Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 74
34 25. október 2005 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is22 fijálfari Stj synlegt ef l deilt í Svífl Jöru Stjö FÓTBOLTI Átta a mönnum í nor vilja ekki að fram á gervig sænsk rannsók ir draga úr áh fara á völlinn leikmanna er gervigrasi. Stjarnan í G kynslóð gervig á síðasta ári og ir reynsluna af góða. „Ég get a ég var svolítið eftir reynsluna að segja að hú Jörundur Áki Stjörnunnar í heimaleikina í á gervigrasvel an tryggði sér Mikil umræða � � SJÓNVARP � 07.00 Olíssport á Sýn. Þátturinn er endursýndur þrisvar sinnum til klukkan 09.00 og svo aftur klukkan 17.35. � 18.05 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Fréttir af leikmönnum og liðum deildarinnar. � 18.35 Enski deildarbikarinn á Sýn. Crystal Palace tekur á móti Liverpool. � 20.40 X-Games á Sýn. � 21.30 Mótorsport á Sýn. � 22.00 Olíssport á Sýn. � 22.30 A1 kappaksturinn á Sýn. � 00.00 Enski deildarbikarinn á Sýn. Leikur Crystal Palace og Liverpool endursýndur. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 22 23 24 25 26 27 28 Þriðjudagur OKTÓBER FÓTBOLTI Þegar Guðjón Þórðarson réð sig til starfa hjá enska 2. deild- arliðinu Notts County gerði hann ér grein fyrir að það tæki tíma að byggja upp sterkt lið hjá félaginu. Tímabilið byrjaði með óvæntum látum þar sem County vann hvern leikinn á fætur öðrum og Guðjón var að lokum valinn knattspyrnu- stjóri ágústmánaðar. Eftir það fór að halla verulega undan fæti og síðasti sigurleikur liðsins var 29. ágúst síðastliðinn. Síðan þá hefur liðið leikið tíu leiki án sigurs – fimm hafa endað með jafntefli og fimm tapast. Marka- talan í þessum tíu leikjum er 5-18. „Þetta er töluverð brekka en ég hef lent í erfiðum brekkum áður og farið þær brattari þó þessi sé svolítið löng,“ sagði Guðjón frek- ar léttur við Fréttablaðið í gær. Helsta vandamál Guðjóns að mati Steve Roden, íþróttafréttamanns hjá Evening Post í Nottingham, er sú að hann er með ákaflega þunn- skipaðan hóp. Guðjón er sammála því mati Rodens. „Ég er líka með mjög ungt lið og þetta tekur sinn tíma. Sumir þessara stráka eru líka með kjúkl- ingahjörtu og það er mitt hlutverk að styrkja sjálfstraust þessara manna. Það sem er líka að fara með okkur er að senterarnir mínir eru alveg steingeldir og hreinlega geta ekki skorað þessa dagana,“ sagði Guðjón, sem er nýbúinn að senda tvo unga lánsmenn frá félaginu en hann á von á því að fá jafnvel þrjá aðra í staðinn fljót- lega. Það er Crystal Palace sem er tilbúið að lána Guðjóni þessa stráka. Guðjón fær enga peninga frá stjórn félagsins á þessari leiktíð en að sama skapi er lítil pressa á að hann nái árangri í vetur. „Stjórnin sagði við mig um dag- inn að þeir yrðu sáttir með 18. sæti en það sama á ekki við um mig,“ sagði Guðjón, sem er ekki undir neinni pressu þrátt fyrir dapurt gengi síðustu vikur. „Það er mikill skilningur hjá stjórninni sem og stuðningsmönnum félags- ins og Guðjón verður seint rekinn frá félaginu,“ sagði Steve Roden íþróttafréttamaður við Frétta- blaðið. Guðjón hefur oftar en ekki verið í sigurliði á sínum ferli og því vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvernig það sé fyrir sigursælan þjálfara eins og Guð- jón að vera allt í einu á hinum end- anum? „Það er sko ekki auðvelt og í raun mjög erfitt. Þetta tekur í og það má segja sem svo að maður verði að passa upp á að styrk- leiki manns verði ekki veikleiki manns. Það eina sem ég get gert er að vinna með það sem ég hef í hönd- unum því lausnirnir eru ekki ann- ars staðar og ég get hvorki keypt þær né sótt,“ sagði Guðjón en allir leikmenn félagsins fyrir utan einn eru samningslausir næsta sumar. „Það er ágæt