Fréttablaðið - 25.10.2005, Side 50
16 ■■■■ { hús og heimili } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Hafsteinn Gunnarsson hjá Bólstraranum segir bólstrun húsgagna vera þeirra aðalstarf en
einnig selur Bólstrarinn gluggutjaldaefni og húsgagnaáklæði. Hjá Bólstraranum er hægt að
fá allskyns efni á „nýja“ gamla stólinn allt frá ekta leðri og niður í gerviefni. „Það er mikið
um að fólk komi með gömul húsgögn til að láta endurnýja þau,“ segir Hafsteinn. „Við sinn-
um líka sérverkefnum fyrir hótel, gistiheimili og veitinga-
hús en erum oft í því að endurlífga upp á eldri húsgögn.
Klæðum sófasett, stóla, borðstofustóla og fleira.“ Bólstr-
arinn er einnig með sérpöntunarþjónustu á gluggatjöld-
um og húsgagnaáklæðum. Efnin eru að vísu í dýrari
kantinum en mjög falleg. Öll efnin má sjá á heimasíðu
fyrirtækisins, www.bolstrarinn.is, þar sem hægt er að
velja um þúsundir gerða. Pöntunin er lögð inn hjá
Bólstraranum og það tekur um viku að fá efnin. Haf-
steinn segir þessa þjónustu mikið nýtta. „Við vísum
svo á saumakonu sem saumar gardínur en við erum
sjálfir í að einbeita okkur að bólstr-
un og sérverkefnum.“
Bólstrarinn ehf. er staðsettur við Langholtsveg og hefur síðan árið
1944 bólstrað stóla og önnur húsgögn svo þau hafa gengið í endur-
nýjun lífdaga.
Mublur í nýjum klæðum
Rókkokó stóll frá
árinu 1970. Svart
leður með
hnöppum á baki.
Stóll frá árinu 1980.
Grátt leður.
Borðstofustóll frá árinu 1910. Rauð
mohair geitaull.
Stóll frá árinu 1940. Dökkbrúnt
leður.
Vekur upp ímyndunaraflið
og hleypur fjöri í heimilið
VEGGFÓÐUR Á LÍFLAUSA VEGGI GETUR BREYTT LITLAUSU HEIM-
ILI Í GLEÐRÍKAN STAÐ, ÞAR SEM LITIR OG DANSANDI MYNSTUR
ERU ALLSRÁÐANDI.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/N
O
R
D
IC
P
H
O
TO
/G
ET
TY
I
M
AG
ES
Ef þú ert orðin leið/ur á að sitja og
stara á hvítan vegginn er tilvalið að
veggfóðra hann með líflegu og
litsterku mynstri. Næst þegar þú sest
niður og starir á vegginn, mun
mynstrið koma ímyndunaraflinu í
gang, og aldrei að vita nema
skemmtilegar myndir birtist á veggn-
um. Það getur verið yfirþyrmandi að
veggfóðra alla íbúðina, því er ágætt
að byrja á einum vegg og sjá hvað
setur. Einnig getur verið gaman að
veggfóðra skápa að innan. Það get-
ur verið dásamlega skemmtilegt að
opna fataskápinn sinn á morgnana
og við manni blasir litfagurt og
skemmtilegt veggfóður sem kemur
manni í gott skap. Fataskápurinn
virðist þá ekki eins tómur, auk þess
sem það verður kannski ekki svo
slæmt að skilja skáphurðina eftir
opna.
16-17 lesið 24.10.2005 15:47 Page 2