Fréttablaðið - 25.10.2005, Page 51
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { hús og heimili } ■■■■ 15
Líflegir nytjahlutir
ALESSI GJAFAVÖRUR OG BORÐBÚNAÐUR ERU
HÖNNUN Á HEIMSMÆLIKVARÐA.
Ítalska fyrirtækið Alessi á sér áralanga sögu en Alessi-fjölskyldan segir að átta
ættliðir hennar hafi hannað og selt hinar ýmsu vörur. Fyrirtækið var þó form-
lega stofnað á þriðja áratug síðustu aldar en síðan þá hafa vörur fyrirtækisins
skipað sér í fremstu röð á sviði hönnunar ýmissa gjafavara eins og til dæmis
borðbúnaðar, eldhúsvara, raftækja og fleira.
Alessi sker sig úr fjöldanum með einkar frumlegri og skemmtilegri hönnun þar sem leitast er við að gefa nytja-
hlutum líf með bæði persónugervingu og litum. Einfaldleiki og notagildi er einnig smáatriði sem Alessi-fyritækið
leggur mikið upp úr. Alessi-vörurnar fást meðal annars í Mirale á Grensásvegi.
Sóthreinsikubbar fyrir reykrör og skorsteina, kamínur og arna.
Þegar viður er brenndur í eldhólfi þá safnast upp tjara og creosote
í skorsteininum en það er einn helsti valdur skortsteinsbruna.
Hreinsikubbarnir hindra og fjarlægja creosote- og tjörumyndun.
í skorsteinum og eldstæðið verður öruggara og eldurinn í arninum
nýtur sín miklu betur.
Sóthreinsikubbar fyrir reykrör
og skorsteina, kamínur og arna.
Krókhálsi 10 • sími: 898 1931
nytjahlutir }
Sniðugur og líflegur dósaopnari frá
Alessi.
Gólfin tekin
í gegn
FALLEG VIÐARGÓLF GERA
GÆFUMUNINN.
Það getur borgað sig að pússa
upp og lakka illa farið viðargólf,
í stað þess að skipta því út fyrir
nýtt. Gólf sem eru úr gegnheil-
um viði er hægt að pússa oftar
en einu sinni upp, á meðan
önnur viðargólf er aðeins hægt
að pússa einu sinni. Þegar gólf-
ið er pússað er borið á það lakk
eða olía og þá er kjörið tækifæri
að breyta útliti gólfsins með því
að hafa smá hvítan lit í lakkinu
eða olíunni sem lýsir gólfið. Ef
gólfið er olíuborið þarf að bera
nýja olíu á gólfið á tveggja ára
fresti á meðan lakkið dugar í
fjöldamörg ár.
N
O
R
D
IC
P
H
O
TO
/G
ET
TY
I
M
AG
ES
Æpandi gleði
UNGLINGAHERBERGIÐ ER
KJÖRINN STAÐUR TIL AÐ
LEIKA SÉR MEÐ LITI OG
MYNSTUR.
Bjartir litir ásamt hvítum lit
lífga upp á herbergið og gera
það glaðlegt og skemmtilegt.
Sixtís-tískan hefur verið að
láta á sér kræla upp á síðkast-
ið, sem er leikandi og lifandi
með ótal litaafbrigðum og
mynstri. Auðvelt er að taka
gömul húsgögn og lakka þau
með skipalakki í fallegum lit og
nota stensla á veggina til að
mála mynstur. Best er að velja
fáa liti sem tóna vel saman,
sem setur fallegan heildarsvip
á umhverfið. Hugmyndir er
hægt að fá úr gömlum kvik-
myndum, tímaritum og ljós-
myndabókum.
16-17 lesið 24.10.2005 15:51 Page 3