Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN
Sunnudagur 17. ágúst 1975
Silenta
SKOTMENN
Hvort sem þið eruð á æfingu eða veiðum — þá hafið
hugfast að skothvellur hefur 130 decibil — sem er
langt yfir hættumörk
Með eyrnahlifum lækkið þið hávaða um allt að 50 decibil
— en getið jafnframt haldið uppi eðlilegum samræðum.
Athugið verð og gæði
Dynjandi sf
Skeifunni 3H ¦ Keykjavik ¦ Simar 8-26-70 & 8-26-71
Hávaöi
mældur í
decibilum
Hætta
eyrnahlílar
æskilegar
10-30 Hvisl
30-50 Lág útvarpstónlist
50-70 Samræður
70-85 Götuhávaöi. plötusmiði
85-90 Gufutúrbínur
Spunaverksmiðjur, trésmíði
Prentvélar, Vinnuvélar
Steinborar
Naglavélar, vökvapressur
Þotur, skotvopn
Utsölustáðir: "
Reykjavík:
Vald. Poulsen
Heyrnarhjálp
Héðinn
Akranes:
Axel
Sveinbjörnsson
Borgames:
Kaupfélag
Borgfirðinga
Isafjörður:
Raf h.f
Siglufjörður:
Sigurður Fanndal
Akureyri:
Atlabúðin — KEA
Húsavik:
Raftækjavinnustofa
Grims og Arna
Seyðisfjörður:
Harald Johansen,
verzlun
Neskaupstaður:
Bifreiðaþjónustan
Höfn, Hornafirði:
Kaupfélag
A Skaftfellinga
Hvolsvöllur:
¦ Kaupfélag
Rangæinga
Selfoss:
G. A. Böðvarsson
Keflavik:
Stapafell
Vestmannaeyjar
Eyjabúð
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
KLEPPSSPÍT ALINN:
YFIRLÆKNIR. Staða yfirlæknis við
Kleppsspitalann er laus til umsókn-
ar og veitist frá 1. nóbember n.k.
Umsóknum, er greini aldur, náms-
feril og fyrri störf ber að senda
stjórnarnefnd rikisspitalanna fyrir
15. september n.k.
LANDSPÍTALINN:
AÐSTOÐARMAÐUR við hjúkrun
(karlmaður) óskast til starfa á geð-
deild Barnaspitala Hringsins frá 1.
september n.k. Umsóknarfrestur er
til 24. þ.m. Upplýsingar veitir yfir-
hjúkrunarkonan, simi 84611.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTAL- ,
ANNA:
EINKARITARI óskast til starfá
fyrir framkvæmdastjóra rikis,-
spitalanna frá 1. september n.k. eðá
eftir samkomulagi. Góð vélritunar-
kunnátta ásamt hæfni i a.m.k. einu
erlendu tungumáli. Umsóknar-
frestur er til 25. þ.m.____________
Umsóknum ber að skila til skrif-
stofu rikisspitalanna. Umsóknar
eyðublöð fyrirliggjandi á sama stað.
Reykjavik, 15. ágúst 1975
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765
Sunnlenzkir bændur eru nú orðnir langeygir eftir þurrki, og ófáir múgarnir liggja hraktir og illa farnir á
túnum úti. Þessi Tfmamynd Páls Þorlákssonar á Sandhóli ber þess glögg merki, aö þurrkur hefur ekki
komið lengi i ölfushreppi.
Rætt við Halldór Pálsson, búnaoarmálastjóra:
„BÆNDUR ÞYRFTU
AÐ VERKA MEIRA
VOTHEY í SVONA
TÍÐ"
Gsal-Reykjavik — „Það viröist
alltaf vera m jög erfitt að fá menn
til að bregða út af vana sínum, og
svo er einnig með bændur. Það
gætu margir bændur verkað
meira vothey með þvf að koma
upp útbúnaði i þurrheyshlöðun-
um, þvi að það er I mörgum
tilfellum tiltöiulega auðvelt. En
menn eru vanafastir og vona
alltaf að það glaðni til á morgun
eða hinn daginn."
Þannig fórust Halldóri Pálssyni
búnaðarmálastjdra orð, er
Timinn ræddi viö hann um
heyskap á landinu, en það er
kunnara en frá þurfi að segja, að
margir bændur eru litt á veg
komnir við heyskap sökum
ótiðar.
