Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 16
Ölduslóð 22 í Hafnarfirði (1966 til 1973) Ég er fædd og uppalin í Hafnarfirði og allar mínar fyrstu æskuminning- ar tengjast Ölduslóð 22 þar sem fjölskyldan bjó í lítilli kjallaraíbúð og ég hóf skólagöngu í Öldutúns- skóla. Ölduslóðin er í suðurhluta Hafnarfjarðar sem var afar spenn- andi svæði fyrir krakka og mikið leikið sér úti, enda stutt í Hellis- gerði, Hamarinn og lækinn sem höfðu mikið aðdráttarafl. Miðvangur og Breiðvangur í Hafnar- firði (1973 til 1986) Fjölskyldan flutti í Norðurbæinn þegar ég var sjö ára og þar bjó ég fram yfir unglingsár, fyrst við Mið- vang og síðar Breiðvang. Reyndar byggðu foreldrar mínir hús í Suður- hvammi í millitíðinni, en þar bjugg- um við ekki lengi sem réðst án efa talsvert af því að við systkinin vor- um ekkert sérlega sátt við að fara úr Norðurbænum. Þangað var því aftur farið, enda frábært að búa í Norðurbænum á þessum tíma. Hverfið var að byggjast upp og við fylgdumst með því verða til, fullt af nýbyggingum og fjölskyldum með börn á öllum aldri. Þarna kynntist ég þeim vinum sem fylgt hafa mér í gegnum lífið því þarna var ég alla mína skólatíð, vann í kaupfélaginu á sumrin og á ekkert nema góðar minningar frá þessum stað. Hvassaberg í Hafnarfirði (1986 til 1989) Þegar við systkinin nálguðumst fullorðinsár og hættum að skipta okkur svona af búsetuákvörðun- um foreldra okkar ákváðu þau að byggja aftur og nú við Hvassa- berg í Hafnarfirði. Á þeim tíma var ég að hefja nám í Háskóla Ís- lands en einnig að kynnast manns- efni mínu. Minnisstæðasta stund- in úr þessu húsi var þegar ég kynnti tilvonandi eiginmann minn fyrir foreldrum mínum sem buðu honum til kvöldverðar í tilefni 22 ára afmælisdags míns. Það gekk svo ljómandi vel að þau, líkt og ég, hafa varla séð sólina fyrir honum síðan. Blátún á Álftanesi (1989 til 1993) Nokkrum mánuðum eftir að við felldum hugi saman flutti ég með kærastanum í kjallaraíbúð húss for- eldra hans á Álftanesi. Til að byrja með var ég nokkuð hugsi yfir að flytja þangað, fannst ég vera á leið- inni út í sveit, en þegar til kastanna kom fannst mér mjög gott að búa þar. Mér fannst líka frábært að búa í svo mikilli nálægð við tengdafor- eldrana, sem voru auðvitað bestu grannar sem hægt var að hugsa sér. Þarna fór tíminn að mestu í lærdóm og það að kynnast manninum mín- um, auk þess að venjast því verk- efni að halda heimili og standa skil á öllu sem því tengist. Great Farm Road í Edinborg, Skotlandi (1993 til 1994) Þegar háskólanámi lauk ákváðum við að flytja til útlanda og hófum meistaranám við Edinborgarhá- skóla. Í stað þess að búa á stúdenta- görðum, langaði okkur frekar að fá tækifæri til að kynnast Skotum með því að búa ekki á háskólasvæðinu. Fundum litla íbúð í húsi við Great Farm Road, sem stendur í útjaðri borgarinnar á afar fögrum stað. Í minningunni er gatan endalaust löng þar sem hún var oft hlaupin á morgnana og kvöldin til að taka strætó, en garðarnir og útsýnið var svo stórkostlegt að maður tók varla eftir því. Húsráðendur tóku okkur einstaklega vel, okkur varð vel til vina og höldum enn sambandi, auk þess sem við urðum hluti af góðu samfélagi þeirra sem bjuggu við þessa götu. Annars var þetta mikið námsmannalíf og alltof lítill tími til að njóta borgarinnar, sem er miður, því það er yndislegt að búa í Edin- borg. Baldursgata í Reykjavík (1994 til 1996) Þegar heim kom úr námi og alvara atvinnulífsins tók við fannst okkur tímabært að fara í húsnæðisleit á al- mennum markaði. Við gengum þó ekki lengra en að leigja íbúð af syst- ur mannsins míns við Baldursgötu, en það var í fyrsta