Fréttablaðið - 25.10.2005, Side 70
FRÉTTIR AF FÓLKI
Madonna settist aftur í söðul fyrir helgi í fyrsta sinn síðan hún féll af
hestbaki á afmælisdaginn sinn í ágúst.
Madonna var að kynna nýju plötuna
sína í kvöldþætti David Letterman, sem
bauð henni á með sér. Söngkonan og
þáttastjórnandinn riðu svo út á sitt hvor-
um hestinum, vegfarendum í New York
til mikillar furðu. Madonna braut fimm
rifbein og brákaði viðbein þegar hún féll
af hestbaki í útreiðartúr á sveitaóðali
sínu í sumar og sagði fréttamönnum
að hún hefði verið bæði
spennt og taugaóstyrk
við að fara aftur á bak.
Þótt reiðtúrinn með
Letterman hafi gengið
snurðulaust fyrir sig
býst Madonna ekki við
að fara aftur á bak fyrr en
hún hefur fengið grænt
ljós frá plötuútgáfunni.
„Þeir eru ekki sérlega
hrifnir að því að ég
slasi mig.“
Haft er fyrir satt að Michael Jackson hyggist flytja til Barein og setjast
þar að fyrir fullt og allt. Poppkóngurinn
dvaldi í Barein eftir að hann var sýkn-
aður af barnamisnotkun fyrr á árinu og
dvaldi í góðu yfirlæti hjá krónprinsi rík-
isins, Sheik Salman Ibn Hamed Khalifa.
Lögmaður Jackson, Thomas Mesereau,
staðfestir að söngvarinn ætli að „breyta
um lífsstíl“ og setjast að í Mið-Austur-
löndum. „Michael á
vini í Barein sem
hafa stutt við
bakið á honum
á þrautastund-
um.“ Hann bætti
við að dvölin
ytra hefði haft
hressandi áhrif
á Jackson, sem
væri nú eins
og nýsleginn
túskildingur.
Önnur plata hljómsveitarinnar
Nylon nefnist Góðir hlutir. Platan
kemur út hinn 8. nóvember. Undir-
búningur við gerð plötunnar hófst
strax í janúar á þessu ári og fóru
upptökur fram hér á landi og í
London.
Flest lögin eru ný en lögin
Dans, dans, dans og Einskonar ást
eru endurunnin. Einvala lið manna
kemur að lagasmíðum á plötunni,
meðal annars Gunnar Þórðarson,
Magnús Kjartansson og Magnús
Eiríksson.
Góðir hlutir frá Nylon
NYLON Stúlknasveitin Nylon gefur út sína
aðra plötu í næsta mánuði.
Svo virðist sem samband Jessicu
Simpson og Nick Lachey sé ekki það
eina sem standi höllum fæti. Breska
blaðið News of the World birtir frétt
í sunnudagsblaði sínu að hjónaband
Britney Spears og Kevin Federline
muni brátt heyra sögunni til.
Samkvæmt heimildum blaðsins
er parið sagt rífast í gríð og erg.
Dropinn sem fyllti mælinn var þegar
Federline yfirgaf villu þeirra í miklu
fússi. Hann sást síðar á skemmtistað
umkringdur glæsimeyjum. Britney
er sögð æf yfir þessari hegðun eigin-
manns síns, sem þykir víst fátt betra
en að drekka nokkra bjóra með félög-
unum. Hann er ekki sagður mikið
fyrir að eyða tíma sínum í faðmi
fjölskyldunnar. Samkvæmt heim-
ildarmanni blaðsins finnst Britney
maðurinn sinn vera ábyrgðarlaus og
láta henni eftir alla erfiðisvinnuna.
Britney dró á dögunum til baka
tilboð um myndatöku af þeim með
nýfædda barninu en hún hefði skilað
fjölskyldunni nokkrum milljónum.
Rennir þetta stoðum undir þann
grun að ekki sé allt með felldu. Að
sögn móður Britney er Kevin sagður
hafa gerst mjög stórtækur með auð-
ævi poppdrottningarinnar. „Hann
hefur fjárfest í dansskóla með pabba
Michael Jackson en sú framkvæmd
kemur til með að kosta sinn skild-
ing,“ er haft eftir henni.
Britney að skilja
SPENNTIR FORELDRAR Þegar allt lék í lyndi
virtist parið vera tilbúið í foreldrahlutverkin.
Nú drekkur Federline bara bjór með félög-
unum en Britney á að sjá um uppeldið.
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
Jeff Who? hitaði upp fyrir
hljómsveitina Franz Ferdinand
á frábærum tónleikum hennar í
Kaplakrika í byrjun september.
