Fréttablaðið - 02.10.2005, Page 54

Fréttablaðið - 02.10.2005, Page 54
Duftker Franz Stavarssonar,aldraða mannsins sem legiðhafði örendur í íbúð sinni í hálfan mánuð eins og Fréttablaðið sagði frá fyrir skömmu, verður jarðsett í Lágafellskirkjugarði í Mosfellsbæ. Þessi ákvörðun var tekin eftir að systir Franz og dótt- ir hennar komu hingað til lands til að kveðja bróður og frænda hinstu kveðju. Sá kafli ævisögu Franz, sem greint var frá í Fréttablaðinu, vakti mikla athygli. Fyrri hluti lífssögu hans er ekki síður áhuga- verður og varpar trúlega ljósi á hvers vegna hann kaus að lifa sem sérlundaður einfari eftir að hann kom hingað 1958 ásamt fleiri flóttamönnum frá Balkanskaga. Jafnframt kann hann að skýra hvers vegna gamli maðurinn lenti svo algjörlega utangarðs í kerfinu að það þurfti meira að segja að heyja harða baráttu til að hann fengi ellilaun. Það var árið 1989, sem Haf- berg Þórisson, garðyrkjumaður í Lambhaga, tók Franz upp á arma sína. Hann hafði þá dvalið hér síð- an 1958, við misjafnan kost. Þegar Hafberg hitti hann fyrst reyndist hann búa í hitaveitukompu í Mos- fellsbæ, sem var svo þröng að hann varð að sofa í garðstól. Áður hafði margt góðra manna og kvenna í Mosfellsbæ aðstoðað Franz með ráðum og dáð, en hann lenti þó á hálfgerðum vergangi. Góðir tímar Hjá Hafberg bjó Franz og vann samviskusamlega fyrir sínum launum þar til að hann var kominn á 68. aldursár árið 2003. Þá lét hann af störfum að eigin ósk. Hann reyndist þá vera algerlega utangarðs í félagsmála- og trygg- ingakerfinu. Hilmar Einarsson leigði honum íbúð og saman lögðu Hilmar og Hafberg allt af mörk- um sem þeir gátu til að hjálpa gamla manninum. Þeir ræddu margoft við félagsþjónustuna í Grafarvogi til að fá aðstoð, þó ekki væri nema heimahjúkrun eða félagslega aðstoð af einhverju tagi þar sem Franz væri orðinn svo lasburða. Það bar ekki þann árangur sem þeir höfðu vonast eftir. Monika Baldursdóttir, eigin- kona Hilmars gerði tilraun til að fá aðstoð borgarstjórans í Reykja- vík, en fékk þau svör hjá ritara að þess konar mál ættu ekki heima á borði hans. Franz var orðinn mjög veikur undir það síðasta og lést í íbúð sinni í ágúst. Systir hans og systurdóttir komu til landsins í síðustu viku. Þegar þær fóru í gegnum búslóð gamla mannsins kom í ljós að ævi- sögu hans má lesa í grófum drátt- um af fjölda bréfa sem hann hafði geymt, sum hver í áratugi. Flúði undan herskyldu Franz flúði frá Júgóslavíu árið 1955 eftir að hann hafði verið kvaddur til herþjónustu tvítugur að aldri. Henni átti hann að gegna í 3-5 ár. Nokkrir ungir menn tóku sig þá saman, þeirra á meðal hann og bróðir hans, og lögðu á flótta eftir að hafa fengið kvaðningu. Þeim tókst að komast yfir landa- mærin til Ítalíu. Í einu bréfa móð- ur hans kemur fram að hún hafi rætt við einn félaga hans sem flúði með honum og fer sá yfir at- burðarásina. Þar segir að lögregl- an hafi náð Franz á landamærun- um, en félögum hans tekist að frelsa hann svo að hann komst yfir. Á Ítalíu dvaldi Franz í flótta- mannabúðum í þrjú ár. Þaðan reyndi hann að komast til Ástralíu, ásamt bróður sínum, en varð þá fyrir dapurlegri reynslu. Þetta var á tímum berklaveikinnar og þurfti fólk að hafa með sér lungnaröntgen- myndir til að sanna heilbrigði sitt þegar það fór milli tiltekinna landa. Maður, sem dvaldi í flótta- mannabúðunum samtímis Franz, var með berkla og gat því ekki komist burt á eigin gögnum. Hann stal því skjölum Franz sem var heilbrigður, og komst á þeim til Ástralíu. Eftir sat Franz, algjör- lega skilríkjalaus. Á togara til Íslands Ekki er ljóst hvert leiðir hans lágu eftir þetta. Af bréfum sem fund- ust í fórum hans má ráða að hann hafi komið hingað frá Þýskalandi með því að komast á togara sem sigldi til Íslands. Hann var í skamman tíma