Fréttablaðið - 25.10.2005, Page 67
25. october 2005 TUESDAY27
[ BÓKMENNTIR ]
UMFJÖLLUN
Árið 1966 kom skáldsaga Guð-
bergs Bergssonar, Tómas Jónsson
metsölubók, út. Þetta er marg-
slungið niðurrifsverk og það er
ekki gott að átta sig á honum Tóm-
asi hans Guðbergs. Hann er sund-
urtætt og útblásið sjálf, einhvers
konar gróteskt skrímsli, sem ekki
er nokkur leið að festi hendi á.
Bók Guðbergs er tímamótaverk
og hristi hressilega upp í samtíma
sínum.
Árið 2005 sprettur svo fram
nýr Tómas Jónsson og sá ekki
síður brýnt erindi við samtíma
sinn en forverinn. Það er rithöf-
undurinn Kristjón Kormákur
Guðjónsson sem dregur Tómas
nýrrar aldar fyrir almennings-
sjónir og þó þessi bók hans muni
sjálfsagt ekki marka jafn djúp
spor og Tómas Jónsson anno 1966
er hér komin hressileg þjóðfélags-
og samtímaádeila sem vert er að
gefa gaum.
Raunveruleg skáldsagnapersóna
Bókin um þennan nýja Tómas
heitir Frægasti maður í heimi en
það er einmitt þannig sem Tómas
sér sig. Hann er því vitaskuld
snargeðveikur en þó sjálf hans sé
sundurtætt er hann þó heilsteypt-
ari persóna en gamli Tómas. Það
leikur lítill vafi á því að Tómas
Jónsson er geðsjúklingur sem
segir sögu sína en það sem gerir
bókina jafn áhugaverða og raun
ber vitni er að innan ramma henn-
ar eru mörkin milli skáldskapar
og raunveruleika jafn óljós og í
huga aðalpersónunnar.
Tómas hefur nefnilega lifað
sjálfstæðu lífi og gengið laus í
raunheimum og hefur verið í sam-
bandi við þjóðþekkta einstaklinga
(í alvöru).
Kristjón Kormákur gaf Tóm-
asi fyrst líf á bloggsíðu (www.
raunveruleiki.blogspot.com/) sem
var eignuð persónunni fyrir nok-
krum mánuðum og þar rakti hann
raunir sínar og leyfði almenningi
að fylgjast með tilraunum sínum
til þess að ná fyrrverandi eigin-
konu sinni og tveimur dætrum
frá nýjum sambýlismanni. Sjálfur
bjó Tómas einn með yngstu dóttur
sinni sem eiginkonan hafði snúið
baki við.
Þessi listræna blekking Krist-
jóns gekk fullkomlega upp og fólk
vissi ekki betur en Tómas væri
raunverulegur maður af holdi og
blóði. Kristjón lét Tómas jafn-
framt hafa samband, með tölvu-
pósti, við ekki ómerkari einstakl-
inga en Einar Bárðarson, Jakob
Frímann Magnússon, Steinar
Braga, Karl Sigurbjörnsson bisk-
up, Dr. Gunna, Stefán Karl Stef-
ánsson leikara og fleiri. Þessir
menn vissu ekki betur en Tómas
væri „alvöru“ og svöruðu bréfum
hans á þeim forsendum. Tölvu-
póstarnir eru svo birtir óbreyttir
í bókinni þannig að allir þessir
heiðursmenn verða í raun persón-
ur í skáldverki og viðbrögð þeirra
við umleitunum Tómasar hafa
áhrif á þróun persónuleika hans.
Raunveruleikaskáldskapur
Það er ekki hægt að segja annað
en þetta sé bráðsnjallt uppátæki
hjá Kristjóni um leið og það lýsir
ákveðinni ófyrirleitni og dirfsku.
Hann hefði til dæmis ekki þurft
að kemba hærurnar ef hann hefði
komið Tómasi í samband við Jónínu
Ben. Þessi raunveruleikatenging er
hryggjarstykki skáldsögunnar og
þarna fellur efni og umgjörð saman
í eina þétta heild sem steinliggur.
Það vill nefnilega svo skemmtilega
til að Tómas, í geðveiki sinni, telur
sig vera aðalpersónu í raunveru-
leikaþættinum Fallegasti maður í
heimi. Hann er svona íslensk sjón-
varpsútgáfa af Jim Carrey í kvik-
myndinni The Truman Show. Þetta
er bráðsnjöll lausn hjá Kristjóni
þar sem þessi ranghugmynd býður
upp á endalaust rými fyrir geðveiki
Tómasar og gerir firrta tilveru hans
mjög trúverðuga enda er allt sem
við sjáum á skjánum raunverulegt.
Ekki satt?
Það er ekki gott að koma bók-
menntalegum merkimiðum á skáld-
sögu Kristjóns frekar en niður-
rifsverk Guðbergs en sennilega
má segja að hér sé komin fram á
sjónarsviðið raunveruleikaskáld-
saga. Það má því segja að hér svari
gamla góða skáldsöguformið þei-
rri lágkúrudellu sem nú tröllríður
dagskrárgerð sjónvarpsstöðva úti
um allan heim. Munurinn er sá að
Frægasti maður í heimi á erindi við
fólk og kjarni hennar er vitrænn á
meðan raunveruleikasjónvarpið er
eins innantómt og andlaust og hugs-
ast getur.
Firring, eina ferðina enn
Frægasti maður í heimi er frekar
stutt og auðlesin skáldsaga sem
vekur lesandann til umhugsunar
um þann kengruglaða heim sem
við búum í. Fyrir einhverjum ára-
tugum var það orðið að klisju að
tala um firringu en það breytir því
ekki að mannskepnan hefur aldr-
ei verið firrtari en einmitt núna.
