Fréttablaðið - 25.10.2005, Page 61

Fréttablaðið - 25.10.2005, Page 61
ÞRIÐJUDAGUR 25. október 2005 Hafrún Eva Arnardóttir flyt- ur fyrirlestur um mataræði og holdafar níu og fimmtán ára Íslendinga í stofu 158 í VR-II hús- næði Háskóla Íslands í dag klukk- an 12.20. Hafrún Eva útskrifaðist með BS-próf í líffræði frá Háskólanum árið 1998 og stundaði nám í nær- ingarfræði við Háskólann í Osló frá hausti 2001 til desember 2002. Árið 2003 hóf hún nám til meist- araprófs í næringarfræði, en rannsóknarverkefnið var unnið á rannsóknarstofu í næringarfræði við Landspítala - háskólasjúkra- hús og matvælafræðiskor Raun- vísindadeildar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn í dag er um meistaraprófsverkefnið. Mataræði og holdafar HUNDUR Í GRÍMUBÚNINGI Árlegi hundadagurinn var haldinn á Times-torgi í New York um helgina og tók fjöldi manna og hunda þátt í deginum. Þessi enski bolabítur sigraði í grímubúningakeppninni og þótti leigubílabúningurinn ansi snjall. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vegurinn yfir Kolgrafarfjörð á Snæ- fellsnesi var opnaður með formleg- um hætti á föstudag þegar sam- gönguráðherra ók yfir nýju brúna sem liggur þvert yfir fjörðinn. Með nýja veginum styttast vegalengdir milli fjölmargra staða á Snæfellsnesi og sjá heima- menn og aðrir fram á að Nesið allt geti orðið eitt þjónustu- og atvinnusvæði. Vegurinn milli Grundarfjarðar og Stykkishólms styttist um sjö kílómetra og eykur öryggi vegfarenda sem nú eiga kost á að aka Snæfellsnesið á lág- lendisvegi. BRÚIN YFIR KOLGRAFARFJÖRÐ Leiðin milli Grundarfjarðar og Stykkishólms styttist um sjö kílómetra með nýju brúnni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kolgrafarfjörður opnaður umferð Menningarhátíð hófst á Raufar- höfn á sunnudag og stendur fram á föstudag. Yfirskrift hennar er sem fyrr Bjart er yfir Raufar- höfn og er hátíðinni ætlað að lífga upp á tilveru bæjarbúa og gesta þeirra og sýna um leið fram á hve gróskumikið menningarlíf er í bænum. Í dag verður meðal annars línudans fyrir börn og fullorðna og unga fólkið reynir með sér í Idol-keppni. Á morgun verð- ur Jónasarkvöld þar sem fluttir verða söngtextar Raufarhafnar- skáldsins Jónasar Friðriks og á fimmtudag kemur Vigdís Gríms- dóttir rithöfundur í heimsókn. Þá verður einnig kvikmyndin Kald- aljós sýnd en hún var gerð eftir samnefndri bók Vigdísar. Á föstudag verður þrautakóng- ur fyrir hressa krakka, Jónasar- syrpa og harmonikkuveisla, villibráðakvöld, dansleikur og flugeldasýning. Menningarhátíð á Raufarhöfn RAUFARHÖFN Hið gróskumikla menningarlíf á Raufarhöfn er í algleymi þessa dagana.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.