Halldór sagði, að þetta sumar
væri mjög slæmt, sérstaklega
fyrir bændur á Suðurlandi, en
kvað þó árin 1969 og 1955 hafa
verið mun verri.
— Þurrkdagar hafa verið mjög
fáir i sumar, en úrfellisdagar ekki
ýkja margir, þannig að jörðin er
ekki eins blaut og hún var bæði
sumarið 1969 og 1955. Hver
óþurrkavika sem nú líður mun
valda miklum erfiðleikum, þvi að
nú er ekki nema mánuður þangað
til bændur fara að eiga við fé — og
þvi þurfa þeir að ná inn miklu
magni af heyi á þessum vikum.
Halldór sagði, að tiðin hefði
verið mjög hentug fyrir þá bænd-
ur, sem verkuðu i vothey , en þvi
miður væri slikur heyskapur
enginn hjá mörgum. — Hey hefur
hrakizt, sagði hann, en ekki ýkja
mikið nema hjá manni og manni,
eins og gengur. Verra er, að
margir bændur hafa dregið alltof
lengi að slá, og þvi hefur grasið
trénað vegna ofsprettu. Hins veg-
ar er þó nokkur bót i máli, hve
seint spratt. Þá má nefna að
margir bændur hafa hirt heyið
illa þurrt — og er það i lagi hjá
þeim, sem hafa mjög góöa súg-
þurrkun — en þeir sem hafa lé-
lega eða enga súgþurrkun, mega
búast við að það hey stór-
skemmist af of miklum hita eða
misverkun, sagði Halldór.
Búnaðarmálastjóri kvaö
ástandið að öðru leyti mjög mis-
jafnt. Sumir bændur væru búnir
að ná inn talsverðu magni af heyi
en aðrir nánast engu. Astandið
taldi hann vera verst sunnan og
suðvestanlands, og & Vesturlandi
væri það fremur slæmt. Hins veg-
ar væri heyskapur orðinn ágætur
frá Hrútafirði austur um land
vestur að Mýrdalssandi. Þoka
hefði þó hamlað heyskap eitthvað
á annesjum nyrðra. — Margir
bændur á þessu svæði eru nú
þegar komnir með ágætan
heyskap, og á þessu svæði er
hvergi nein neyð.
— Það verður að teljast sjálf-
skaparviti hjá bændum, hvað þeir
verka litið vothey, þvi á sumrum
sem þessum eiga bændur að vera
við þvi bunir að geta gripið til
þess ráðs að verka meira vothey
en i meðalári. Þetta stafar ekki af
þvi að það skorti áróður fyrir vot-
heysverkun eða góða styrki til
byggingar á votheysgeymslum,
heldur hinu, að votheyið er
beinlinis óvinsælt hjá mörgum
bændum og þeim finnst erfiðara
að gefa það og hvimleiðara á
allan hátt.
Búnaðarmálastjóri kvað
súgþurrkun mikið hjálpartæki, en
þvi miður væri hún ekki alls
staðar i ákjósanlegu lagi og væri
það i mörgum tilfellum alls ekki
sök bænda, heldur kæmi þar til,
að hvert býli fengi takmarkaða
raforku, og gæti þvi ekki notað
mjög aflmiklar vélar. — Tæknin
er svo mikil, að miðað við tiðarfar
eru margir bændur búnir að ná
inn mjög miklu af hálfþurru og
illa þurru heyi, sem þeir hefðu
ekki getað nema fyrir tilverknað
súgþurrkunarinnar, og bændur
væru i algjörri neyð, ef þessi
tækni væri ekki fyrir hendi við
heyþurrkun.
Búskapur bænda verður alltaf
að byggjast á verkun votheys eða
þeirri aðferð að nota sólina og
vindinn til að þurrka heyið. Það
verður aldrei hægt að komast
framhjáþvi,semStefanG. sagði:
Ég er bóndi og allt mitt á
undir sól og regni...
Tilkynning til
gjaldenda í Hafnar-
firði og Kjósarsýslu
Athygli gjaldenda i Hafnarfirði og Kjósar-
sýslu skal vakin á þvi, að reitur fyrir
dráttarvexti á þinggjaldaseðli hefur ekki
verið fylltur út. — Þannig að um dráttar-
vaxtaskuld getur verið að ræða vegna
vanskila á fyrirframgreiðslu svo og eldri
gjalda, þó það sjáist ekki af þinggjalda-
seðlinum.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði,
Sýslumaður Kjósarsýslu.