Fréttablaðið - 25.10.2005, Page 21
[ ]
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL
Hinn landsfrægi spaugari Karl Ágúst Úlfs-
son leysir samgönguvanda höfuðborgarinn-
ar á skemmtilegan hátt.
„Stundum hjóla ég úr Garðabænum en
oftast tek ég hjólið með mér í strætó og
hjóla það sem ég þarf að fara innanbæjar
í Reykjavík,“ segir Karl Ágúst. „Ég myndi
feginn hjóla úr Garðabænum ef ég treysti
umferðinni til að hleypa mér heilum á leið-
arenda. Þetta er ekki góð hjólaleið eins og
hún er núna og það er mjög flókið að kom-
ast í bæinn án þess að leggja sig í stórhættu
með því að hjóla Hafnarfjarðarveginn.“
Karl Ágúst segist aldrei hafa stundað hjól-
reiðar sem hobbí. „En ég hef lengst af átt
hjól og notað það töluvert og hjólaði mikið
á árum áður. Hjólreiðarnar eru mín aðal
líkamsrækt núna, því miður þá hef ég ekki
getað fundið mér tíma í að gera mikið meira
eins og stendur. Hjólreiðar eru praktísk
líkamsrækt því þannig sameinar maður
hreyfingu og samgöngur og svo er útiveran
sem gerir hjólreiðarnar mikið hollari en að
hjóla á þrekhjóli.“ Karl Ágúst segist aldrei
hafa verið það harður hjólreiðamaður að
hann fari á nagladekk svo þegar fer að
kólna verulega þá er hjólinu lagt í bili. „En
annars er veðurfarið að breytast svo mikið
hérlendis að það gerir aldrei neina veru-
lega vetur svo það er aldrei að vita nema ég
verði á hjóli í allan vetur.“
Karl Ágúst segir miklu minna mál en
hann hélt að fara með hjólið í strætó. „Ég
byrjaði á þessu í haust því ég var að kenna
vestur í Háskóla og það var löng leið að
fara snemma á morgnana svo ég ákvað
að nýta mér strætó og það reyndist vera
sáralítið mál. Þá er ég bara með hjólið
aftast. Svo fjárfesti ég í miklu þarfaþingi
sem er hjólastatíf aftan á bíl þannig að ef
ég þarf einhverntíma á miðjum degi að
skipta um samgöngutæki og nota bílinn
þá er ég aldrei í neinum vanda að kippa
hjólinu með.“
Á hjóli í strætó
Karl Ágúst Úlfsson tekur hjólið með sér hvert á land sem er.
Karl Ágúst fer allra sinna ferða innan Reykjavíkur á hjóli.
Ég fæddist
á því hnerrans
fári 1998!
KRÍLIN
Góðan dag!
Í dag er þriðjudagur 25. október,
298. dagur ársins.
Ofbeldi getur haft áhrif á
tilfinningalegan og lífeðlis-
legan þroska unglinga. Verði
unglingar vitni að ofbeldi eða
verða fyrir því getur það haft
áhrif á tilfinningalíf unglingsins
í mörg ár á eftir. Unglingar
þessir virðast upplifa það sama
og þeir sem verða fyrir stöðugri
langvarandi streitu. Þetta eru
meðal niðurstaðna sem birtust
í rannsókn Annals of Behavior-
al Medicine.
Sjálfsvígum hefur fækkað eftir
að hópur á vegum landlækn-
isembættisins hóf vinnu gegn
sjálfsvígum fyrir þremur árum.
Farið var í
verkefnið Þjóð
gegn þung-
lyndi eftir
mikinn fjölda
sjálfsvíga árið
2000. Það ár
var virkilega
slæmt en þá
svipti 51 sig
lífi. Árangur-
inn mælist
meðal annars
í því að fólk
sé meðvit-
aðra um áhrif
þunglyndis. Verkefnið hefur nú
staðið í tæp þrjú ár og hefur
sjálfsmorðum fækkað töluvert
síðan en á síðasta ári féll 31
fyrir eigin hendi. Verkefninu er
hvergi nærri lokið.
Göngudeild barna- og ungl-
ingageðdeildar Landspítala -
háskólasjúkrahúss stendur
frammi fyrir miklum biðlistum.
Um eitt hundrað börn bíða nú
eftir mati og álagið er mikið á
starfsfólk, sérstaklega í ljósi
þess að húsnæði göngudeild-
arinnar er löngu sprungið utan
af starfseminni. Vonast er til að
ástandið lagist með fyrirhug-
aðri stækkun
húsnæðisins
en verklok
eru fyrirhug-
uð árið 2008.
Komum á
deildina hefur
fjölgað mikið
á undanförn-
um árum og
má það að
einhverju leyti
rekja til fram-
fara í greiningu
og meðferð
geðraskana.
LIGGUR Í LOFTINU
HEILSA
SMÁAUGLÝSINGAR
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
SMÁAUGLÝSINGAR
SÍMI: 550 5000
ÞÚ GETUR PANTAÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
Á visir.is
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík 8.49 13.12 17.34
Akureyri 8.41 12.56 17.11
Heimild: Almanak Háskólans
DAGVISTUN
Stressar börn
bls. 2
TANNBURSTUN
Réttu handtökin mikilvæg
bls. 3
Rannsóknir sýna að
sameiginlegur matmáls-
tími fjölskyldunnar getur
gert gæfumuninn fyrir
sjálfstraust barna.
Bandarísk rannsókn sýnir að
þeim fjölskyldum sem borða
saman líður betur með sjálfar
sig og gengur betur í líf-
inu en þeim fjölskyldum
sem leggja enga áhers-
lu á samverustundir
við matarborðið.
Marshall Duke frá
Emery-háskóla í
Bandaríkjunum
stóð fyrir rann-
sókninni sem
stóð yfir í þrjú
ár og náði til
40 fjölskyldna.
N i ð u r s t ö ð -
ur rannsóknarinnar
sýndu einnig að náin
samvera fjölskyldu
skilaði sér í meira
sjálfstrausti barna.
Ef fjölskylda var vön
að ræða saman um
tilfinningar, ágreiningsefni og
erfiða atburði í lífi hver annars
hafði það jákvæð áhrif á börnin.
Nú er sífellt minni áhersla lögð á
sameiginlegar máltíðir og segir
Marshall Duke að matmálstímar
ættu að vera regla innan hverrar
fjölskyldu. Sérstaklega þar sem
slíkar samverustundir geti gert
gæfumuninn fyrir viðkvæm börn
eða þau sem þjást af kvíða.
Samvera skilar
sjálfstrausti