staða því þeir eru að berjast fyrir nýjum samningi. Það má samt ekki tapa trúnni og nóttin verður alltaf dekkst rétt fyrir dögun eins og þeir segja hérna,“ sagði Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Notts County. henry@frettabladid.is Nóttin alltaf dekkst rétt fyrir dögun Það er ekkert svartnætti hjá Guðjóni Þórðarsyni þó að lið hans, Notts County, hafi ekki unnið leik í tæp- lega tvo mánuði eða í síðustu tíu leikjum liðsins. Síðasti sigurleikurinn kom 29. ágúst síðastliðinn. GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Sést hér með sigurlaunin fyrir að vera knattspyrnustjóri ágústmánað- ar. Guðjón er ekki af baki dottinn þrátt fyrir dapurt gengi síðustu tvo mánuði. FÓTBOLTI Björgólfur Takefusa stað- festi í viðtali við DV í gær að hann hefði þegið laun frá Fylki síðustu tvö ár þó hann hefði ekki verið með KSÍ-samning en samkvæmt reglum KSÍ er það ólöglegt. Björgólfur gerði samning við Fylki á sínum tíma en óskaði þess að samningum yrði aldrei skilað inn til KSÍ og virti Fylkir þá ósk Björgólfs. Ástæðan er sú að hann var í námi í Bandaríkjunum á skólastyrk en leikmenn á skóla- styrk í Bandaríkjunum mega ekki þiggja laun fyrir að spila fótbolta á meðan þeir eru í námi. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, kom af fjöllum þegar Fréttablaðið greindi honum frá orðum Björgólfs í DV en sagð- ist verða að skoða málið áður en hann tjáði sig um það opinberlega. Hann sagði reglur KSÍ þó skýrar. „Það er þannig að félög sem greiða leikmönnum þóknun eiga að gera við þá KSÍ-samning og það eru reglur knattspyrnusam- bandsins,“ sagði Geir, sem sagðist ekki hafa séð umrætt viðtal. Hann ætti því eftir að kynna sér málið til hlítar áður en hann ákveddi hvort það væri ástæða til þess að fara lengra með málið en Geir hefur heimild til að fara lengra með málið kjósi hann svo. Miðað við þær upplýsingar sem lægju fyrir væri þó ljóst að hann þyrfti að skoða málið. - hbg Framkvæmdastjóri KSÍ, Geir Þorsteinsson, segir reglur sambandsins skýrar: Þarf að skoða Björgólfsmálið BJÖRGÓLFUR TAKEFUSA Skrifar hér undir samninginn við Fylki sem síðan var aldrei skilað inn til KSÍ að ósk Björgólfs. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Sigmundur Kristjánsson, leikmaður KR, fer í dag til sænska félagsins BK Häcken en hann mun dvelja hjá félaginu í óákveðinn tíma til reynslu. Häcken endaði í áttunda sæti sænsku úrvalsdeild- arinnar en sóknarleikur liðsins var frekar stirður allt tímabilið og vonast forsvarsmenn félagsins eftir því að styrkja leikmanna- hóp félagsins með skapandi leik- mönnum. „Mér líst vel á þetta og ætla bara að reyna að standa mig. Þetta er nú svona dæmigerð ferð þar sem maður fer til reynslu til félags. Vonandi gengur mér vel en annars er ég ekkert að stressa mig á þessari ferð. Ég er nýlega búinn að ganga frá mínum málum við KR og það yrði bara ánægjulegt ef það kæmi eitthvað út úr þessari ferð.“ - mh Sigmundur Kristjánsson: Sigmundur hjá BK Häcken SIGMUNDUR KRISTJÁNSSON Á leið út. FÓTBOLTI Garðar Gunnlaugsson heldur í dag til Svíþjóðar þar sem hann mun æfa í vikutíma hjá úrvalsdeildarfélaginu Kalmar FF. Garðar lék vel með Valsliðinu í sumar og vann sér með því sæti í U-21 landsliðinu þar sem hann var meðal annars á skotskónum gegn Svíum fyrr í mánuðinum. „Mér líst mjög vel á þetta lið og ég ætla mér að standa mig þarna úti. Kalmar FF endaði í þriðja sæti í deildarkeppninni í Svíþjóð og fékk á sig fæst mörk alla liða í deildinni. Markahæsti maðurinn í liðinu skoraði samt ekki nema fjögur mörk þannig að forráða- menn liðsins eru að leita að fram- herja þessa dagana.