Fréttablaðið - 25.10.2005, Side 64
25. október 2005 ÞRIÐJUDAGUR24
menning@frettabladid.is
inniheldur plöntustanólester sem
lækkar
kólesteról
Rannsóknir sýna að dagleg
neysla Benecols stuðlar að
lækkun kólesteróls um allt
að 15%.
nýjung
Kl. 17.00
Janette Land Schou, danskur
listamaður sem vinnur með
myndbönd og ljósmyndir, flytur
fyrirlestur um vídeólist í Danmörku
og um eigin verk í Listaháskólanum,
Skipholti 1, stofu 113.
> Ekki missa af ...
... kvikmyndinni Árshátíð slökkviliðs-
mannanna eftir Milos Forman, sem
Kvikmyndasafn Íslands sýnir í Bæjarbíó í
Hafnarfirði í kvöld klukkan átta.
... tónleikum Sinfóníunnar í Háskólabíói
á fimmtudaginn þar sem stórsöngkon-
an Barbara Bonney stígur á svið og
syngur lög eftir Grieg.
... sýningum þeirra Þorbjargar
Þorvaldsdóttur og Karenar Óskar
Sigurðardóttur í Listasafni ASÍ við
Freyjugötu í Reykjavík.
Þorsteinn frá Hamri verður konungur Skáldaspíru-
kvöldsins sem haldið verður í bókaversluninni Iðu
við Lækjargötu.
Þorsteinn er eitt af virtustu skáldum landsins og
les að þessu sinni úr glænýrri ljóðabók sinni sem
heitir Dyr að draumi. Allt frá því að hann gaf út sína
fyrstu ljóðabók, tvítugur að aldri, hefur hann mótað
og fágað ljóðstíl sinn. Í þessari nýju bók leitar hann á
fornar slóðir og mörg ljóðanna eru í senn jarðbundin
og rómantísk.
Upplesturinn verður að venju á jarðhæð bóka-
verslunarinnar. Gestir geta haft hressingu með sér
frá kaffihúsinu á annarri hæð og jafnframt gefst
tækifæri til að spjalla við skáldið um verk hans.
Einnig ætla þeir Guðmundur Björgvinsson og
Gunnar Randversson að leika nokkur sígild lög á
gítar.
Skáldaspírukvöldið í kvöld er hið 42. í röðinni.
Hinn fjölhæfi Benedikt Lafleur, sem er í senn rit-
höfundur, myndlistar-
maður, bókaútgefandi
og sjósundmaður,
hefur undanfarin miss-
eri skipulagt regluleg
Skáldaspírukvöld þar
sem jafnt þekktum
sem óþekktum skáld-
um gefst tækifæri til
að kynna verk sín.
Í vetur eru Skáld-
aspírukvöldin hald-
in í bókaversluninni
Iðu við Lækjargötu á
hverju einasta þriðju-
dagskvöldi. Í stað
þess að nokkur skáld lesi úr verkum sínum á hverju
Skáldaspírukvöldi hefur í vetur verið farin sú leið að
eitt skáld lesi upp hverju sinni.
Skáldaspíran Þorsteinn
!
Eitt fremsta leikskáld
þjóðarinnar hefur sent frá
sér sína fyrstu skáldsögu
þar sem hann fjallar um
drungalegan hversdags-
veruleika einstæðrar móð-
ur, sem þvælist stefnulítið
milli skylduverka sinna og
skemmtanalífsins.
„Þetta er bara beint upp úr íslensk-
um veruleika í dag,“ segir Jón Atli
Jónasson rithöfundur um fyrstu
skáldsögu sína, Í frostinu, sem nú
er nýkomin út.
„Bókin fjallar um unga konu
sem er tæplega þrítug. Hún vakn-
ar á morgnana, fer með son sinn á
leikskóla og síðan í vinnuna. Svo
fer hún út að skemmta sér með
vinum sínum á kvöldin.“
Líf hennar virðist óskaplega
stefnulaust en stutt er í háskalega
atburði sem skyndilega umhverfa
veruleika hennar. Óttinn magnast
í hverju skrefi og óvissa um fram-
haldið nær tökum á lesendum bók-
arinnar, þrátt fyrir hversdagslegt
yfirborðið.
