Fréttablaðið - 25.10.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 25.10.2005, Síða 6
6 25. október 2005 ÞRIÐJUDAGUR NEYTENDUR Húsasmiðjan blæs til sóknar á bygginga- og heimil- svörumarkaði með því að bjóða viðskiptavinum sínum ávallt læg- sta verð. Það byggist á því að þeir fá vöru keypta hjá Húsasmiðjunni endurgreidda sjáist hún auglýst á lægra verði annars staðar innan fimmtán daga frá kaupum. „Með þessu viljum við hnykkja á því að viðskiptavinir okkar njóti ávallt bestu kjara“, segir Steinn Logi Björnsson forstjóri Húsa- smiðjunnar. „Ef varan er ódýrari annars staðar lækkum við okkur og greiðum mismuninn.“ Byggingavörumarkaður: Verðvernd og endurgreiðslur HEILBRIGÐISMÁL Yfirdýralæknir hefur ákveðið að grípa til sérstakra varúðarráðstafana varðandi inn- flutning hunda. Veira sem veldur inflúensu hjá hestum í Bandaríkj- unum hefur breyst og sýkir nú ein- nig hunda þar í landi. Því sé talið að innflutningur hunda frá Bandaríkj- unum geti falið í sér hættu fyrir íslenska hrossastofninn. Fyrirkomulagi einangrunar verð- ur breytt og sjúkdómavarnir efldar. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, segir að blóðsýni til mótefnarannsókna verði tekin úr öllum hundum sem koma til landsins þar sem nokkrar líkur séu á því að veiran hafi borist út fyrir Bandaríkin. „Infúensan er þannig sjúkdóm- ur að það á mjög auðveldlega að vera hægt að stöðva hana af með sóttkví,“ segir Sigríður en Ísland er eina landið í Evrópu þar sem hestar eru ekki bólusettir gegn hestainflú- ensu. „Það er mikið í húfi og við ætlum að hafa vaðið fyrir neðan okkur,“ segir Sigríður en ljóst væri að tjón hrossaræktarinnar vegna tímabundinnar stöðvunar á allri starfsemi og útflutningi yrði umtalsvert. - sgi HESTAR Hestar eru ekki bólusettir gegn inflúensu á Íslandi. Farsótt gæti haft veru- lega slæm áhrif á afkomu hrossaræktar. Yfirdýralæknir bregst við breytingu hestainflúensuveiru sem borist hefur í hunda: Sýktir hundar ógna hestum Hindrar launaneynd launajöfn- uð kynjanna? Já 78% Nei 22% SPURNING DAGSINS Í DAG Þarf að setja strangari reglur um starfsemi starfsmannaleiga? DÓMSMÁL Þórhalli Ölveri Gunn- laugssyni, sem gengur nú undir nafninu Þór Óliver, voru í gær dæmdar skaða- og þjáningabæt- ur í kjölfar líkamsárásar sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni í maí 2002. Forsaga málsins er að sam- fangi Þórhalls veittist að honum inni í fangaklefa með þeim afleiðingum að tennur í Þórhalli brotnuðu ásamt því að hann hruflaðist og marðist. Kröfur Þórhalls um skaðabæt- ur frá íslenska ríkinu byggjast á því að hann hafi ekki fengið viðunandi læknismeðferð í kjöl- far árásarinnar. Lögmaður íslenska ríkisins mótmælti kröfum Þórhalls á þeim forsendum að ósannað væri að hann hefði hlotið áverk- ana í umræddri árás. Hann hefði fengið alla þá umönnun sem hann ætti rétt á. Dómurinn viðurkennir að Þórhallur eigi rétt á skaðabót- um frá árásarmanninum og jafnframt eigi hann rétt á þján- ingabótum frá íslenska ríkinu vegna þess að hann hafi ekki fengið viðhlítandi tannlækna- þjónustu í kjölfar árásarinnar. Þórhallur er refsifangi á Litla-Hrauni en hann var sak- felldur fyrir að hafa myrt Agnar W. Agnarsson sumarið 1999. - saj Morðingi fær þjáningabætur frá ríkinu: Fær tennur bættar KJÖRKASSINN FELLIBYLUR Fellibylurinn Wilma fór yfir Flórídaskaga og Kúbu í gær og varð umtalsvert tjón af völdum veðursins. Sunnar við Mexíkóflóa var hitabeltisstormurinn Alfa á ferðinni og varð í það minnsta átta manns að fjörtjóni. „Ég hef hvorki fyrr né síðar upplifað annan eins veðurofsa, ég er nú 63 ára og hef oft verið í óveðri á Íslandi. Þeir voru eins og þytur í laufi í samanburði við þetta,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson fréttamaður. Ingvi var í bænum Hollywood, rétt sunnan við Fort Lauderdale, og lenti bókstaflega undir auga stormsins. „Það var líkt og risastór hendi væri að reyna að hrista húsið af grunninum. Mynd- ir duttu af veggjunum og miklir brestir heyrðust í þakinu.