Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 14
Kári á Rógvi er varafor- ma›ur stjórnarskrár- nefndar Færeyja sem vinnur a› samningu fær- eyskrar stjórnarskrár. Hann saknar samrá›s vi› Íslendinga um stjórnar- skrármál, en hann telur frændfljó›irnar eiga margt sameiginlegt í fleim efnum. Svo vill til, að á sama tíma og Ís- lendingar eru að vinna að endur- skoðun sinnar stjórnarskrár eru Færeyingar að semja sér stjórnar- skrá og Grænlendingar að endur- skoða sitt ígildi stjórnarskrár, heimastjórnarlögin. Kári á Rógvi er varaformaður færeysku stjórnarskrárnefndarinn- ar, sem undanfarin tvö ár hefur unnið að samningu stjórnarskrár fyrir Færeyjar. Kári er í doktors- námi í stjórnskipunarrétti við Há- skóla Íslands, en lögfræðimenntun sína hefur hann áður sótt til Kaup- mannahafnar og Aberdeen í Skotlandi. Hann flutti í vikunni er- indi við Háskólann á Akureyri um drögin sem fyrir liggja að fær- eyskri stjórnarskrá. Í samtali við Fréttablaðið segist Kári sakna þess að grannþjóðirnar hafi með sér meira samráð um stjórnarskrármál. „Við deilum allir sömu dönsku hugtakaarfleifðinni í stjórnlagarétti,“ bendir Kári á. Það gæti því að hans mati gagnast öllum – Íslendingum, Færeyingum og Grænlendingum – að koma sér upp fastmótaðra samráði á þessu sviði. „Ef til vill eru Íslendingar að gleyma því að Ísland var, þar til fyrir tiltölu- l e g a skömmu, í n á n u m tengslum við annað land,“ segir hann sem tilgátu um orsakirn- ar fyrir því að Íslending- ar hafi sýnt því sem verið er að hugsa um stjórnarskrármál hjá næstu ná- grönnum okkar eins lítinn áhuga og raun ber vitni. Kári bendir á að fær- eyska stjórnarskrárnefndin hafi lagt sig eftir því að kynnast því hvað Íslendingar væru að hugsa um þessi mál en sér virtist áhuginn ekki vera eins mikill á hinn veginn. Að vísu hafi íslenzkir fræðimenn, svo sem Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal, mætt á ráðstefnu sem fær- eyska stjórnarskrárnefndin hélt er hún hóf sitt starf árið 2003, en eng- inn fulltrúi í sjálfri stjórnarskrár- nefndinni hefði gert það. Að mati Kára eru viðfangsefnin þó svo áþekk að samráð ætti að vera öllum í hag. Til dæmis séu stjórnlagaleg vandamál varðandi milliríkjatengsl ekki aðeins eitt- hvað sem Færeyingar séu að kljást við vegna sambandsins við Dan- mörku, heldur valdi alþjóðavæðing nútímans, EES-samstarfið, aðild að Mannréttindadómstól Evrópu og fleira því að Íslendingar komist ekki hjá því að finna einnig lausnir á slíkum vandamálum til að þeirra stjórnarskrá standist kröfur tím- ans. Kári segir vinnu færeysku stjórnarskrárnefndarinnar hafa gengið mjög vel. Nær einstök pólitísk samstaða ríki þvert á alla flokka um starf hennar, en eins og kunnugt er greinir Færeyinga til dæmis mjög á um hvernig sam- bandinu við Danmörku skuli hátt- að. Allir séu sammála um að í þessu sögulega plaggi sé fest á blað það sem allir geti verið sammála um varðandi stjórnskipun eyjanna, svo sem að þær séu land og Færeying- ar þjóð í þjóðréttarlegum skilningi. Að sögn Kára er stefnt að því að leggja stjórnarskrárdrögin fyrir Lögþingið í lok næsta árs, en svo vill til að á sama tíma er stefnt að því að íslenska stjórnarskrár- nefndin leggi fram sitt frumvarp að breytingum á stjórnarskránni. Kári segir færeysku nefndina munu standa fyrir annarri opinni ráðstefnu um stjórnarskrána á komandi ári og vonast til að Íslend- ingar láti sjá sig þar. Í þeim drögum sem þegar liggja fyrir að hinni nýju stjórnarskrá Færeyja er kveðið á um að eyjarn- ar geti verið í ríkjasambandi við annað eða önnur lönd. „Þetta er hins vegar almennt orðað, ekki bundið við Danmörku,“ bendir Kári á. Með því að orða þetta svona geti bæði sjálfstæðis- og sam- bandssinnar stutt stjórnarskrána. „Fræðilega gætum við samkvæmt þessu valið að ganga í ríkjasam- band við Ísland,“ bætir Kári við. Til að færeyska stjórnarskráin gangi í gildi þarf hún að hljóta sam- þykki Lögþingsins tvisvar (með kosningum á milli, rétt eins og gild- ir um breytingar á íslensku stjórn- arskránni) og