Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 10
.10 TÍMINN Sunnudagur 17. ágúst 1975 Konan, sem kom upp um sovézku eld- flaugastöðvarnar á Kúpu Fyrsti fundurinn KUbuævintýri Marie Lorenz hófust eitt febrUarkvöld 1959. Farþegaskipið Berlin haföi varpaö akkerum við höfnina i Havanna. Skyndilega lagöi bátur moð kúbanska fánann upp að skipinu og tuttugu Kúbumenn kröföust þess að fá ao koma um borð. Þeir voru alvopnaðir, með vélbyssur og handsprengjur. Siðklæddar konur ráku upp vein, þegar flokkurinn geystist um borð í skipið, og leituðu skjóls ásamt kjólklæddum herrum sin- um. Skipsrán var það eina, sem farþegarnir töldu vera i vændum. Fljótlega þekkti þó einhver fyrir- liða Kúbumannanna sem Fidel Castro og eftir það þyrptust far- þegarnir utan um hann til að fá eiginhandaráritun hans. — Ég er vinurykkar, kallaði Castro. Hann virtist hafa reglulega gaman af uppþotinu, sem varð vegna komu bans og manna hans. — Ég er vinur ykkar. Mér likar vel við Bandarikjamenn. Skipstjórinn á Berlin, Heinrich Lorenz, bauð KUbumönnum til siðdegisdrykkju og þar kynnti hann Castro fyrir dóttur sinni, hinni 18 ára Marie Lorenz. — Faðir minn talaði spönsku og þeim Castro kom ágætlega saman, sagði Marie siðar. Faðir minn sýndi Kúbumönnunum allt skipið, hátt og lágt, en bað þá siðan að setja vopnin frá sér áður en þeir settust að borðum. Castro svaraði þvl til að vopnlausir væru þeir óöryggir, svo faðir minn leyfði, að þeir bæru skammbyssur slnar — en annan vopnabUnað skildu þeir eftir I reyksalnum. Castro sat til borðs með skipstjóranum og hafði dóttur hans sér á hina hönd. Kúbanski þjóðhöfðinginn skrafaði margt og brosti breitt og Marie Lorenz lét sérvelllka gullhamrana frá þess- ari skeggjuðu hetju byltingar- innar á Kúbu. Marie talaði þýzku og ensku. Castro sagði að sig vantaði einmitt ritara til að skrifa bréf á þessum tungumálum og áöur en staðið var upp frá borðum bauð hann Marie starfið. Hann spurði, hvort ég vildi vinna fyrir hann I Havanna, sagöi Maria þegar hún rifjar at- burðarásina urfp siðar. Ég og faðir minn hlógum dátt að tilboðinu og faðir minn sagði að ég yrði að halda aftur heim til Þýzkalands að ljuka námi. Castro sagðist þá myndu skrifa henni og lét Marie hann fá heimilisfang sitt. Ekki hafði hún þó neina trú á þvl, að hann myndi láta verða af þvl að skrifa henni. í þjónustu Castro Frá Kúbu hélt Berlín svo til New York, þar sem Marie dvaldi um tima hjá bróður slnum, áöur en hún hugðist halda heim á leið aftur! 2 víkum eftir komuna til New York komu tveir kiibanskir sendimenn til Marie og A leiðinni til Havanna reyndi hUn að Imynda sér, hvernig það yrði að vinna fyrir Castro. Hún taldi vlst, að henni yrði skákað niöur við eitthvert skrifborðið I skrifstofu Castros. Sennilega fengi hUn svo litla Ibúð, til að búa I. En reyndin varð talsvert önnur, í sex daga I októbermánuði 1962 stóð heimurinn á öndinni vegna hugsanlegrar styrjaldar milli Bandarlkjamanna og Sovétmanna, Bandarlkjamenn höfðu komizt á snoðir um að Sovétmenn væru að koma sér upp eldflaugastöðvum á Kúbu. Kennedy Bandarikjaforseti tilkynnti bandarísku þjóðinni þetta 22. október og það með, að Bandarfkin hefðu sett hafnbann á Kúbu hvað snertir flutninga sovézkra skipa þangað á efni til eld- flaugastöðvanna. Sovézku skipin héldu sfnu striki til Kúbu og bandarlski flotinn tók sér stöðu og flugherinn var við öllu bUinn. Eftir sex daga styrjaldarhættu komust Kennedy og Krushchev aö samkomulagi og sovézku skipin breyttu um stefnu — héldu aftur heim á leið. Annan nóvember tilkynnti Kennedy svo banda- rlsku þjóðinni, að sovétmenn myndu rifa niður eldflaugapalla slna á KUbu og flytja allt þeim tilheyrandi aftur til Sovétríkj- anna. Það voru margir, sem lögðu hönd á plóginn við að afla Banda- rlkjamönnum upplýsinga um sovézku eldflaugastöðvarnar á Kubu, En fyrstu upplýsingarnár komu frá hendi þýzk-amerískr- ar stUlku, sem Castro hélt fanginni í hótelíbUð sinni. Þessara upplýsinga aflaði hUn eftir það með óvenju djarfri njósnaferð til