“ - mh Framherji Vals til Svíþjóðar: Garðar til Kalmar GARÐAR GUNNLAUGSSON Garðar vonast til þess að fá samningstilboð frá Kalmar FF. Víkingur og Valur eru komin í hart yfir leikmönnunum Grétari Sigurðssyni og Viktori Bjarka Arnarssyni. Báðir voru þeir lánaðir frá Víkingi síðasta sumar - Grétar til Vals en Viktor til Fylkis - en þeir eru enn samningsbundnir Víkingi og ber þeim því að snúa aftur til félagsins kjósi það svo. Báðir leikmenn höfðu lýst því yfir að þeir hefðu áhuga að vera áfram hjá þeim félögum sem þeir voru hjá í sumar og Grétar gekk skrefinu lengra og sagð- ist frekar vilja vera áfram hjá Val en að snúa aftur til Víkings. Víkingur neitar að sleppa honum og hefur kært Val í þeirri von að félagið láti leikmennina í friði. „Við höfðum heimildir fyrir því að Valsmenn hafi verið byrjaðir að ræða við samningsbundna leikmenn hjá Víkingi án þess það hafi verið í fullu samráði við okkur. Á þeim forsendum lögðum við fram kvörtun til KSÍ og svo sjáum við bara til hvað gerist í framhaldinu. Við ætlum okkur að halda öllum leikmönnum sem eru samningsbundn- ir félaginu,“ sagði Róbert Agnarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, en kollegi hans hjá Val, Börkur Edvardsson, er ekki sáttur við kæruna ef marka má yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í gær. „Knattspyrnu- deild Vals hefur ekkert um þetta mál að segja. Deildin mun ekki reka þetta mál í fjölmiðlum heldur verður málið leyst hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Forráðamenn Víkings virðast hins vegar vera búnir að átta sig á því að sumir leikmenn félagsins hafa ekki áhuga á því að vera áfram hjá félaginu en beita öllum ráðum til þess að halda þeim hjá félaginu þrátt fyrir það.“ Grétar sjálfur segist vera hálfsorgmædd- ur yfir stöðunni sem upp sé kominn. „Víkingarnir virðast vera byrjaðir með dónaskap og það finnst mér leiðinlegt. Mér finnst þetta vera asnalegt hjá þeim að kæra Val,“ sagði Grétar, sem segist hafa fengið þau skilaboð frá Víkingi að hann verði ekki seldur. Hann von- ast eftir farsælli lausn. KNATTSPYRNUMAÐURINN GRÉTAR SIGFINNUR SIGURÐSSON: EKKI ÁNÆGÐUR MEÐ FÉLAGIÐ SITT Víkingarnir eru með dónaskap Heyrst hefur... ... að körfuknattleiksdeild Keflavíkur hafi íhugað að tefla fram tveim bandarískum leikmönnum gegn Grindavík í Hópbíla- bikarnum til að lýsa yfir óánægju sinni með leikjaniðurröðun KKÍ í vetur. Kefla- vík er með tvo Kana á sínum snærum en aðeins annar þeirra er löglegur. KÖRFUBOLTI Stúdínur unnu sinn fyrsta leik í Iceland Express-deild- inni í vetur í gær þegar Blikar komu í heimsókn. Lokatölur voru 68-59 fyrir ÍS en Stúdínur leiddu í hálfleik, 33-25. ÍS var alltaf skrefi á undan í leiknum og sigur liðsins í raun aldrei í hætti. Signý Hermannsdótt- ir var atkvæðamest hjá ÍS með 20 stig en þær Stella Kristjánsdóttir og Hafdís Helgadóttir komu næst- ar með 14. Hann Kjartansdóttir átti síðan ágætan leik með 10 stig. Jessalyn Deveny var bókstaf- lega allt í öllu hjá Breiðablik en hún skoraði 40 stig í leiknum og hinar stelpurnar í Blikum skiptu síðan með sér 19 stigum. Heiðrún Hauksdóttir skoraði 5 af þessum 19 stigum. - hbg Iceland-Express deild kvenna: Fyrsti sigur ÍS > Það er gott að búa í Kópa- vogi Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópa- vogi, laug greiniega engu þegar hann lét þessi frómu orð falla. Það er nefnilega von á fjölda stúlkna í Kópavoginn sem hefur í hyggju að spila með knatt- spyrnulið Breiðabliks næsta sumar en sem kunnugt er þá stefna Blikar á Evrópumeistar- atitil. Elín Anna Stein- arsdóttir og Olga Færseth ku vera á leið í Kópavog- inn frá ÍBV og svo hafa Blikar augastað á Ásthlidi Helgadóttur og Erla Steinu Arnarsdóttur sem báðar leika í Svíþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.