Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 78
25. október 2005 ÞRIÐJUDAGUR38
LÁRÉTT 2 slitrótt tal 6 2 eins 8 struns 9
stormur 11 skyldir 12 ráðagerð 14 hlátur 16
nafnorð 17 mánuður 18 pappírsblað 20 í röð
21 dreifa.
LÓÐRÉTT 1 listi 3 samtök 4 afsal 5 skjön 7
kista 10 bergtegund 13 þrep í stiga 15 fjar-
skiptatæki 16 á nefi 19 íþróttafélag.
LAUSN.
LÁRÉTT: 2 tafs, 6 kk, 8 ark, 9 rok, 11 aá, 12
áform, 14 fliss, 16 no, 17 maí, 18 örk, 20 lm,
21 strá.
LÓÐRÉTT: 1 skrá, 3 aa, 4 framsal, 5 ská, 7 koff-
ort, 10 kol, 13 rim, 15 sími, 16 nös, 19 kr.
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1. 40 til 50 þúsund manns
2. Suzuki Swift
3. Giovani Dos Santos
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
SEM ER?
Fyrir þá sem þykir fátt jafn gott að
koma heim og geta fengið sér te
samstundis er þessi ketill mikið
þarfaþing. Að ekki sé minnst á sæl-
kerana sem finnst það munaður að
koma heim í heitt kakó. Með einu
smáskilaboði úr farsímanum fer
ketillinn af stað og hitar vatn. Þegar
styttist í annan endann á löngum
göngutúr í kulda og trekki þarf ekki
annað en að rífa upp símann, skrifa
nokkur vel valin orð og þá fer allt af
stað heima fyrir.
Kostir?
Í fljótu bragði hljómar þetta allt
voðalega gott. Sagt er að fyrirtæk-
ið PG Tips hafi fengið hugmyndina
úr kvikmyndinni Bölvun vígakanín-
unnar sem nú er sýnd í kvikmynda-
húsum. Þar sem umrætt fyrirtæki
er frá Englandi, en þar er tedrykkja
samofin menningunni, þarf ekki að
undra að Englendingar hoppi hæð
sína af gleði. Þessi tækni fækkar
ferðunum fram í eldhús og sam-
kvæmt talsmanni fyrirtækisins á
þetta eftir að valda gjörbyltingu á
tetímanum.
Gallar?
Notandinn þarf að muna eftir
því að setja vatn í ketilinn auk
þess sem hann þarf að hella
upp á, sama hvað tautar og
raular. Það verður því ekki alveg
séð hversu mikil búbót þetta er
nema fólk hafi hreinlega alltaf
vatn í katlinum.
Kostnaður?
Svona tæki þarf ekki endilega
að vera neitt sérstaklega dýrt.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Stuðningsmenn Gísla Marteins Baldurssonar hafa gert athuga-
semdir við mola sem birtist hér á laug-
ardaginn en þar kom fram að frambjóð-
endurnir Gísli Marteinn og Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson hefðu gert með sér
samkomulag um að mætast fyrst í beinni
sjónvarpsútsendingu í Kastljósi RÚV
fimmtudaginn 20. september. Gísli mætti
hins vegar auðum stól Vilhjálms á Stöð 2
í Íslandi í dag tveimur dögum fyrr en sú
skýring var gefin að Vilhjálmur hefði ekki
treyst sér til að mæta. Stuðningsmenn
Gísla Marteins segja frambjóðandann
ekki hafa gert neitt samkomulag við
Vilhjálm um framkomu í fjölmiðlum. Þá
hafi umsjónarmönnum Ísland í dag leiðst
þófið og þótt Vilhjálmur draga lappirnar
í málinu. Þeir vildu ekki sæta sig við til-
burði Vilhjálms til að ritstýra þættinum og
settu Vilhjálmi úrslitakosti. Niðurstaðan
varð svo að Gísli Marteinn sat
einn fyrir svörum í þættin-
um. Stuðningsmenn Gísla
Marteins segja Vilhjálmi
hins vegar hafa gengið
betur að stjórna atburða-
rásinni í Kastljósi þar sem
könnun sem hann lét gera
á fylgi frambjóðend-
anna var notuð
sem upplegg í
þeim þætti.
Vilhjálmur gerir svo grein fyrir sinni hlið málsins á heimasíðu sinni og
segir: „stjórnendum Íslands í dag hefur
verið kunnugt um það í langan tíma að
Vilhjálmur vildi ekki setja framboð sitt í
sviðsljós fjölmiðla, með þeim hætti sem
óskað var eftir, fyrr en að landsfundi
Sjálfstæðisflokksinsfloknum. Þeir kusu
að hringja með fjögurra klukkustunda
fyrirvara sl. þriðjudag og tilkynna þá
ákvörðun sína að ef Vilhjálmur myndi
ekki mæta yrði Gísli Marteinn einfald-
lega einn í viðtali og jafnframt yrði þess
getið að Vilhjálmur hefði ekki séð sér
fært að mæta. Vilhjálmur hafði gefið
fulltrúum Kastljós loforð að mæta til
þeirra á fimmtudag þar sem
hann og Gísli Marteinn
myndu mætast í fyrstu
umræðum og stóð
við það heit.“ Leikar
eiga svo væntanlega
enn eftir að æsast
þar sem það styttist
óðum í prófkjörið og
taugatitringurinn
getur ekki annað
en magnast.
Englarnir Pú og Pa hafa undanfar-
ið eitt og hálft ár skemmt lesend-
um Fréttablaðsins á myndasögu-
síðu blaðsins. Myndasögurnar um
félagana eru nú farnar að birtast
í eistneska staðarblaðinu Lääne
Elu eða Vestur líf. Það er sem fyrr
Sigurður Örn Brynjólfsson sem
teiknar englana en þeir birtust
fyrst fyrir tíu árum í jóladagatali
Ríkissjónvarpsins sem hann og
Friðrik Erlingsson gerðu saman.
„Hugmyndin var alltaf að gera
meira úr þessu,“ segir Sigurður
og á við að þá hafi alltaf langað
til að gera teiknimyndir. „Þegar
það gekk ekki eftir þróaði ég þá
út í myndasögur en það tók lang-
an tíma, að færa persónurnar frá
brúðuleik yfir í myndasöguform,“
útskýrir hann. Höfundurinn segir
þá Pú og Pa hafa breyst mjög
mikið í gegnum árin. Þeir séu
farnir að vera meira heimspeki-
lega þenkjandi og velti tilvist guðs
og himnaríkis mikið fyrir sér.
„Húmor þarf ekki alltaf að vera
skrípalæti, það er mikið alvöru-
mál að gera grín,“ segir hann og
bendir á að bestu myndasögurnar
velti yfirleitt fyrir sér alvarlegum
hlutum. „Þá eru Pú og Pa ekki sér-
íslenskir heldur ganga þeir hvar
sem er.“ Sigurður hefur enn frem-
ur velt bókaútgáfu fyrir sér og
hefur sent nokkrum útgefendum
póst en að hætti Íslendinga hefur
fátt verið um svör.
Sigurður ætlar nú að láta
reyna aftur á að senda Pú og Pa til
stórra dreifingarfyrirtækja eins
og Bulls. „Ég ætla að gefa þessu
fjögur til sex ár og sjá hvað kemur
út úr þessu,“ segir Sigurður, sem
kvartar ekkert. „Þetta er ágæt-
is vinna og ég hef líka gaman af
þessu.“ - fgg
Alvörumál að gera grín
SIGURÐUR ÖRN BRYNJÓLFSSON
Englarnir hans tveir eru nú komnir
í eistneskt staðarblað og stefnir
teiknarinn á fleiri landvinninga.
DÓTAKASSINN READY WHEN UR-KETILL
Þarfaþing tedrykkjumannsins
Dúettinn Steintryggur er að leggja
upp í mikið ferðalag um þessar
mundir og kemur til með að gera
strandhögg víða í Evrópu í slagtogi
með Óla ósýnilega sem er tölva.
Ætlunin að kynna geisladiskinn
Dialog ásamt nýju efni sem vænt-
anlega kemur út á næsta ári.
„Við ætlum að gefa út tvö diska
á næsta ári. Annar þeirra verður
órafmagnaður með tyrkneskum
lögum,“ segir Steingrímur Guð-
mundsson en á plötunni njóta þeir
liðsinnis tyrknesks tónlistarmanns
sem spilar á ýmis strengjahljóð-
færi. Sigtryggur segir plötuna
talsvert frábrugðna því sem Stein-
tryggur hefur gert hingað til. „Það
er ekki svona póstmódernísk til-
raunastarfsemi eins og á Dialog
þar sem við vorum að klippa allan
andskotann saman; hrópandi inúíta-
kellingar og kúbönsk bít.“ Seinni
platan verður aftur á móti meira í
ætt við Dialog.
Steintryggur heldur út 1. nóv-
ember og hyggst heimsækja Eng-
land, Danmörku, Belgíu, Holland
og Þýskaland en tónleikaferðalag-
inu lýkur 19. nóvember á mikilli
Íslendingahátíð í Köln sem nefnist
Islandsbiler. Þar munu margir af
fremstu listamönnum Íslands vera
með sýningar og tónleika.
Steingrímur segir að hljóm-
sveitin verði með tvenns konar
dagskrá. „Annars vegar verðum
við með hefðbundna dagskrá fyrir
tónleikastaði en við erum líka með
klúbbadagskrá sem fólk getur
dansað við,“ útskýrir hann.
Þeir félagar kveðast hlakka til
að spila á öllum stöðum, þá sér-
staklega tónleika sem þeir halda
í enskum skólum þar sem Stein-
tryggur kemur fram með nemend-
um. „Við fengum send lög sem við
endurhljóðblönduðum en nemend-
urnir hafa síðan samið dans við
þau og spila með okkur,“ útskýrir
Steingrímur og bætir við að líklega
verði þessir viðburðir teknir upp
en Sigtryggur hefur líka hugsað
sér að blogga um ferðina á heima-
síðunni steintryggur.com. „Mig
langar til að lýsa þessari ferð því
þetta er nefnilega ekki þessi hefð-
bundni poppstjörnutúr með til-
heyrandi munúðarlífi. Næsta skref
hjá okkur gæti þess vegna verið
að troða upp á elliheimilum; það
kæmi sjálfsagt eitthvað spennandi
út úr því.“ bergsteinn@frettabladid.is
STEINTRYGGUR OG ÓLI ÓSÝNILEGI: GERA VÍÐREIST UM EVRÓPU
Elliheimilin næsta skrefið
STEINTRYGGUR Hyggst heimsækja England, Danmörku, Belgíu, Holland og Þýskaland en tónleikaferðalaginu lýkur 19. nóvember á mikilli
Íslendingahátíð í Köln.
Rætt um
bæjarstjórastól
Reykjanesbæjar
Áhugi á
Þórólfi
Árnasyni
DV2x10-lesin 24.10.2005 20:31 Page 1
HRÓSIÐ
...fá allar konur sem lögðu niður
vinnu í gær og fóru á baráttufund
Kvennafrídagsins.