Fréttablaðið - 25.10.2005, Side 4
4 25. október 2005 ÞRIÐJUDAGUR
�������������������������������
������������������
�
�����������������
�����������������
������������������ ��� ������
���������������������������������
����������������������������������
����������������������������
���������������
�����������������������������
�����������������������������������
���������������������������
�������������������
��������
�����������������������������������������������������������������������������������������
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 24.10.2005
Gengisvísitala krónunnar
60,25 60,53
106,48 107
71,91 72,31
9,637 9,693
9,199 9,253
7,538 7,582
0,5204 0,5234
86,77 87,29
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
101,3133
Báðar fyrir þrjátíu árum „Við
vorum hérna báðar fyrir þrjátíu árum,“
segir Sólborg Sigurðardóttir. Hún segir
að miklu meira sé um fólk nú en síðast.
Þær segja að ekki hafi verið auðvelt að
fá frí á kvennafrídaginn 1975. Það hafi
verið nokkur barningur fyrir konur.
Ingibjörg Sigurðardóttir telur að meiri
skilningur ríki í dag gagnvart frídeginum
og þær hafi sennilega átt auðveldara
með að komast frá störfum sínum.
Voru í fríi „Það voru ekki tímar hjá
okkur í háskólanum þannig að það var
lítið mál fyrir okkur að mæta á svæðið,“
segir Kristín Björk Friðriksdóttir háskóla-
nemi.
Kristín og vinkona hennar Sigrún Sif
Kristjánsdóttir segjast gefa réttindamál-
um kvenna gaum. „Ég kem frá heimili
þar sem þessum málum er veitt athygli,“
segir Sigrún.
Krafturinn svona mikill alla daga
„Sú yfirlýsing felst í þessum fundi að nú
verðum við að fá aðgerðir og þær ekki
aðeins á tyllidögum heldur þannig að
konur þurfi ekki að vera hálfdrættingar í
launum á við karla,“ segir Kolbrún Hall-
dórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Kolbrún var þáttakandi í leikþætti á
sviðinu á Ingólfs-
torgi.
„Þetta sýnir það svo
að ekki verður um
villst að krafturinn í
jafnréttisbaráttunni
og kvenfrelsisbar-
áttunni á að vera
svona mikill alla
daga,“ segir Kolbrún.
KVENNAFRÍDAGURINN
KVENNAFRÍDAGUR Lögregla telur að
ekki hafi verið færri en 45 þús-
und manns í miðbæ Reykjavíkur
i gærdag í tilefni kvennafrídags-
ins. Þrjátíu ár eru liðin frá því að
kvennafrídagurinn var haldinn
síðast á eftirminnilegan hátt fyrir
þá sem þar voru.
Mikil stemning var á fundinum
á Ingólfstorgi en nokkurn tíma tók
fyrir allan fjöldann að komast leið
sinnar frá Skólavörðuholtinu og
niður í bæ.
Við setningu fundarins sagði
Edda Björgvinsdóttir fundar-
stýra: „Mér er það mikill heiður
að vera fundarstjóri hér í dag.
Fyrir 30 árum síðan var ég, ung
tveggja barna móðir, ákaflega
bjartsýn og mér þótti stutt í það
að við konurnar myndum ekki
aðeins standa jafnfætis körlum til
dæmis hvað varðar laun, heldur
hélt ég að við myndum hreinlega
taka yfir. Það yrði svo gott fyrir
heiminn. Nú þrjátíu árum seinna
stend ég hér fjögurra barna móðir
og fimm barna amma og ég er
hrærð og klökk yfir samstöðunni,
stemningunni, gleðinni og öllum
þessum fjölda. Á sama tíma er ég
örlítið sorgmædd yfir því að við
skulum þurfa að hafa annan svona
dag, þrjátíu árum seinna.“
Meðal þeirra sem tóku til máls
á fundinum var Amal Tamimi en
hún talaði fyrir hönd Samtaka
kvenna af erlendum uppruna
á Íslandi. Amal sagði að konur
af erlendu bergi brotnar stæðu
frammi fyrir tvíþættum vanda.
Annars vegar misrétti vegna
kynþáttar og hins vegar misrétti
vegna kynferðis.
„Launakannanir hafa sýnt að
hér ríkir launamisrétti fyrir sömu
störf en kannanir hafa líka sýnt að
meirihluti kvenna telur að launa-
misréttið sé á öðrum vinnustöð-
um en ekki þeirra,“ sagði Katrín
Anna Guðmundsdóttir, fulltrúi
kvennahreyfingarinnar, í baráttu-
ræðu sinni. Hún telur að hægt sé
að útrýma launamisrétti strax á
morgun með því að afnema launa-
leynd.
„Þetta er svo glæsilegt að
mann langar mest að fara að gráta
úr gleði,“ segir Edda Jónsdóttir,
verkefnisstjóri kvennafrídagsins.
