Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 8
Væntanlegur úrskurður Vatíkans- ins um málefni samkynhneigðra sem vilja læra til prests er líklegur til að valda mikilli rökræðu um kaþ- ólskuna og samkynhneigða. Úr- skurðurinn mun hins vegar ekki hafa í för með sér að í framtíðinni muni engir samkynhneigðir gegna starfi prests. Áframhaldandi vera samkynhneigðra í embætti presta verður ekki eingöngu afleiðing þess hve erfiðlega mun ganga að fram- fylgja hinum nýju lögum eða sökum óheiðarleika þeirra sem sækjast eftir embættunum heldur einnig vegna eðlis laganna. Bretar og Bandaríkjamenn eiga eflaust erfitt með að skilja að þegar Vatíkanið setur fram staðhæfingar eins og: „Engir samkynhneigðir í prestsstarfinu“ er ekki átt við að: „Engir samkynhneigðir mega gegna prestsstarfinu.“ Það sem er átt við er að: „sem meginregla er það ekki æskilegt að prestar séu samkynhneigðir; en við vitum öll að gerðar verða undan- tekningar.“ Til að skilja þennan greinarmun er skilyrði að hafa vitneskju um al- menna ítalska afstöðu til laga, af- stöðu sem einnig ríkir í Vatíkaninu. Samkvæmt þeim hugmyndum tákna lögin það sem ætti að vera en ekki það sem er. Lögin lýsa full- komnu ástandi sem ekki allir munu geta framfylgt til fullnustu. Þessi sýn er óravegu frá hinni engilsax- nesku nálgun þar sem þess er kraf- ist að lögin ákvarði hegðun þegn- anna í raun. Meðan Ítalir þusa um að lögin í landinu séu virt að vettugi grund- vallast lífsskoðanir þeirra fyrst og fremst á einstaklingsbundnum skoðunum hvers og eins; þeir að- hyllast sjálfshyggju. Allir sem hafa reynt að komast klakklaust leiðar sinnar í umferðinni í ítölskum borg- um skilja líklega við hvað er átt. Flestir Ítalir trúa því að engin lög geti náð utan um allar þær óendan- lega flóknu aðstæður sem geta kom- ið upp í samfélagi mannanna og því er mikilvægara að lögin lýsi sam- félaginu eins og það ætti að vera frekar en að lögunum sé framfylgt. Ítalir hafa ströng lög en þeim er framfylgt af miskunn. Það var því ekki að ósekju sem dómsmálaráðu- neytið á Ítalíu var eitt sinn kallað ráðuneyti réttlætis og náðar. Breski sagnfræðingurinn Christopher Dawson hefur lýst þessu sem hinum ,,erótíska anda“ landanna er hafa mótast af róm- versk-kaþólskri trú. Kaþólsk menn- ingarsamfélög eru grundvölluð á ástríðufullri leit að andlegri full- komnun. Dawson segir menningu þessari landa ólíka ,,borgaralegri“ menningu Bandaríkjanna sem er mótuð af mótmælendatrú og er byggð á mikilvægi hagnýtrar skyn- semi þar sem efnhagsmál eru efst í forgangsröðinni. Líkt og einn þraut- reyndur embættismaður í Vatíkan- inu sagði eitt sinn við mig: „Lögin lýsa því hvernig samfélagið ætti að ganga fyrir sig ef mennirnir væru englar.“ Þetta gildismat þýðir að þó að embættismenn Vatíkansins gefi oft af sér þá mynd á opinberum vett- vangi að þeir hliðri engu á kostnað þess sem kirkjan hefur skilgreint sem rétt siðferði þá geti þeir verið mjög þolinmóðir og skilningsríkir utan þess. Stefnumarkandi aðilar í Vatíkaninu bregðast oft ekki eins ókvæða við því, eins og margir Bandaríkjamenn, er kaþólikkar í þróuðum löndum heimsins snið- ganga reglugerðir Vatíkansins um notkun getnaðarvarna. Það er hins vegar ekki svo að embættismenn í Vatíkaninu trúi ekki á reglugerðir, heldur trúa þeir því að það sé hluti af eðli reglna sem eru settar sem ímynd hins fullkomna að fólk fari ekki eftir þeim. Að sjálfsögðu geta menn svo rökrætt um hvort bann við notkun getnaðarvarna, eða bann við því að samkynhneigðir læri til prests, ætti að teljast ímynd hins fullkomna. Málið er það, þó að embættis- menn í Vatíkaninu muni aldrei