auk þess er stefnt að því að haldin verið þjóðaratkvæða- greiðsla um hana. audunn@frettabladid.is 14 2. október 2005 SUNNUDAGUR Færeyingar eru að semja sér stjórnarskrá. Er þeir hófu það starf tóku þeir ákvörðun um að byrja svo að segja með hreint borð, sem þýðir í reynd: Þeir vildu ekki láta danskar stjórnskipunarréttarhefðir setja starfinu skorður. Varafor- maður færeysku stjórnarskrár- nefndarinnar, Kári á Rógvi, orðaði þetta viðhorf nefnd- armanna í erindi sem hann hélt um efnið við Háskólann á Akureyri í vor með enska orðatiltækinu „anything goes“ – allt er leyfilegt. Eins og sjá má af þeim drögum sem nú liggja fyrir að færeyskri stjórnar- skrá (sjá: http://www.grund- log.fo/uploads/Fyrra%20flagdagsálit.pdf) hef- ur þessi nálgun að verkefninu skilað athyglis- verðum afrakstri. Þessi afrakstur færeysku stjórnarskrársmíðinnar vekur menn til um- hugsunar um þá staðreynd að íslenska stjórn- arskráin er að grunni til erfðagóss frá þeirri tíð er Ísland var hluti af danska konungsríkinu, rétt eins og Færeyjar eru ennþá. Það má jafn- vel ganga svo langt að segja að það eina sem er íslenskt við stjórnarskrána eru þær breyting- ar sem gerðar hafa verið á henni síðan árið 1920, en þær breyt- ingar takmarkast við aðra kafla en þá sem varða sjálfan grund- völl stjórnskipunarinnar. Sjálfvaldar skorður Bjarni Benediktsson, nýr varaformaður íslensku stjórnarskrárnefndarinnar, telur brýnast að breyta fyrstu tveimur köflum stjórnarskrárinnar, sem varla hefur nokkuð verið breytt frá upphafi, það er frá því við þáðum stjórnarskrána að gjöf frá Dönum og skiptum síðan við lýðveldisstofn- un ákvæðum hennar um konunginn út fyrir ákvæði um forsetann. Þetta „danska erfðagóss“ setur stjórnarskrárendurskoðunarstarfi Íslend- inga skorður. En það er sjálfvalið. Bjarni tekur fram í viðtali hér á síðunni að mikilvægt sé að breytingar á stjórnarskránni séu ekki of örar. Danska erfðagóssið mun því væntanlega um alllanga hríð enn setja mark sitt á íslenska stjórnarskrárhefð. -aa Bjarni Benediktsson, þingmað-ur Sjálfstæðisflokks, gengurfullur tilhlökkunar til nefnd- arstarfsins og er ánægður með að fá að taka þátt í því. Hann þarf hins vegar að vinna upp þann tíma sem þegar hefur farið til starfsins. „Ég þarf að átta mig á hvað þegar hefur verið gert, kalla eftir gögnum og svo framvegis. Upplýsingar og sjónar- mið eiga eflaust eftir að hafa áhrif á skoðanir mínar og bæði styrkja mig í þeirri trú sem ég hef á ákveðnum atriðum og eins fá mig til að hugsa aðra hluti upp á nýtt.“ Bjarni þekkir stjórnarskrána mæta vel, hann er lærður lögfræð- ingur, hefur verið formaður alls- herjarnefndar Alþingis og setið í sérnefnd um stjórnarskrármál. Hann telur fyrst og fremst nauðsyn- legt að breyta fyrstu tveimur köfl- um stjórnarskrárinnar – köflunum sem lúta að stjórnskipan ríkisins. „Ég tel að þá þurfi að færa til nú- tímalegra horfs enda hafa þeir aldrei verið endurskoðaðir. Þar koma helst til álita atriði sem talin eru vera gildandi stjórnskipunar- réttur en ekki er fjallað um í stjórn- arskránni,“ segir hann og nefnir sem dæmi hlutverk forseta við stjórnarmyndanir. „Þá er mjög tak- markað fjallað um þingræðisregl- una og í raun er bara gefið til kynna að hún sé til staðar.“ Umdeildasta grein stjórnar- skrárinnar er líkast til sú 26. þar sem fjallað er um synjunarvald for- seta á samþykktum lögum. Bjarni telur nauðsynlegt að breyta henni. „Það er algjörlega óviðunandi að það ríki jafn mikil óvissa og ég tel vera um túlkun þessarar greinar og get vel séð fyrir mér að hún verði leyst af hólmi með reglum um þjóðarat- kvæðagreiðslu í ákveðnum tilvik- um.“ Hann segist geta hugsað sér að tiltekinn fjöldi kosningabærra manna geti farið fram á að mál sem þingið hefur afgreitt séu borin und- ir þjóðaratkvæði og til álita komi að setja skilyrði um lágmarksþátttöku í slíkri atkvæðagreiðslu. „Ég tel að þessu verði að skapa tiltölulega þröng skilyrði því þingið er jú einu sinni þjóðkjörið og alla jafna hefur það verið gert með þátttöku mikils meirihluta þjóðarinnar.