Fréttablaðið - 25.10.2005, Side 69

Fréttablaðið - 25.10.2005, Side 69
ÞRIÐJUDAGUR 25. október 2005 29 Hljómsveitin Dúndurfréttir heldur upp á tíu ára afmælið sitt um þess- ar mundir. Af því tilefni heldur sveitin ferna tónleika í Austurbæ. Fyrstu tveir tónleikarnir verða í kvöld klukkan 20.00 og 23.30 þar sem bestu lög hljómsveitarinnar Pink Floyd verða á boðstólnum. Aðspurður segir Matthías Matthíasson, söngvari Dúndur- frétta, í léttum dúr að hljómsveit- in hafi orðið til svo að þeir félag- ar gætu komist í reikning hjá Gauki á Stöng. „Ég og Pétur [Örn Guðmundsson] sátum á efri hæð á Gauknum, sem þá var helm- ingi minni en í dag, og vorum að spjalla um hvaða tónlist við fíluð- um. Það var dálítið það sama hjá okkur báðum og okkur datt þá í hug að safna í góða hljómsveit sem væri í því að spila uppáhalds- lögin. Ekki væri verra að komast í reikning á Gauknum,“ segir Matthías. „Þá labbaði Óli Hólm inn og við spurðum hann hvort hann væri ekki til í þetta. Hann var heldur betur til og síðan var þessi hljómsveit í smá stund að myndast.“ Matthíast segir að ekki sé á stefnuskránni að fara með dag- skrána til útlanda þrátt fyrir að sveitin hafi meðal annars fengið frábæra dóma í tímaritinu Rolling Stone. „Ef einhver vill fá okkur út og gera þetta fyrir okkur erum við til í það en við erum svo latir í því að koma okkur á framfæri. Eng- inn okkar hefur þannig drifkraft en þessi hugmynd kemur samt upp á pallborðið svona fimm sinn- um á ári,“ segir hann. Bætir hann því við að Dúndurfréttir eigi eina frumsamda plötu og þrjár tónleika- plötur til á lager sem geri ekkert annað en að safna ryki vegna iðju- leysis þeirra félaga. Seinni tveir tónleikar Dúndur- frétta verða í Austurbæ á fimmtu- dag klukkan 20.00 og 23.30. Þá spilar sveitin lög eftir Led Zeppel- in, Deep Purple og Uriah Heep. freyr@frettabladid.is Eiga fjórar óútgefnar plötur Lögfræðingar upptökustjórans Phil Spector hafa krafist þess að játning sem hann gaf lögreglu skö- mmu eftir að hann var handtekinn verði ekki tekin gild fyrir rétti. Segja þeir að þegar játningin var gerð hafi Spector verið haldinn fráhvarfseinkennum vegna lyfja sem hann tók. Það var í febrúar sem lögreglu barst tilkynning um skothljóð frá heimili Phils Spector. Þegar lög- reglu bar að garði var Lana Clark- son látin og Spector handtekinn á staðnum. Samkvæmt skjölum á Spector að hafa spurt lögregluna hvað væri að gerast. „Hvað er að ykkur, ég ætlaði ekki að skjóta hana, þetta var slys,“ hafði lögregl- an eftir Spector. Að sögn lögfræðinga Spect- ors gerði skjólstæðingur þeirra ekkert rangt og drap engan þetta örlagaríka kvöld. Þeir munu halda því fram að Clarkson hafi framið sjálfsmorð. Saksóknari í málinu mun hins vegar ætla að gera sitt til að fá að nota játninguna. Phil Spector er álitinn frum- kvöðull í hljóðupptöku og varð frægur fyrir „Wall of Sound“- tæknina. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu en verði Spector dæmdur sekur á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. ■ Vilja játninguna burt MATTHÍAS MATTHÍASSON Hljómsveitin Dúndurfréttir heldur ferna tónleika í Austurbæ í kvöld og á fimmtudaginn. PHIL SPECTOR Er grunaður um að hafa valdið dauða b-myndaleikkonunnar Lönu Clarkson. Lögfræðingar hans vilja að játningu hans verði vísað frá. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.