Við þessu ástandi bregðast þeir
Kristjón og Tómas á snaggaraleg-
an og skemmtilegan hátt og það
er óhætt að mæla með bókinni við
alla þá sem hafa áhuga á samtíma
sínum og þeim raunveruleika sem
við búum við.
Kristjón hefur með þessu verki
sínu gert áhugaverða tilraun með
skáldsagnaformið og tekst býsna
vel upp. Það mætti helst fetta
fingur út í frágang bókarinnar
en á köflum virðist yfirlestri hafa
verið ábótavant þar sem nokkuð
er um stafsetningar- og málfars-
villur. Þetta gæti þó hæglega átt
að vera svona enda sér maður
ekki Tómas fyrir sér sem mann
sem hirðir um réttritun auk þess
sem raunverulegir tölvupóstar
eru oftar en ekki morandi í vill-
um. Villurnar falla því grunsam-
lega vel að byggingu bókarinnar
og gera hana „raunverulegri“. Það
myndi eiginlega stinga meira í
stúf ef textinn væri villulaus.
Þórarinn Þórarinsson
Tómas nýrra tíma
FRÆGASTI MAÐUR Í HEIMI
Höf: Kristjón Kormákur Guðjónsson
Útg: Ísabella
KRISTJÁN KORMÁKUR GUÐJÓNSSON
41FIMMTUDAGUR 13. janúar 2005
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
22 23 24 25 26 27 28
Þriðjudagur
OKTÓBER
� � KVIKMYNDIR
� 20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir
Árshátíð slökkviliðsmannanna eftir
Milos Forman í Bæjarbíói í Hafnar-
firði. Myndin er sýnd með sænskum
texta.
� 20.00 Íslandsdeild Amnesty
International sýnir heimildamyndina
„Too Flawed to Fix“ í Alþjóðahúsi,
Hverfisgötu 18. Heimildamyndin
skoðar og afhjúpar brotalamir í
bandarísku réttarkerfi.
� � FYRIRLESTRAR
� 12.10 Þórunn Guðmundsdóttir
flytur erindi í hádegisfundaröð Sagn-
fræðingafélags Íslands í Þjóðminja-
safni Íslands. Erindið nefnir hún
„Hverjir nutu góðs af framförum á
19. öld?“
� 17.00 Janette Land Schou, dansk-
ur listamaður sem vinnur með
myndbönd og ljósmyndir, flytur fyrir-
lestur um vídeólist í Danmörku og
eigin verk í Listaháskólanum, Skip-
holti 1, stofu 113.
� � BÆKUR
� 20.00 Þorsteinn frá Hamri les úr
glænýrri ljóðabók á Skáldaspíru-
kvöldi, sem haldið verður í Iðu við
Lækjargötu. Guðmundur Björgvins-
son og Gunnar Randversson leika
nokkur sígild lög á gítar.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Document1 24.10.2005 18:28 Page 3
41FIMMTUDAGUR 13. janúar 2005
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
22 23 24 25 26 27 28
Þriðjudagur
OKTÓBER
� � KVIKMYNDIR
� 20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir
Árshátíð slökkviliðsmannanna eftir
Milos Forman í Bæja bíói í Hafnar-
firði. Myndin er sýnd með sænskum
texta.
� 20.00 Íslandsdeild Amnesty
International sýnir heimildamyndina
„Too Flawed to Fix“ í Alþjóðahúsi,
Hverfisgötu 18. Heimildamyndin
skoðar og afhjúpar brotalamir í
bandarísku réttarkerfi.
� � FYRIRLESTRAR
� 12.10 Þórunn Guðmundsdóttir
flytur erindi í hádegisfundaröð Sagn-
fræðingafélags Íslands í Þjóðminja-
safni Íslands. Erindið nefnir hún
„Hverjir nutu góðs af framförum á
19. öld?“
� 17.00 Janette Land Schou, dansk-
ur listamaður sem vinnur með
myndbönd og ljósmyndir, flytur fyrir-
lestur um vídeólist í Danmörku og
eigin verk í Listaháskólanum, Skip-
holti 1, stofu 113.
� � BÆKUR
� 20.00 Þorsteinn frá Hamri les úr
glænýrri ljóðabók á Skáldaspíru-
kvöldi, sem haldið verður í Iðu við
Lækjargötu. Guðmundur Björgvins-
son og Gunnar Randversson leika
nokkur sígild lög á gítar.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Document1 24.10.2005 18:28 Page 3
ÍSAFJARÐAR
5.999kr.
Milli Reykjavíkur og
AKUREYRAR
5.999kr.
Verð miðast við
flug aðra leiðina.
Bara á
www.flugfelag.is
Takmarkað
sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
Minnum á krónufargjald fyrir börnin 15. okt. - 15. nóv. 2005
á alla áfangastaði Flugfélags Íslands.
- Verð án skatta og tryggingargjalds aðra leið 1 kr.
- Verð með sköttum og tryggingargjaldi aðra leið 440 kr.
4.999kr.
Milli Reykjavíkur og
VESTMANNAEYJA
flugfelag.is
EGILSSTAÐA
6.999
Milli Reykjavíkur og
kr.
HORNAFJARÐAR
6.499
Milli Reykjavíkur og
kr.
GJÖGURS
5.999kr.
Milli Reykjavíkur og
SAUÐÁRKRÓKS
5.999kr.
Milli Reykjavíkur og
BÍLDUDALS
5.999
Milli Reykjavíkur og
kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
F
LU
2
99
67
1
0/
20
05
flugfelag.is
26. okt - 1. nóv.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI