Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2005, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 25.10.2005, Qupperneq 15
STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra hafði orð fyrir for- sætisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á blaðamanna- fundi í Reykjavík í gærkvöldi. „Viðræður okkar snerust eink- um um samband Norðurlanda og Eystrasaltslandanna við Evrópu- sambandið og tengslin milli ES og Evrópska efnahagssvæðisins. Við ræddum einnig sambandið við Rússland og Úkraínu. Við ræðum þau mál áfram á síðari fundi hér. En einnig ræddum við tengsl Norðurlanda og Eystrasaltsríkj- anna.“ Spurðir um formlega aðild Eystrasaltsríkjanna að Norður- landaráði sagði Halldór að slíkar aðildarumsóknir hefðu ekki bor- ist. Göran Pers- son, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sagði að tengslin og samvinnan við Rússland væri afar þýð- ingarmikil. Sví- þjóð, Finnland og Danmörk eiga aðild að Evrópu- sambandinu og sagði Persson að umræður um nánari samvinnu við Rússa færu fram innan þess einnig. „Hagsmunirnir liggja á orkusviðinu, framboði á elds- neyti, áætlunum um að horfa til fjölbreytilegra orkugjafa og verða ekki háðir eldsneyti frá einu eða tveimur löndum innan álfunnar. Það er margt að ræða við Rússa bæði af hálfu Norðurlandaráðs og Evrópusambandsins,“ sagði Göran Persson. „Norðmenn vilja áfram grund- valla tengsl sín við Evrópusam- bandið á samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið,“ sagði Jens Stoltenberg, nýbakaður for- sætisráðherra Noregs. Sósíalíski vinstriflokkurinn, samstarfs- flokkur Verkamannaflokksins í nýrri ríkisstjórn Noregs, er andvígur inngöngu í Evrópu- bambandið og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er ekki gert ráð fyrir aðildarumsókn. „Verka- mannaflokkurinn áskilur sér þó frelsi til þess að fylgja stefnu sinni í Evrópumálum, taka upp málið ef og þegar sá tími kemur að Norðmenn eru reiðubúinir á ný til þess að taka afstöðu til inn- göngu í Evrópusambandið,“ segir Stoltenberg. Norðmenn höfnuðu inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972 og aftur árið 1994. Stoltenberg segir að ef ætlunin sé að sækja um inngöngu verði að ganga úr skugga um að það sé afdráttar- laus vilji þjóðarinnar í þjóðarat- kvæðagreiðslu. „Ég er viss um að ef Ísland sækir um inngöngu í Evrópusambandið mun það hafa mikil áhrif á umræðuna í Noregi. Við fylgjumst með því hvernig umræðan þróast á Íslandi því hún hefur áhrif í Noregi. En ólíkt Íslendingum höfum við í tvígang farið í gegnum samningaviðræð- ur, sótt um inngöngu og fellt aðild- ina í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Jens Stoltenberg í samtali við Fréttablaðið. Þing Norðurlandaráðs hefst formlega í dag með fundi forsæt- isráðherra Norðurlanda. Tveir þeirra, Göran Persson og Jens Stoltenberg, fara af landi brott að loknum fundinum. Allt að 800 manns eru komn- ir til Reykjavíkur vegna þings Norðurlandaráðs, þar af um 100 þingmenn og ráðherrar. Nokkrir tugir fulltrúa Eystrasaltsríkj- anna, blaðamenn og fleiri eru hér á landi í tengslum við þingið, sem stendur fram á fimmtudag. johannh@frettabladid.is Umræðan hér hefur áhrif á Norðmenn Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir að umræða á Íslandi um aðild að Evrópusambandinu geti haft mikil áhrif í Noregi. Hann situr fundi í Reykja- vík ásamt öðrum forsætisráðherrum við upphaf Norðurlandaráðsþings. JENS STOLTENBERG FORSÆTISRÁÐHERRA NOREGS „Við fylgjumst með því hvernig umræðan þróast á Íslandi því hún hefur áhrif í Noregi.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ÞRIÐJUDAGUR 25. október 2005 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.