Jón Atli er eitt fremsta leikskáld
þjóðarinnar um þessar mundir.
Árið 2004 hlaut hann Grímuna,
íslensku leiklistarverðlaunin, og
verk hans hafa verið sviðsett víða
um heim. Hann hefur einnig sent
frá sér smásögur og skrifað kvik-
myndahandrit, þar á meðal hand-
ritið að Strákunum okkar sem
frumsýnd var fyrir skemmstu.
Jón Atli er sjálfur aðeins fáein-
um árum eldri en söguhetjan og
segir bókina að mörgu leyti skrif-
aða fyrir sína kynslóð.
„Fólk er farið að meta hlutina á
svolítið öðrum forsendum en áður,“
segir Jón Atli og á þar við að fagur-
fræðin sé farin að gegna stærra
hlutverki í því hvernig yngra fólk
metur kvikmyndir, tónlist, bækur
og annað það sem það hefur sér til
afþreyingar og endurnæringar.
„Fólk sér fegurð í allt öðrum
hlutum en það gerði áður,“ segir
hann og nefnir sem dæmi bíó-
myndir á borð við Seven og Matrix-
myndirnar.
„Það sem gerist í þessum mynd-
um er í sjálfu sér alveg hrikalegt,
en í þeim er ákveðið andrúmsloft
sem höfðar til fólks. Það er í þeim
einhver drungi en í honum sér fólk
ákveðna fegurð sem það kann að
meta. Fólk metur þessar myndir
vegna þess að þær eru flottar, þær
eru fallegar.“
Annars segist Jón Atli ekki vera
mikið fyrir að tala um verkin sín
eða útskýra þau. „Mér finnst að það
eigi að vera í höndum annarra.“
Svolítil nýbreytni er í því að
aðalpersónan er kona. Jón Atli
hefur til þessa einbeitt sér mikið
að heimi karlmennskunnar í verk-
um sínum.
„Kannski er ég að koma ein-
hverjum ballans á það núna,“ segir
hann en tekur þó fram að hann hafi
hreint ekki sett sér neitt markmið
um að koma á einhvers konar jafn-
vægi kynjanna. „Þetta gerist bara,
ég fór að skrifa þessa bók og hún
varð svona.“
Þessi fyrsta skáldsaga Jóns Atla
kemur strax út í kilju en þar fer
útgefandinn, JPV útgáfa, óvenju-
lega leið því hingað til hefur það
ekki tíðkast hér á landi að bækur
komi út í kilju fyrr en búið er að
metta jólagjafamarkaðinn með
innbundnum harðspjaldaútgáfum.
„Hugmyndin var bara sú að hún
yrði ekki allt of dýr til þess að fólk
af minni kynslóð gæti keypt hana
án þess að það þyrfti að vera ein-
hver meiri háttar fjárfesting. En
það var ekkert sjálfgefið að þetta
yrði svona. Ég þurfti að berjast
svolítið fyrir því að hún kæmi bara
út í kilju.“
Fegurðarskynið breytist
JÓN ATLI JÓNASSON RITHÖFUNDUR
Í Listasafni Reykjavíkur í
Hafnarhúsinu var um síðustu
helgi opnuð sýningin Aðföng
2002-2005. Á sýningunni má sjá
nokkur þeirra verka sem safnið
hefur keypt eða fengið að gjöf á
síðustu árum.
Markmiðið með sýningunni
að minna á þennan grunnþátt
starfseminnar, söfnunina sjá-
lfa. Alls eru það 390 verk sem
safnið hefur eignast á þessum
árum eftir 83 listamenn.
Á þessu tímabili hefur safnið
fengið nokkrar mjög stórar gjaf-
ir eins og á verkum Guðmundu
Andrésdóttur, Brian Griffin
og verkum Nínu Sæmundsen.