Væntanlega hefur það verið
mikil upplifun fyrir þá Jeff
Who?-liða því nýja platan þeirra
hljómar ótrúlega líkt því sem
Ferdinand hefur verið að gera
á sínum farsæla ferli. Einnig
koma upp í hugann hljómsveit-
ir eins og The Bravery og The
Strokes sem hafa verið framar-
lega í þessari diskórokkstefnu
sem hefur verið að ryðja sér til
rúms á undanförnum árum.
Það er nákvæmlega ekkert
frumlegt eða nýtt við Jeff Who?
Söngvarinn reynir hvað hann
getur til að hljóma eins og Alex
Kapranos úr Franz Ferdinand
og tekst það svo sem ágætlega.
Best tekst Jeff Who? upp í tit-
illagi plötunnar, Barfly og í
hinu rólega Bipolar Breakdown.
Sveitin gengur síðan alla leið
og fer í diskóbúninginn í Puppy
Eyes/Success, í lagi sem er ein-
ungis eftirminnilegt fyrir þær
sakir.
Hljómurinn og hljóðfæraleik-
urinn á plötunni er í góðu lagi
en lögin sjálf eru aftur á móti
óáhugaverð og fara að mestu
inn um annað eyrað en út um
hitt. Kannski er Jeff Who? bara
að reyna of mikið að hljóma eins
og einhverjir allt aðrir.
Freyr Bjarnason
Algjör eftirlíking
JEFF WHO?
DEATH BEFORE DISCO
Niðurstaða: Jeff Who? er algjör eftirlíking af
Franz Ferdinand. Tvö til þrjú lög eru í lagi en
restin fer inn um annað en út um hitt.
Sýnd kl. 4 í þrívídd
HUGSAÐU STÓRT
SÍMI 564 0000
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
Sýnd í Lúxus kl. 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
450 kr.
Sýnd kl. 3.50 með íslensku tali.
Frá leikstjórum There Is Something About Mary
Eftir bók frá höfundi
About a Boy
Hún fílar vinnuna
Hann íþróttir
Munu þau fíla
hvort annað
“Þeir eru hér til að spila fótbolta,
ekki til að gera misök”
“ Gamanmynd úr íslenskum
raunveruleika frá framleiðendum
Blindskers”
“Fótfrá gamanmynd”
Variety
i til il f t lt ,
i til i
í l
l i f f l i
li
tf
i t
Frá framleiðendum The Professional
og La Femme Nikita
Fór beint á toppinn í USA
Sá besti í bransanum er mættur aftur!
����
SV MBL
SÍMI 551 9000
History Of Violence kl. 6
Africa United kl. 6 og 8
Doom kl. 8 og 10
Transporter II kl. 10
Sýnd kl. 10 B.i. 16 ára
���
-ÓHT Rás 2
���
-HJ MBL
Sýnd kl. 6, 8.15 og 10.20 B.i. 16 ára
Skemmtileg ævintýramynd með
íslensku tali.
Sýnd kl. 6
400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu
Sýnd kl. 6 og 8
���
-SV MBL
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx,
Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum.
FRÁ LEIKSTJÓRA FAST AND THE FURIOUS & XXX
“Þeir eru hér til að spila fótbolta, ekki
til að gera misök”
“ Gamanmynd úr íslenskum
raunveruleika frá framleiðendum
Blindskers”
“Fótfrá gamanmynd”
Variety
i til il f t lt , i
til i
í l
l i f f l i
li
tf
i t
STELTH
Sýnd kl.8 og 10.30 B.i. 14 ára
����
SV MBL
G
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
·
2
9
8
7
7
HYDROXYCUT
L’ORÉAL SCULPT UP
Stinnir og styrkir slappa húð á maga og
rassi. Frábært fyrir konur til dæmis eftir
barnsburð og þá sem hafa misst mikla
þyngd á skömmum tíma.
Áttu eitthvað gott fyrir línurnar?
15%
20%
T
ilb
o
ð
in
g
ild
a
ti
l 8
.1
1.
2
00
5
L’ORÉAL PERFECT SLIM
PLÁSTRAR OG GEL
Plástrarnir eru 6 sinnum öflugri en samanburðar-
vara í rannsóknum og mjög öflugir gegn fitusöfnun.
Bæði plástrarnir og gelið virka einnig vel gegn
appelsínuhúð þannig að húðin verður sýnilega
mýkri og sléttari – strax eftir fyrstu notkun.
15%
Nýtt Eitt vinsælasta fitubrennsluefnií heiminum í dag. Eykur hitastiglíkamans og margfaldar þannig
brennsluna allan daginn. Inniheldur,
koffein, króm, carnitine, grænt te, o.fl.