“ Í stjórnarskrárnefnd sitja full- trúar allra flokka sem sæti eiga á Al- þingi og er kunnara en frá þurfi að segja að ekki ríkir alltaf samstaða um mál meðal svo ólíks fólks. Bjarni gerir sér ekki grein fyrir hvort lík- legt sé að eining verði um öll mál. „Það eru eflaust ólík sjónarmið um mörg atriði en hvaða áhrif það hefur á endanlega niðurstöðu er ekki gott að segja. Nefndin þarf að fá tíma til að vinna úr þessu verkefni en ég segi fyrir mína parta að ég er ekki óhagganlegur í öllu því sem ég hef um stjórnarskrána að segja og fer inn í nefndina til að vona að starfið gagnist til að upplýsa og fræða. Lagt er upp með að skapa umræðuvett- vang um fjölmörg atriði og menn koma til með að verða margs vísari. Það gagnast svo vonandi til þess að hugsanlega fái menn sameiginlega sýn á atriði sem þeir voru ekki sam- mála um í upphafi.“ Eins og áður sagði leggur Bjarni helsta áherslu á endurskoðun fyrsta og annars kafla stjórnarskrárinnar og segir ekki mikla þörf á að taka upp mannréttindakaflann þar sem hann sé tiltölulega nýlega endur- skoðaður. Hann telur jafnframt mik- ilvægt að breytingar á stjórnar- skránni séu ekki of örar. „Það á ekki að breyta stjórnarskrá ótt og títt. Dómstólanir verða að fá tíma til að móta framkvæmd á grundvelli nýj- ustu reglna og ég held að sá tími sé alls ekki liðinn hvað varðar mann- réttindakaflann.“ bjorn@frettabladid.is Stjórnarskrá Færeyja Úr drögum að stjórnarskrá fyrir Færeyjar (á frummálinu): „Stjórnarskipan Føroya Formæli Vit, fólkið í Føroyum, samtykkja hesa stjórnarskipan okkara. Hon er grundarlag undir stýri okkara og tann fyriskipan, ið skal tryggja frælsi, trygd og trivnað okkara. Vit bygdu hetta landið í fornari tíð og skipaðu okkum við tingi, lógum og rættindum. Vit hava hildið ting til henda dag og skipað okkum eftir fólksins tørvi um landið alt. Føroyar hava í sáttmála viðurkent felagsskap við onnur lond. Ongin sáttmáli kann tó sløkkja sjálvræði landsins. Landsins egnu lógir og av- gerðir eru bert tær, sum framdar eru á rættan hátt í landinum sjálv- um eftir fólksins vilja. Føroyar verða skipaðar eftir nútíðar tørvi á siðaarv okkara við valdsbýti, løgræði og rættindum.“ Færeyska stjórnarskráin: Megin- markmi› Samkvæmt samantekt Kára á Rógvi og ritara færeysku stjórnarskrárnefndarinnar, Bárðar Larsen, eru megin- markmiðin með samningu stjórnarskrárinnar þessi (á frummálinu): „a) At endurskapa okkum sum samfelag við at taka sam- anum, útdýpa og menna elli- gomlu virði okkara. b) At skapa eina tjóðskap- arliga semju um at lýsa av nýggjum stovnar landsins. Skipan og stovnar verða við hesum endurnýggjað í styrki og undirtøku, tá fólkið eftir til- mæli frá umboðum sínum sam- tykkir nýorðaðu skipanina. c) At skapa eina tjóðskap- arliga semju um at lýsa av nýggjum landsins støðu í sam- veldi við onnur lond. d) At laga eina stýrisskipan, har vøldini verða stovnað ella staðfest og skipað mótvegis hvørjum øðrum. e) At staðfesta tey rættindi, fólkið longu hevur og menna tey víðari og útdýpa tey.“ ■ STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS Endursko›u› XIV. HLUTI Spurningum, ábendingum og hugmyndum um efni á stjórnarskrársí›u Fréttabla›sins er unnt a› koma á framfæri í tölvupósti. NETFANGIÐ ER: stjornarskra@frettabladid.is BJARNI BENEDIKTSSON Segir algjörlega óviðunandi að óvissa ríki um túlkun 26. greinar stjórnarskrárinnar – greinarinnar sem kveður á um synjunarvald forseta á samþykktum lögum Alþingis. fijó›aratkvæ›agrei›slur koma vel til greina Bjarni Benediktsson hefur teki› sæti Geirs H. Haarde í stjórnarskrárnefnd. Hann telur mesta flörf á breyting- um á fleim köflum stjórnarskrárinnar sem lúta a› stjórnskipan ríkisins. Samlei› Íslendinga og Færeyinga Danska arfleif›in og samlei›in me› Færeyingum FRÁ ÞÓRSHÖFN Stjórnarráðsbyggingar Færeyja á Þinganesi í Þórshöfn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R KÁRI Á RÓGVI Varaformaður stjórnar- skrárnefndar Færeyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.