega neitað að birta tölvupóst Össurar. Hins vegar hafi Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, skýrt orðrétt frá efni hans í viðtali við Morgunblaðið, og því hafi birt- ingin verið á hans ábyrgð. „Skýringar Styrmis Gunnars- son eru í einu mikilvægu grund- vallaratriði rangar eins og ég mun skýra frá á þeim vettvangi þar sem ég hóf þessa umfjöll- un,“ segir Össur. „Eftir stendur að Styrmir hefur ekki getað skýrt hvers vegna hann lætur eina reglu gilda fyrir sig í tilvik- um sem varða hann sjálfan og aðra um okkur sauðsvartan al- múgann.“ - grs Morgunblaðið birti tölvupóst þingmanna: Tilraun til yfirklórs ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Boðar svar við skýringum Styrmis á bloggsíðu sinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L LÖGREGLUFRÉTTIR SAUTJÁN ÁRA Á ÓGNARHRAÐA Ökumaður með tveggja daga gamalt ökuskírteini var tekinn á 115 kílómetra hraða á klukku- stund á Reykjanesbraut aðfara- nótt laugardags. Þar er 70 kíló- metra hámarkshraði. Lögreglan í Kópavogi stöðvaði einnig annan ökumann. Í bifreið hans fundust kannabisefni, um einn skammtur. Sá fékk að halda för áfram þegar leitað hafði verið í bílnum. Málið er upplýst. SOFANDI Á GANGSTÉTT Ungur maður gisti fangageymslur lög- reglunnar á Akureyri í fyrrinótt vegna ofurölvunar. Lögreglan hirti hann upp af gangstétt í Glerárhverfi þar sem hann svaf. Hann fór heim þegar hann hafði sofið úr sér vímuna. LÖGBANNIÐ TILKYNNT Mér finnst harkalegt að sýslumaður geri gögnin upptæk því þar með geta þeir eyðilagt möguleika blaðsins á að halda trúnaði við heimildarmenn. Mér finnst yfirvöld vera komin á mjög hættulega braut ,“ segir Birgir Guðmundsson, lektor við félags- vísindadeild Háskólans á Akureyri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI ALLS 120 ÍBÚÐIR Í TURNUNUM TVEIMUR Miðbær Selfoss á eftir að taka stakkaskiptum. Í turnunum verða 60 íbúðir í hvorum um 100 fermetrar hver. D-listinn eykur fylgi sitt: Ánægja me› rá›herraskiptin GALLUP Fylgi Sjálfstæðisflokks- ins er að aukast og mælist nú 44% á meðan Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur tapað 5% frá því í síðasta mánuði og mælist aðeins með 14% fylgi. Þetta er niðurstaða Gallup. Samkvæmt skoðanakönnun- inni sem RÚV birti í gær fengi Samfylkingin 29% sem er einu prósenti minna en í ágúst. Fram- sóknarflokkurinn fengi samkvæmt skoðanakönnuninni níu prósent og Frjálslyndi flokk- urinn þrjú en þeir tapa einnig prósenti hvor. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst meira á þessu kjörtímabili en talið er að ástæðan séu ráðherraskiptin sem 48 prósent þjóðarinnar er mjög ánægð með. -eö NOREGUR HÁLFKRISTIN RÍKISSTJÓRN? Norska stjórnarskráin kveður á um að í það minnsta helmingur ráðherra norsku ríkisstjórnar- innar tilheyri þjóðkirkjunni. Af- tenposten greinir frá því að þarlend mannréttindasamtök telja skilyrðið tæpast standast trúfrelsisákvæði sama plaggs. Jens Stoltenberg, verðandi for- sætisráðherra, er ekki í þjóð- kirkjunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.