sinn sem ég bjó í Reykjavík. Ég hafði átt mér draum lengi um að búa í miðborginni og fannst sjarmerandi tilhugsunin um miðbæinn handan við hornið. Ægisíða 96 í Reykjavík (1996 til 2000) Fyrsta fasteignin sem við fjárfest- um í var risíbúð við Ægisíðu og þar var alveg frábært að búa. Gatan er einstaklega falleg, útsýnið engu líkt og ég held ég hafi aldrei búið við eins lifandi götu þar sem maður gat setið úti á svölum og framhjá var stöðug umferð af gangandi fólki. Það var tilviljun að íbúðin var á sölu þegar við byrjuðum að leita, en ég hafði oft komið í þessa íbúð þar sem góð vinkona mín leigði hana um tíma. Dagarnir fóru í að koma sér fyrir bæði heima og á vinnumark- aði, ásamt því að búa til fjölskyldu því þarna eignuðumst við okkar fyrsta barn. Vesturbrún í Reykjavík (2000 til 2003) Eftir að fjölskyldan stækkaði keyptum við stærri hæð við Vest- urbrún sem er mjög falleg gata, með fögru útsýni og mikilli nálægð við Laugardalinn. Stemningin í þeirri götu var notaleg því margir íbúanna höfðu búið þar áratugum saman. Þarna þurfti ég í fyrsta sinn að hugsa um garð, sem mér þótti stórmál því ég hef ekki græna fingur. Helluland í Reykjavík (2003-?) Þegar við fórum að leita okkur að framtíðarhúsi höfðum við þarfir fjölskyldunnar séstaklega í huga; stutt í skóla, útivist og annað innan seilingar fyrir dætur okkar sem nú eru orðnar tvær. Fundum raðhús við Helluland í Fossvogi, teiknað af Guðmundi Kr. Guðmundssyni arki- tekt, en hann bjó þar áður með sinni fjölskyldu. Þetta er okkar framtíð- arstaður; gatan mín og gatan okkar. Samfélagið er yndislegt, nágrann- arnir einstakir og hverfið fallegt, rólegt og sérstaklega fjölskyldu- vænt. Í þessu hverfi fundum við þannig þau lífsgæði sem við sóttum í og hér viljum við gjarnan vera sem allra lengst, en hver veit nema við endum aftur sem eldri hjón í lít- illi risíbúð við Ægisíðuna. ■ 16 2. október 2005 SUNNUDAGUR 28. sept. – 2. okt. 2005 Reykjavik Jazz Festival Í kv öld ÁHRIFAVALDAR BRAGI SKÚLASON Áhrifavaldur Braga Skúlason- ar og félaga hans í Baggalúti er enginn annar en Tarzan, konung- ur apanna. „Hann er mjög mikið tengdur okkur. Tarzan er sá mað- ur sem hefur kennt okkur að með réttu mataræði, hollri og góðri hreyfingu, hyggjuviti og þolin- mæði, þá er hægt að gera stór- kostlega hluti þótt maður sé að striplast um í frumskóginum,“ segir Bragi, sem kallaði Tarzan „Törzuna“ þegar hann var lítill. „Ég las allar bækurnar með hon- um og eitthvað af teiknimynda- sögunum. Þær voru nú ekki eins vandaðar og gáfu ekki eins mikla innsýn inn í hans sálarlíf. Tarzan var náttúrlega lávarður og hafði það fram yfir apana, en þetta er toppmaður og í honum endur- speglast hugtakið heilbrigð sál í hraustum líkama.“ Þegar Bragi er beðinn um að nefna tónlistarmann sem hafi haft áhrif á hann í gegnum tíðina er hann fljótur að nefna kántrí- söngkonuna Dolly Parton. „Hún er framúrskarandi listamaður og svo er hún með mjög flott brjóst líka.“ TARZAN Konungur apanna, Tarzan, hefur haft mikil áhrif á Braga Skúlason og félaga hans í Baggalúti. Tarzan er toppma›ur BRAGI SKÚLASON Bragi nefnir Tarzan og Dolly Parton sem áhrifavalda í sínu lífi. GÖTURNAR Í LÍFI HÖNNU BIRNU KRISTJÁNSDÓTTUR BORGARFULLTRÚA OG STJÓRNMÁLAFRÆÐINGS Hafnarfjörður, Álftanes, Edinborg og Reykjavík Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi sleit barnsskónum hamingjusöm í Hafnarfir›i en átti sér alltaf fjarlægan draum um a› búa í höfu›sta›num. fia› einkennir búsetu hennar a› hún eltir ekki einstaka borgarhverfi heldur leitar a› fögrum götum me› óvi›jafnanlegu úts‡ni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.