Fréttablaðið - 02.10.2005, Síða 62

Fréttablaðið - 02.10.2005, Síða 62
30 2. október 2005 SUNNUDAGUR Í auglýsingu frá einu af fjár- m á l a f y r i r - t æ k j u n u m kemur það fram að það sé ekkert mál að k a u p a sér bíl, það sé erfiðara að halda honum hreinum. Í fyrsta skipti sem ég sá þessa auglýsingu fannst mér eins og það væri verið að tala beint til mín. Ástæðan er einföld, á heimilinu hefur enginn tíma til að þrífa bílinn. Og þegar tíminn er af skornum skammti lif- ir maður pínulítið öðruvísi lífi en ef maður hefði lítið að gera. Þar sem ég hef aldrei tíma til að hella upp á kaffi á morgnana og borða morgunmat í ró og næði kem ég yf- irleitt við á Kaffitári á morgnana. Þetta fyrirkomulag hefur reyndar aðallega kosti þar sem þetta ágæta kaffihús býður upp á besta kaffi í alheiminum. Gallinn er hinsvegar sá að þegar maður ferjar ferða- kaffið á milli í bílnum geta oft orð- ið slys. Um daginn var svo mikill asi á mér í einni beygjunni sem tekin var næstum því á tveimur hjólum að ferðakaffið valt um koll. Í stað þess að klessa á ljósastaur þegar ég tók eftir slysinu leyfði ég því að hellast niður í rólegheitun- um. Þegar ég kom á bílaplanið fyr- ir utan vinnuna komst ég að því að allar servíetturnar sem eru vanar að vera í hanskahólfinu voru horfnar. Ég þurrkaði því mesta kaffið upp með treflinum mínum því ég var þegar orðin allt of sein á fund. Á hverjum degi hugsa ég með mér að ég verði að þrífa bílinn að innan en ekkert gerist. Í gær var því stór dagur í lífi heimilisbílsins. Hann var nefnilega sendur í dekur. Þeg- ar ég var að útskýra fyrir sætu strákunum á þvottastöðinni hvað hefði gerst horfðu þeir á mig grun- semdaraugum. Ég var því að spá í hvort ég ætti að mæta með haus- poka þegar ég sótti bílinn. En svo fattaði ég að svona strákar eru sjálfsagt öllu vanir og ég er kannski ekki eini sóðinn í heimin- um. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR HUGSAR EKKI NÓGU VEL UM HEIMILISBÍLINN Dekurdagur hjá farartæki heimilisins M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli ■ SUDOKU DAGSINS Fylltu út í reitina þannig að hver lína, hver dálkur og hver 3x3 kassi rúmi allar tölurnar á bilinu 1 til 9. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar sinnum í sömu línu, sama dálki eða sama 3x3 kassa. Engin stærðfræðikunnátta er nauðsynleg þó leikið sé með tölum. Þrautin er leyst með rökhugsun og útsjónarsemi. Lausnir, ráðleggingar og upplýsingar eru á www.sudoku.com. Lausn þrautarinnar birtist á sama stað í blað- inu á morgun. Lausn á gátu gærdagsins ....og sú staðreynd að þau voru í sól- arlöndum gerir mig ennþá vissari í minni sök. Ahhh....þá erum við komin og....sniff.....eins og venjulega hefur hann sleppt sér með grillvökvann sýnist mér! Iss...það sannar ekki neitt þó það sé smá grilllykt. Sælt veri fólk- ið! Velkomin í grillveislu! Komiði með pulsurnar! Hérna verður grillað! Guð en sætir grill- búningar! Já, er það ekki? Við keyptum þá á Mallorca! SIGURVEGARI! Ohh yeah....let there be ROCK! Úff.... hvernig fékk hann mig út í þetta? Pfff! Þú átt eftir að verða fyrir vonbrigð- um, Pondus! Jæja? Eigum við að veðja? Ef ÞÚ hefur rétt fyrir þér þá splæsi ég í rauðvín og ilmvötn af dýrustu gerð! Ef ÉG hef rétt fyrir mér þá fæ ég að spila AC/DC eins hátt og ég vil í heilan mánuð! Í STOFUNNI! Pondus.. Ha, ha....þú VEIST að ég hef rétt fyrir mér og þorir þess vegna ekki að veðja við mig. Sum okkar eru hugrökk og þora að veðja! En ekki ÞÚ! Neeeeiii..... Hættu! Ég er með!! Breyttur afgreiðslutími í Skaftahlíð 24 F í t o n / S Í A F I 0 1 4 4 1 6 Virka daga kl. 8–18. Helgar kl. 11–16. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG ER OPINN ALLA DAGA FRÁ KL. 8–22.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.