til sjós, en fór síð- an að vinna á Álafossi. Af skrifum móður hans, sem er nú látin, má sjá að hann bjó á Miklubraut 62 fyrstu árin eftir að hann kom hingað. Systir Franz og dóttir hennar skoðuðu meðal ann- ars þá staði sem hann dvaldi á hér. Þá hittu þær fólk í Mosfellsbæ sem hafði þekkt Franz og verið honum einstaklega gott. „Hann hafði lítið látið fjöl- skyldu sína vita af sér,“ segir Haf- berg, sem hýsti systur og systur- dóttur Franz þá daga sem þær dvöldu hér. „Þessi systir hans mundi eftir honum, en hún var níu ára þegar hann flúði undan her- skyldunni. Hún hafði alla tíð áhyggjur af honum, hvar hann væri niður kominn og hvernig honum liði. Hún ákvað svo að koma hingað til að spyrjast fyrir um hvernig honum hefði liðið og við hvaða aðstæður hann hefði búið. Ég sagði henni að hann hefði verið glaður og nægjusamur. Franz virðist hafa skrifað mömmu sinni nokkrum sinnum, en stopult. Hún skrifaði honum hins vegar mjög mörg bréf og þau eru öll til. Hann hélt til haga öllum bréfum sem hann fékk, meðal annars sem hann fékk meðan hann dvaldi í flóttamannabúðun- um á Ítalíu 1955. Líka má finna bréf frá bróður hans sem komst til Ástralíu, en hann bauð Franz ítrekað að borga fyrir hann farið ef hann kæmi til Ástralíu. En hann fór aldrei í það ferðalag. Hafberg segir að ýmislegt merkilegt hafi komið í ljós þegar systir Franz og dóttir hennar fóru að glugga í ýmis gögn. Til dæmis að Franz hafði farið til Júgóslavíu 1967. Þar hafi hann farið í læknis- skoðun og fengið ný heilsufars- gögn. Hann hafi hins vegar ekki látið neinn vita að hann væri í landinu, hvorki móður sína né systkini. Mamma hans skrifar síðasta bréfið tveimur mánuðum áður en hún deyr. Í því segir hún: „Viltu skrifa okkur eða hringja í okkur. Ég er orðin blind og er að fara að deyja.“ Þetta er allt sem stendur í bréfinu sem hún hefur greinilega skrifað sjálf þótt hún væri búin að missa sjónina. Ættingjar Franz tóku bréfin hans og aðra persónulega muni heim með sér. Til félagsmálaráðherra Hafberg og Hilmar sögðu ekki skilið við málefni gamla mannsins þótt hann væri allur. Í vikunni sem leið héldu þeir á fund Árna Magnússonar félagsmálaráð- herra. „Við vildum bara kynna honum þetta mál í þeirri trú að hann gæti séð til þess að svona lagað kæmi ekki fyrir aftur,“ segir Hafberg. Hann segir að ráðherra hafi tekið þeim mjög vel og farið rækilega í gegnum mál Franz með þeim. „Hann spurði okkur hvort við vildum að það yrði rannsakað eða farið í gegnum það. Við völdum síðari kostinn, því við viljum ein- ungis vekja athygli félagsmálayf- irvalda á því hvernig getur farið fyrir gömlu fólki sem á ekki ætt- ingja og einangrast í samfélaginu til dauðadags. Lög um félagsþjón- ustu sveitarfélaga kveða skýlaust á um að félagsþjónustan eigi að grípa inn í mál af þessu tagi, en við töluðum fyrir daufum eyrum í Grafarvogi. Því fór sem fór.“ Hafberg fékk krufningar- skýrslu Franz Stavarssonar senda nú í lok vikunnar. Hún verður send óopnuð til ættingja hans. jss@frettabladid.is 22 2. október 2005 SUNNUDAGUR Júgóslavneskur flóttama›ur utangar›s á Íslandi Franz Stavarsson, aldra›i ma›urinn sem haf›i legi› örendur í íbú› sinni í hálfan mánu› flegar hann fannst, var fyrrum flóttama›ur undan herfljónustu í Júgóslavíu. Margt hefur sk‡rst var›andi æviferil hans eftir a› hann lést. ÆTTINGJAR FRANZ Ana Stavar systir Franz og dóttir hennar, Sonja, dvöldu í Lambhaga hjá Hafberg Þórissyni, vini Franz, þegar þær komu til að ganga frá dánarbúi bróður síns og frænda. VINIR Hafberg Þórisson og Hilmar Einarsson, vinir Franz, með duftkerið sem jarðsett verður í Lágafellskirkjugarði í Mosfellsbæ. FRANZ STAVARSSON Þannig leit hann út á yngri árum, maðurinn sem endaði erfiða ævi sína hér.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.