Fréttablaðið - 25.10.2005, Page 32

Fréttablaðið - 25.10.2005, Page 32
6 ■■■■ { hús og heimili } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Rýmið nýtt til hins ýtrasta VEL SKIPULAGT ANDDYRI LÉTTIR Á HEIMILINU. BÆÐI ER AUÐVELDARA AÐ ÞRÍFA OG UMHVERFIÐ VERÐUR FALLEGRA. KÖRFUR OG SKÓHILLUR LEYSA MÖRG VANDA- MÁL OG RÝMIÐ STÆKKAR. Anddyrið er sá staður þar sem oft- ast er draslið. Yfirhafnir og skór geta flætt út um allt, og húfur og vettlingar eiga það til að týnast. „Ef maður gefur sér smá tíma til að ganga frá öllu á sinn stað, þá verð- ur þetta ekki að vandamáli,“ segir Guðrún Brynjólfsdóttir sem rekur fyrirtækið Röð og regla. Hún sér um að skipuleggja híbýli fólks og vinnustaði og er uppfull af sniðug- um hugmyndum og praktískum lausnum. Á heimili hennar er andyrið mjög lítið, en Guðrún gaf sér smá tíma í skipulag. „Við byrj- uðum á því að taka burt skáp sem var í andyrinu og maðurinn minn smíðaði skóhillu á tveimur hæðum. Auk þess sérsmíðaði hann hillur undir körfum sem við notum undir húfur og vettlinga,“ segir Guðrún. Hún segir að ekki megi gleyma börnunum og mikilvægt að koma upp aðstöðu þar sem þau geta gengið frá eftir sig sjálf. Háir snag- ar og þungar hurðir eru erfiðar fyrir smáfólkið. „Það þarf alls ekki að kosta svo mikið að taka í gegn rými sem þarf að skipuleggja, það fást víða fall- legar og ódýrar körfur sem gott er að nota undir smáhluti,“ segir Guð- rún. Hún segir aðalmálið að tengj- ast hlutunum ekki of sterkum böndum og vera duglegur við að losa sig við hluti sem ekki eru í notkun. Skóhilla á tveimur hæðum var sérsmíðuð undir fatahengið. Sniðugt er að koma snögum fyrir á miðjum vegg fyrir jakka og úlpur. Hillurnar undir körfurnar eru sérsmíðaðar. Efsta hillan er falleg undir skrautmuni og ofan við hana eru myndir af gömlum tímaritum sem settar hafa verið í ramma. Körfur fyrir ofan fatahengið eru ágætar til að geyma vettlinga og húfur sem sjaldan eru notuð. Falleg karfa undir húfur og vettlinga, sem fæst í Rúmfatalagernum. Best er að hafa aðeins lykla sem eru í notkun á lyklasnaga. Karfan er til skrauts. Gott er að hafa snaga fyrir börnin, svo þau geti sjálf hengt af sér án þess að þurfa hjálp. 06-07 lesið 24.10.2005 15:34 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.