Havanna. báru henni þau boð Castros, að hann bráðvantaði nU ritarann. Flugvél frá kUbanska flug- félaginu stóð á flugvellinum og beið þess að flytja ritarann á fund Castros. — Þá gerði ég alvarleg mistök, segir Marie. Ég fór um borð' í flugvélina. en hugmyndir þær, sem Marie gerði sér I flugvélinni. Strax við komuna til Havanna, var farið með Marie til Hiltons-hótelsins, þar sem Casto hafði lagt undir sig alla 24. hæðina. — Næstu fjóra mánuðina kom ég varla Ut Ur húsi, segir hún. Og þegar ég skapp eitthvað, voru varömenn stöðugt á hælun- um á mér. Það var sama, hvort ég skrapp niður á ströndina eða þá bara á kaffistofu til að fá mér kaffi. Þegar Marie nU eftir á lýsir sambandi hennar og Castros þennan tima, segir hUn: — Ég var fangi hans. Það var ekki um neitt ástarsamband að ræða. ftg var hrædd. Mér fannst ég hafa gengið I gildru og hvernig er hægt að vera ástfangin, þegar hræðslan er efst I huganum? Þarna var llka allt á rUi og stUi, vindlastubbar Uti um öll gólf og vopn I hverju horni. Allt mitt Hf hafði ég vanizt hreinlæti og kurteisi. Ég heföi aldrei trUað þvl að nokkur maður — og allra sízt forsætisráðherra, gæti bUið við slikt öngþveiti. Ég hélt að Castro myndi setja upp stórt og mikið ráðuneyti með ýmsum skrifstofum, en allt og sumt, sem hann gerði, var að leigja IbUð á hótelinu fyrir skrif- stofur og aðra til að sofa I. Ég fékk gestaherbergið I skrifstofu- IbUðinni og dyrnar mlnar voru læstar — utan frá. Það eina, sem ég gat haft fyrir stafni, var aö lesa, læra spænsku, ráfa um her- bergið og hlusta á tónlistina I Ut- varpinu, eöa fara Ut á svalirnar og horfa yfir Havanna-borg. Mér leið hræðilega. Slðar frétti ég að faðir minn hafði reynt að spyrjast fyrir um Hðan mlna, en honum var bara svarað Ut I hött. Ég tók engan farangur með mér frá New York og ég fékk ekki að fara Ut i. Havanna til að kaupa föt. Fidel lét taka mál af mér og sauma einkennisbUning — óllfu- grænan liðsforingjabUning, sem mér var fenginn. Ég átti að líkj- ast fólkið I 26. jUlfhreyfingunni. Castro áleit að með einkennis- búningnum gæti hann falið mig innan um aðra aðstoðarmenn sina, en fljóllega komust á kreik sögusagnir um það, að hann héldi konu, Utlending, sem fanga á hótelinu. Dag nokkurn var farið með mig I flugferð til Pinos-eyju. Þar sýndu varðmennirnir mér fyrst fagrar strendur en siðan var ekið með mig að fangelsinu, þar sem Batista, einræðisherra, hafði haldið Fidel og Raul bróður hans föngnum áður. Þegar ég fór inn I klefann til að lesa á minningar- skjöldinn, sem er á veggnum, læstu varðmennirnir dyrunum á eftir mér. Ég var viku i fangelsinu og fékk sömu meðferð og aðrir fangar. Að viku liöinni var ég svo sótt og flutt aftur til höfuðborgar- innar. Marie fékk aldrei að vita, hvers vegna henni var haldið I fangelsinu. HUn telur samt, að Castro hafi viljað vita af henni bak við lás og slá meðan hann fór I ferðalag til Suður-Amerfku. Kvöld nokkurt var Marie ásamt Castro og Hfvörðum hans á Riviera-hótelinu. Meðan Castro ræddi við menn I hinum enda salarins, kom maður nokkur, sem bar buning byltingarmanna og öryggisverðir Castros þekktu sem foringja i flugher KUbu. Hann gaf sig á tal við þá og Marie og þegar færi gafst, hvlslaði hann að henni á ensku: — Ég veit, hver þér eruð. — Getið þér hjálpað mér?, hvlslaði hUn á móti. — Já. Ég er starfsmaður bandariska sendiráðsins. íig skal hjálpa yður að komast burtu. Þannig bar saman fundum Marie Lorenz og Frank Fiorini, liðsmanns Castros og sendimanns amerlsku leyniþjónustunnar — CIA (Fiorini þessi varð seinna þekktur fyrir þátt sinn I Water- gate-innbrotinu. Hann hét „réttu nafni" Frank Sturgis). að njósna um Af tilviljuii hittust þau Marie Lorenz og Fidel Castro um borð f skipi föður hennar i Havannahöfn. FÚS til Fidel Næstu vikur hafði Frank sam- band viö hana, annað hvort I eigin persónu eða í gegn um menn, sem unnu fyrir hann. Marie kvaðst fUs til að njósna um Castro. HUn stal leyniskjölum og sendi Utdrætti Ur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.