gefa það upp, þá búast fáir við því að far- ið sé eftir þessum reglum í hví- vetna. Sumum í Bretlandi og Banda- ríkjunum gæti þótt þetta viðhorf vera hræsni; að kirkjan setji lög en líti svo undan í hálfkæringi þegar lögin eru brotin. Embættismenn í Vatíkaninu rökstyðja hins vegar gjörðir sínar á þann veg að þær séu raunhæf undanlátssemi við mann- skepnuna sem orðin er úrkynjaðri en áður. Nokkrir embættismenn í Vatík- aninu hafa sagt að tilgangur nýju laganna sé að rísa gegn þeirri við- teknu skoðun innan kirkjunnar sem segir að svo framarlega sem verð- andi prestur sé fær um skírlífi þá skipti ekki máli hvort hann sé gagn- kynhneigður eða samkynhneigður. Þeir aðilar sem marka stefnu Vatík- ansins, auk sumra biskupa í Banda- ríkjunum, eru á þeirri skoðun að þetta sé barnalegt viðhorf. Þeir telja að í umhverfi þar sem ein- göngu eru karlmenn sé líklegra að samkynhneigðir falli í freistni og því þurfi að hafa meiri áhyggjur af samkynhneigðum prestum. Þessi staðhæfing þarfnast frekari um- ræðu en alveg sama hvernig litið er á málið þá leiðir ekki af staðhæfing- unni að enginn samkynhneigður maður skuli nokkru sinni vígður til prests. Staðhæfingin felur það frek- ar í sér að biskupar muni gaumgæfa samkynhneigð prestsefni vel, en að á endanum muni dómgreind þeirra sjálfra skera úr um hvort viðkom- andi verður vígður eður ei. Þeir sem ekki kæra sig um að hvika frá nýju lögunum munu þó vitanlega geta gert það. En þó að samkynhneigðum prestum innan kaþólsku kirkjunnar muni fækka í framtíðinni, auk þess sem samkynhneigðum prestsefnum mun örugglega fækka sem og sam- kynhneigðum prestum sem eru reiðubúnir að ræða stöðu sína opin- berlega, þá mun kaþólska kirkjan ekki verða hreinsuð endanlega af samkynhneigðum prestum. Eftir að biskupar og stjórnendur presta- skóla hafa tekið ákvarðanir um hvernig málefnum samkynhneigðra skuli háttað innan kaþólsku kirkj- unnar í framtíðinni munu öruggega margir styðjast enn þá við hina klassísku ítölsku rökbrellu sem hljóðar svo: „Ef páfinn væri hérna myndi hann örugglega skilja þetta.“ John L. Allen Jr. er fréttaritari National Catholic Reporter í Vatík- aninu. Greinin hefur áður birst í New York Times Það er óþolandi að sýslumaðurinn í Reykjavík geti mætt á ritstjórn fjölmiðils, réttað þar og dæmt fjölmiðilinn til að láta af skrifum sem einhver eða einhverjir þola ekki og tekið með lögboði gögn blaðsins. Þessi harkalega gerð er til bráðabirgða og meðan dómstól- ar koma ekki að málinu stendur fádæma ákvörðun sýslumannsins. Þessi aðför að Fréttablaðinu er harðari en dæmi eru um. Með þessu hefur sýslumaður tekið sér ritskoðunarvald yfir Fréttablaðinu. Fréttablaðið er fyrirferðarmikið í samfélaginu, enda er það stærsti fjölmiðill landsins. Fréttablaðið hefur með velgengni sinni breytt miklu á fjölmiðlamarkaði. Þess vegna hefur blaðið mátt þola ótrúlega grófar lygar og meiðandi innistæðulausar yfirlýsingar frá þeim sem ólust upp í heimi fjölmiðla þar sem ritstjórar tóku frétt- ir af almennum blaðamönnum, það er þegar fréttirnar höfðu sér- staka þýðingu fyrir ritstjórana eða þeirra helstu samherja. Þessi vinnubrögð hafa tíðkast á Morgunblaðinu, einsog lesa mátti í því blaði fyrir fáum dögum. Þannig hefur Fréttablaðið aldrei unnið. Hvorki sýslumaðurinn í Reykjavík né nokkuð annað yfirvald hefur aðhafst nokkuð þegar aðrir fjölmiðlar hafa vitnað beint eða óbeint í tölvubréf annars fólks. En hvað var það sem Fréttablaðið gerði? Fréttablaðið sagði aldrei frá persónulegum málum þeirra sem skrifuðust á í tölvubréfunum, sem nú er í geymslu sýslumannsins, aldrei eitt einasta orð. Það sem blaðið sagði frá