Hún segist líka hafa verið við-
stödd hátíðahöldin fyrir þrjátíu
árum. „Þá var ég eins mánaðar
gömul í vagni fyrir utan stjórnar-
ráðið,“ segir Edda.
saj@frettabladid.is
Hægt að útrýma
launamisrétti strax
Að minnsta kosti 45 þúsund manns söfnuðust saman í miðborg Reykjavíkur í
gær í tilefni kvennafrídagsins. Edda Björgvinsdóttir fundarstýra telur sorglegt
að aftur hafi þurft að halda slíkan fund. Mikil stemning ríkti.
LAGT AF STAÐ FRÁ SKÓLAVÖRÐUHOLTI Fjöldi fólks, meirihlutinn konur, söfnuðust saman á Skólavörðuholtinu í gær og gengu niður á
Ingólfstorg þar sem haldinn var fundur í tilefni kvennafrídagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Á bæn fyrir góðu veðri „Þetta er
guðdómlegt. Ég var svo glöð þegar ég
vaknaði í morgun
og veðrið var svona
fallegt enda held ég
að öll kvennakirkjan
hafi legið á bæn fyrir
góðu veðri síðasta
mánuðinn,“ segir
María Heba Þorkels-
dóttir, sviðstýra fund-
arins á Ingólfstorgi.
María segir var ekki á
fundinum fyrir þrjátíu
árum. „En mamma var hérna,“ segir
María. „Það er æðislegt að upplifa þessa
samstöðu.“
Hópurinn gekk úr vinnu „Við
vorum báðar í vinnunni og gengum
þar út til þess að fara í gönguna ásamt
öðrum góðum konum,“ segir Berglind
María Tómasdóttir flautuleikari. Berglind
og Ása Briem vinna báðar að dag-
skrárgerð á Rás 1. Þær segja að hópur
kvenna hafi gengið frá útvarpshúsinu
við Efstaleiti og alla leið í bæinn. „Þetta
var stór hópur, og svo blandaðist hann
saman við fleiri hópa á leiðinni,“ segir
Ása. Þær eru sammála um að gangan
hafi verið góð og samstaðan mikil.
Þarf að finna fyrirstöðuna „Þetta
er gjörsamlega
stórkostlegt og ég er
hálfpartinn orðlaus,“
segir Edda Björgvins-
dóttir fundarstýra á
Ingólfstorgi. „Það var
aldrei neinn vafi í
mínum huga að konur
og þeirra stuðningsað-
ilar myndu fjölmenna
hingað í dag. En ég bjóst samt ekki við
þessum mikla fjölda,“ segir Edda.
Edda segir að þeir síðustu sem lögðu
frá Hallgrímskirju væru nánst fastir þar,
svo mikill væri fólksfjöldinn. „Það fylgja
því þó blendnar tilfinningar að þurfa
að berjast fyrir sömu hlutunum nú 30
árum seinna,“ segir Edda. Hún segir að
ekki vanti samstöðuna, nú þurfi hins
vegar að finna út hver fyrirstaðan sé.
KVENNAFRÍDAGURINN
KVENNAFRÍDAGURINN Konur á Akur-
eyri héldu baráttuhátíð sína í gær
í Sjallanum og var húsið orðið
yfirfullt tæpum hálftíma áður en
skipulögð dagskrá hófst klukk-
an 15. Sárafáir karlmenn mættu
á hátíðina en að mati Sólveigar
Hrafnsdóttur, sem þátt tók í und-
irbúningnum, voru á milli 2.000
og 2.500 konur í Sjallanum og
þurfti hópur kvenna að hlýða á
dagskrána utandyra þar sem ekki
komust fleiri inn.
„Við erum ofboðslega ánægðar
með samstöðu kvenna á Akureyri
og mætingin var langt umfram
okkar björtustu vonir. Kvenna-
frídagurinn olli bylgju á meðal
þjóðarinnar fyrir 30 árum og ekki
ólíklegt að slík verði raunin núna
þó svo baráttumálin séu kannski
ekki þau sömu,“ segir Sólveig.
Sumum vinnustöðum á Akur-
eyri var lokað upp úr klukkan 14
í gær og á öðrum gekk starfsemi
hægt fyrir sig þar sem vinnu-
veitendur gáfu konum almennt
leyfi til að sækja baráttuhátíðina í
Sjallanum. Þar á meðal voru allir
stóru vinnustaðirnir á Akureyri:
Fjórðungssjúkrahúsið, Háskólinn
og Akureyrarbær. - kk
Á þriðja þúsund konur komu saman í Sjallanum á Akureyri:
Þátttakan langt umfram væntingar
SJALLINN YFRIFULLUR Konur á Akureyri
voru ánægðar með kvennafrídaginn og
vona að góð þátttaka gefi þeim vind í
seglin í jafnréttisbaráttunni.