“ Vindhraði Wilmu var vel yfir fimmtíu metrar á sekúndu enda olli bylurinn umtalsverðu tjóni. Einn maður lést í úthverfi Fort Lauder- dale þegar tré féll á hann. Rúður brotnuðu í skýjakljúfum borgar- innar, raflínur slitnuðu og vatns- leiðslur rofnuðu. „Það er ótrúlegt að horfa hérna yfir hverfið. Það er eins og risastór jarðýta hafi farið yfir og ýtt um koll trjánum sem eru hérna,“ sagði Ingvi Hrafn um ástandið í Hollywood. Key West eyjaklasinn sem er suður af Flórída fór nánast á kaf í hamförunum og í Havana, höf- uðborg Kúbu, festist fjöldi fólks í híbýlum sínum sem voru umlukin vatni. Sunnar við Mexíkóflóann lét hitabeltisstormurinn Alfa til sín taka. Á Haítí fórust í það minnsta átta manns í veðurofsanum. 23 til viðbótar er saknað eftir að aur- skriðum og vatnsflóð hrifu hús og bifreiðar með sér. Þrír menn eru ófundnir í Dóminíkanska lýðveld- inu eftir óveðrið þar. Wilma heldur nú sem leið ligg- ur norður eftir strönd Bandaríkj- anna en stormurinn er svo langt úti á hafi að áhrif hans eru óveru- leg. Alfa mjakaði sér jafnframt út á Atlantshafið en er nú einungis meðaldjúp lægð. Alfa er 22. hita- beltisstormurinn á Atlantshafinu þetta árið en um slíkan fjölda eru engin dæmi. sveinng@frettabladid.is Líkt og risastór hendi væri að hrista húsið Fellibylurinn Wilma fór yfir Mexíkóflóa í gær og olli íbúum Kúbu og Flóríd- askaga þungum búsifjum. Einn maður lét lífið í veðurofsanum. Þá eru átta ma- nns taldir af á Haítí eftir að hitabeltisstormurinn Alfa lagði þangað leið sína. ALLT Á FLOTI Íbúar Havana urðu margir hverjir að ösla vatnselginn upp í axlir. Björgunarsveitir í kafarabúningum sóttu um 250 stranda- glópa af heimilum sínum. MYND/AP GALAPAGOS-EYJAR Eldfjallið Sierra Negra á eynni Isabelu í Galap- agos-eyjaklasanum í Kyrrahafi byrjaði að gjósa um helgina með miklum látum. Gosefni úr hinu fimmtán hundruð metra háa fjalli breidd- ust um stórt svæði en íbúar í nágrenninu eru þó ekki taldir í hættu. Öllum ferðamannastöðum í grennd við fjallið hefur þó verið lokað í varúðarskyni. Ekki er enn ljóst hve mikil áhrifin verða á gróður og dýr á eynni en hún er fræg fyrir fallega náttúru og fjölbreytt dýralíf sem varð Charles Darwin innblástur að þróunarkenningu sinni. Eldgos í Suðurhöfum: Íbúar Isabelu ekki í hættu SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Bandarík- in og Frakkar ætla að beita sér fyrir því að öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna krefji Sýrlendinga um fulla samvinnu í rannsókninni á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi for- sætisráðherra Líbanons, ella sæta refsiaðgerðum. „Tími sannra játninga er runn- inn upp fyrir Sýrlendinga,“ sagði John Bolton, sendiherra Bandaríkj- anna hjá SÞ, í gær. Í svipaðan str- eng tók Jean-Marc de La Sabliere, franskur starfsbróðir hans. Detlev Mehlis, formaður rann- sóknarnefndar SÞ um morðið, flyt- ur öryggisráðinu skýrslu í dag. Frakkar og Bandaríkjamenn: Sýrlendingar sýni samvinnu NÍGERÍA, AP Nígerísk stjórnvöld reyna nú að finna skýringar á flug- slysinu um helgina þegar Boeing 737-þota Bellview Airlines fórst á leið sinni frá Lagos til höfuðborg- arinnar Abuja með 117 manns inn- anborðs. Yfirvöld útiloka ekki að um hryðjuverk sé að ræða þótt það sé talið ólíklegt. Vonast er til að fund- ur svörtu kassanna svonefndu muni varpa ljósi á málið. Sjónvarps- og útvarpsstöð í landinu hefur verið lokað þar sem yfirvöld töldu fréttaflutning þeirra af slysinu vera óviðeig- andi. Flugslysið í Nígeríu: Allt á huldu um orsakirnar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.