var að löngu fyrr en áður hafði komið fram var undirbúningur hafinn að kæru gegn for- svarsmönnum stórfyrirtækisins Baugs. Fréttablaðið sagði að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Bene- diktsdóttir höfðu ásamt Jóni Geraldi Sullenberger talað sig saman um undirbúning málssóknarinnar löngu áður kæran var lögð fram. Fréttablaðið sagði líka frá því að Jón Steinar Gunnlaugsson, þáver- andi lögmaður og einn allra nánasti ráðgjafi þáverandi forsætisráð- herra, hefði komið að máli Jóns Geralds löngu fyrr en áður hafði komið fram og síðast en ekki síst sagði Fréttablaðið frá því að fram- kvæmdastjóri flokks þáverandi forsætisráðherra hefði einnig haft afskipti af málinu. Fréttablaðið sagði einnig að ritstjóri Morgun- blaðsins og Jónína Benediktsdóttir afréðu að koma gögnum frá Jóni Geraldi til skattrannsóknar og að ritstjórinn nefndi fjármálaráð- herra sem mikilvægan í væntanlegri skattrannsókn, sem ekki varð. Allt eru þetta stórkostlegar fréttir sem áttu og eiga erindi við allan almenning. Annað gerði Fréttblaðið ekki. Það sagði beinar fréttir af aðdrag- anda kærunnar gegn forsvarsmönnum Baugs. Fréttablaðið gerði ekkert með þann hluta gagna sem laut að persónulegum málum þeirra sem komu við sögu. Sýslumaðurinn hefur orðið við kröfum um ofbeldi gegn Fréttablaðinu. Sú staðreynd mun aldrei duga til að kæfa niður þær fréttir sem þegar hafa verið skrifaðar og mun jafn- vel auka gildi þeirra. ■ 2. október 2005 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ SIGURJÓN M. EGILSSON Aðför sýslumanns gegn Fréttablaðinu er gróf og einstök. Ritsko›un s‡slumanns FRÁ DEGI TIL DAGS Sýslumaðurinn hefur orðið við kröfum um ofbeldi gegn Fréttablaðinu. Sú staðreynd mun aldrei duga til að kæfa niður þær fréttir sem þegar hafa verið skrifaðar og mun jafnvel auka gildi þeirra. JOHN ALLEN SKRIFAR UM KAÞÓLSKU KIRKJUNA OG SAMKYNHNEIGÐ Í Vatíkaninu sanna undan- tekningarnar regluna Hausatalning á SUS-þingi Landsþing Sambands ungra sjálfstæð- ismanna hefur staðið yfir í Stykkishólmi nú um helgina og fara bæði formanns- og stjórnarkjör fram í dag. Nokkur titr- ingur hefur verið meðal ungliðanna í aðdraganda þingsins eins og sjá mátti á þeim fjölda sem tók þátt í kosningum í Heimdalli á þriðjudaginn. Þá tókust á Deiglu- og frjálshyggju- armurinn líkt og undanfarin ár. Borgar Þór Ein- arsson, fyrrverandi ritstjóri Deiglunnar, er enn sem komið er einn í framboði til formennskunnar og þykir því sigurstranglegur, ekki síst þar sem stuðningsmenn hans í Deiglu- arminum höfðu betur í Heimdalli sem skipar tæpan helming fulltrúa á SUS- þingið. Frjálshyggjuarmurinn hefur hins vegar ráðið SUS undanfarin ár og ætlar ekki að gefa sambandið eftir bar- áttulaust. Fyrir vikið er nú vílað og dílað sem aldrei fyrr í stuttbuxna- deildinni og búist er við fram- boði gegn Borgari á lokametrun- um ef frjálshyggjumennirnir sjá fram á að hausatalningin stemmi. Auglýst gegn Bolla Átökin í Heimdalli snerust í grunninn um það hvaða Heimdellingar yrðu aðalmenn á SUS-þinginu. Hljóðið í andstæðingum Borgars hefur verið þungt eftir að þeir töpuðu naumlega sem sjá má af því að í Morgunblaðinu í gær komu þeir gagnrýni sinni á Bolla Thoroddsen, for- mann Heimdallar, á framfæri með hálf- síðuauglýsingu sem sam- kvæmt verðskrá gæti kost- að yfir 100.000 krónur. Það hefur löngum mælst illa fyrir innan íhaldsins að menn ræði innanhússátök við blaðamenn og fáheyrt að menn greiði fyrir að koma þeim á framfæri. gag@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ VATÍKANINU Benedikt XVI fundar með kardinálum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.