Fréttablaðið - 25.10.2005, Síða 52

Fréttablaðið - 25.10.2005, Síða 52
18 ■■■■ { hús og heimili } ■■■■■■■■■ Segðu það með blómum Hver vill ekki fylla heimilið af blómum? Veggfóður með blómamynstri lífga svo sannarlega upp á hvert heimili. Einföld mynstur eða flókin, marglit eða mínimalísk. Allt er til og allt er í tísku. Í örfá ár þegar einfaldleikinn réð algjörum ríkjum og litagleði sjö- unda og áttunda áratugarins voru víðsfjarri þótti veggfóður lítið smart. Annað er uppi á teningnum í dag. Veggfóður er aftur inni, það er löngu komið aftur og úrvalið hefur sjaldan verið jafn mikið. Hvort sem einfalt mynstur eða stór- gert er á óskalistanum þá er hægt að finna flott fóður á vegginn. Að ýmsu er þó að huga þegar vegg- fóður er valið, til dæmis hvernig það passar við húsgögn og aðra hluti á heimilinu. Flott getur verið að veggfóðra einungis einn til tvo veggi í herbergi og mála hina. Afar smart er að velja gardínuefni í stíl við veggfóður. Í versluninni Vef er úrval af hvoru tveggja mikið. Allt er þó sérpantað en stórar og myndarlegar möppur bíða væntanlegra viðskiptavina. Þegar blöðum þeirra var flett kom í ljós að af ýmsu er að taka – en það nýjasta eru stór og mikil blóma- mynstur. Og litadýrðin er mikil. Stór og falleg blóm á vegginn frá Harlequin. Til í mörgum litum. Þessi blóm fara vel í eldhúsinu. Designers guild. Virðulegt frá Zoffany. Austurlenskur blær er á þessu veggfóðri frá Harlequin. Haustlegt frá Harlequin. Fínlegt og fallegt frá Zoffany. Klassískt mynstur hannað af William Morrison á 19. öld. 18-19 NOTA lesið 24.10.2005 15:48 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.