Einnig hafa verið sett upp nokk-
ur útilistaverk á þessum tíma, en
sérfjárveiting til kaupa og kostn-
að við uppsetningar þeirra hefur
verið um 2,5 milljónir á ári.
Eðli málsins samkvæmt er
aðeins unnt að sýna brot af þess-
um verkum á einni sýningu. Þar
á meðal má nefna verk eftir Sig-
urð Guðmundsson, Eggert Pét-
ursson og Hrafnkel Sigurðsson.
Listasafn Reykjavíkur hefur
hins vegar brugðið á það ráð að
gera öll nýju verkin aðgengileg á
sérstökum gagnagrunni sem er
opinn gestum við sýningarsal-
ina. Þar er að finna upplýsingar
um sérhvert verk, listamenn-
ina, hvort um gjöf eða kaup er
að ræða og ýmislegt fleira.
Listasafn Reykjavíkur setur
reglulega upp sýningar sem
byggjast á safneigninni. Á Kjar-
valsstöðum hefur mátt sjá verk
Kjarvals á sýningum sem ýmist
eru unnar úr safneigninni ein-
göngu eða einnig með lánsverk-
um frá öðrum söfnum og ein-
staklingum. Í Hafnarhúsinu eru
tveir salir ætlaðir til sýninga á
verkum Errós. Þar hafa verið
gerðar árlega tvær sýningar
úr Errósafninu þar sem verkin
hafa verið valin út frá tímabil-
um eða unnar þemasýningar
þar sem áherslan hefur verið á
inntak og efnistök. Það sama á
við um Ásmundarsafn. Þar hafa
verið gerðar sýningar árlega
eða á tveggja ára fresti þar sem
sjónum hefur verið beint að
ýmsum þáttum í list Ásmundar
Sveinssonar.
Sýningin Aðföng 2002-2005
stendur til áramóta. Á sýning-
artímabilinu verður boðið upp á
leiðsagnir á sunnudögum klukk-
an 15.
HRAFNKELL SIGURÐSSON Hrafnkell er
meðal þeirra myndlistarmanna sem eiga
verk á sýningu Listasafns Reykjavíkur á
nýjum aðföngum safnsins í Hafnarhúsinu.
FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN
Brot af því nýjasta
Kvikmyndasafn Íslands sýnir
næstu þrjár vikurnar þrjár af
uppáhaldskvikmyndum Friðriks
Þórs Friðrikssonar kvikmynda-
leikstjóra.
Fyrsta myndin í röðinni er Árs-
hátíð slökkviliðsmannanna eftir
Milos Forman sem verður sýnd
í kvöld klukkan átta og aftur á
laugardaginn klukkan 16. Þetta er
grínmynd frá árinu 1967 og segir
frá því þegar slökkviliðsmenn í
tékkneskum smábæ halda sam-
kvæmi til heiðurs fyrrverandi
slökkviliðsstjóra. Allir bæjarbúar
eru boðnir í veisluna sem fer úr
böndunum.
Þessi mynd vakti athygli
heimsins á Forman og var jafn-
framt sú síðasta sem hann gerði í
Tékkóslóvakíu áður en hann flúði
til Ameríku eftir innrás Varsjár-
bandalagsins í landið 1968 til að
stöðva vorið í Prag. Myndin var
bönnuð í Tékkóslóvakíu, þótti vera
þjóðfélagsádeila en því hefur höf-
undurinn ávallt neitað. Myndin er
sýnd með sænskum texta.
Hinar uppáhaldsmyndir Frið-
riks eru íranska myndin Gabbeh
frá árinu 1996 og franska myndin
Themroc frá 1973.
Sýningar Kvikmyndasafnsins
fara fram í Bæjarbíói, Strandgötu
6, Hafnarfirði. Ný mynd er tekin
til sýninga í hverri viku. Sjá www.
kvikmyndasafn@kvikmyndasafn.is.
Uppáhaldsmyndir Friðriks
FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON KVIKMYNDA-
LEIKSTJÓRI OG FRAMLEIÐANDI Ein af
uppáhaldsmyndum hans er Árshátíð
slökkviliðsmannanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA