Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 17. ágúst 1975 TÍMINN 11 Þetta var þaö, sem kortiö táknaði: Sovézk eldflaugastöö á Kiíbu. A myndinni sjást tveir skotpallar (Launch pad with erectors), tankbilar með eldflaugaeldsneyti og annað tilheyrandi. samtölum Castros við ýmsa menn — en samtölin gat hún öll tíeyrt frá orði til orðs i gegn um vegginn. Þegar hér var komið sögu, hafði hún náð góðu valdi á spænskri tungu. Stjórnarlbúðin var þakin vopn- um og skjölum. Skjölin lágu hreint út um allt. Castro hafði að visu skjalaskáp, en hann var aldrei læstur þrátt fyrir það, að Castro geymdi i honum helztu skjöl, kort og mikla peninga. Ég stal heilmiklu af skjölum úr þess- um skáp og Castro saknaði þeirra aldrei. Frank gaf henni þá fyrirskipun, að hún skyldi ná öllum þeim upplýsingum, sem hún mögulega kæmist yfir. — Og það g'erði ég, segir hún. Svo veiktist Marie og Frank skipulagði undankomu hennar úr einangrun Castros. Tveir kúbanskir liðsforingjar báru hana út úr hótelinu meðan Castro var fjarverandi og komu henni um borð i flugvél til New York. Um likt leyti skipulagði Frank flótta tveggja framámanna i kúbanska flughernum. Fyrir það varð hann að flýja Kúbu og setti hann þá upp stöðvar i Miami og stjórnaði þaðan njósnurum sinum á Kúbu. Þegar Marie var orðin heil heilsu aftur, fór hún til Franks i Florida. Þar tók hún að sér starf, sem þýddi opinn dauðinn fyrir hana, ef upp kæmist. Snemma árs fór Castro til Cienega de Zapata og um leið óg hann var farinn frá Havanna með fylgdarlið sitt, hélt Marie aftur til höfuðborgar Kúbu. Hun fór með áætlunarflugvél kúbanska flugfélagsins og i gervi bandarisks ferðamanns. t tösk- unni hafði hún hlaðna skamm- byssu og Castro-einkennisbúning- inn sinn. j Hún kom til Havanna nokkrum timum eftir að Castro yfirgaf borgina. Bandariskir ferðamenn voru þá enn vel séðir á Kúbu og tollverðir gerðu Htið af þvl að leita i farangri þeirra. Marie komst i gegn um tollinn óáreitt og siðan tók hún sér her- bergi á litlu hóteli I miðborginni. Þaðan hélt hún beinustu leið að Hilton-hótelinu. Þegar hér var komið hafði Castro fengið sér hús i borginni til ibúðar, en hann hafði stjórnarskrifstofu áfram á Hilton-hótelinu og þar renndi Marie i grun, að öll dýrmætustu skjölin væru geymd. Stjórnaribúð Castros var númer 2408 og að henni hafði Marie lykil, sem kúbanskir flug- menn höfðu orðið sér úti um. Enginn leit við Marie, þegar hún kom inn i hótelið — hún hafði litað hár sitt og sett upp sólgleraugu. — Það gengu allir með sólgleraugu, segir hún. Lika á kvöldin. Marie gekk beinustu leið að lyftunni og hélt upp á 24. hæð. Þar var eng- inn. — Þegar ég var þarna fangi Castros, var ég ýmist alein I stjórnaribúðinni i þrúgandi þögn, eða þá allt var á fleygiferð, þegar Fidel var inni — með tilheyrandi hávaða og vindlareyk. Áður en Fidel fór hafði hann gefið fyrirskipun um, að enginn skyldi fara inn I stjórnaribúðma og það var eins og allir álitu allt öruggt svo framarlega sem þeir héldu sig bara einhves staðar annars staðar en á 24. hæð Hilton-hótelsins! Marie komst þvi óséð inn i stjórnaribúðina. Eins og alltaf lágu skjölin þarna út um allt: skjalaskápur- inn opinn upp á gátt. — Það var engin leið fyrir mig að taka allt með mér, svo ég tróð inn á mig eins mörgum skjölum og kortum og ég gat með góðu móti. Siban fór ég sömu leið út aftur, niður á hótelið mitt, fór þar úr einkennis- búningnum og i kjól og hélt beina leið út á flugvöll, þar sem ég tók fy.rstu flugvél til Miami. Frank tók á móti mér á flug- vellinum og ég fékk honum allt sem ég tók úr stjórnaribúð Castros. Mér var ekki sagt nákvæmlega, hvaða feng ég hefði komið með, en mér var sagt, að leyniþjónustan og rikisstjórnin væru mjög ánægð með afrakstur ferðarinnar. Meðal skjalanna, sem Marie sótti til Havanna, var staðfræði- legt kort yfir Kúbu, þar sem hringar voru dregnir inn á nokkr- um óræktarsvæðum fjarri byggðu bólL Á kortið var einnig éitthvað skrifað, sem Marie kvaðst ekki hafa skilið. — Þetta var á fram- andi tungu, segir hun.Einna helzt held ég tékknesku. „ÞýðingarmikiU fundur" Þremur árum siðar fékk Marie svo að vita, að þetta kort hefði verið uppdráttur yfir eld- flaugastöðvar Sovétmanna á Kúbu. Hringirnir voru dregnir um þá staði, þar sem eldflauga- pallarnir voru reistir 1962. Með upplýsingum frá njósnurum á Kúbii, frá kúbönskum fldtta- mönnum og myndum, sem njósnaflugvélar tóku, gat CIA sett heildarmyndina inn á kortið,sem Marie tók með sér frá Havanna. Þetta kort vakti fyrstu grun- semdirnar um atburðarás, sem endaði á barmi heimsstyrjaldar. Einhverra hluta vegna hefur Castro rennt grun I þátt Marie I þessu máli. 1 marzmánuði 1960 fékk Marie skeyti, sem sent var til hennar i ibúð bróður hennar i New York. Skeytið var frá Havanna og i þvi stóð: Hringdu i sima 28607 (sem var einkasimi Castros) seint i kvöld. Þetta er mjög áriðandi. Skeytið var undir- ritað af Yanez, sem Marie vissi að var Jesus Yanez Pelletier, einn af ^nánustu ráðgjöfum Castros. í fyrstu hugðist Marie láta skeytið lönd og leið, en for- vitnin varð yfirsterkari. Hún minntist ekkert á málið við bróð- ur sinn, en fór út um kvöldið til að tala við Havanna frá simstöð ekki langt frá. Vart var hún komin út lir húsinu þegar tveir menn gripu hana. Hún þekkti annan. Það var Yanez. — Þeir voru vopnaðir, segir Marie. Og þeir sögðust ætla með mig til Kúbu. Yanez sagði að flug- vél biði tilbúin á flugvellinum. Þeir börðu mig I andlitið og drógu mig að bll, sem stóð við gang- stéttina. En rétt i þessu augnabliki, kom annar ibúi hússins út og sá hvað var að gerast. Koma hans truflaði Kúbumennina svo mér tókst að losna frá þeim og hlaupa af stað. Ég heyrði annan þeirra kalla til hins, að hann skyldi bara skjóta mig. En aldrei var skotinu hleypt af. Ég hljóp og hljóp og á endanum hljóp ég beint i flasið á lögreglu- þjóni. Lögregluþjónninn fór með Marieálögreglustöðina, þarsem hún sagði sögu sina. Samband var haft við yfirvöldin og Marie gaf þeim upp nafnið á hóteli einu, sem menn' Castro bjuggu venju- lega á i New York. Lögreglumenn voru sendir þangað og þar var Yanez. En hann var með sendi- ráðsskirteini og þvi var ekki hægt að handtaka hann. En honum var sagt að taka sér far með næstu flugvél til Kúbu. Þegar Yanez kom aftur til Havanna, gerði Castro það, sem lögreglan i New York gat ekki. Hann lét setja Yanez i fangelsi. (Þýttogendursagt) Meistarasamband byggingamanna, Skip- holti 70, vantar skrifstofumann karl eða konu, til starfa allan eða hálfan daginn. Umsóknir sendist til skrifstofu sambands- ins. Upplýsingar veittar á skrifstofunni fyrir hádegi. jjl Kópavogur — olíustyrkur Greiðslaoliustyrks skv. lögum nr. 47/1974, fyrir timabilið marz/mai 1975, fer fram i bæjarskrifstofunum á 4. hæð i félags- heimilinu i Kópavogi. Styrkurinn greiðist þeim framteljendum til skatts, sem búið hafa við oliuupphitun ofangreint timabil. , Greiðslum verður hagað þannig: Til framteljenda hverra nafn byrjar á: A — D miðvikudaginn 20. ágúst kl. 10.00 — 15.00 E —G fimmtudaginn 21. ágústkl. 10.00 —15.00 H — J miðvikudaginn 27. ágúst kl. 10.00 —15.00 K—M fimmtudaginn 28. ágúst kl. 10.00—15.00 N—P þriðjudaginn 2. sept. kl. 10.00—15.00 R — T miðvikudaginn 3. sept. kl. 10.00 —15.00 U — Ö fimmtudaginn 4. sept. kl. 10.00 —15.00 Framvisa þarf persónuskilrikjum til að fá styrkinn greiddan. Bæjarritarinn i Kópavogi. Pjl Frá gagnfræða- W skólum Kópavogs Loka-innritun og staðfesting fyrri um- sókna um skólavist næsta vetur i öllum bekkjum Vighólaskóla og Þinghólsskóla fer fram i skólunum sem hér segir: í Vighólaskóla mánudag og þriðjudag 18. og 19. ágúst kl. 9-2 og 14-17, báða dagana. í Þinghólsskóla miðvikudaginn 20. ágúst frá kl. 9-12 og 14-17. Ef væntanlegir nemendur eða einhverjir i þeirra stað, staðfesta ekki umsókn á ofan- greindum timum annað hvort með þvi að koma i skólamveða hringja i skrifstofu- sima hans, getur umsækjandi átt þá hættu að missa af skólavist. Fræðslustjórinn i Kópavogi. ps^fes^ ISAL ( s I I s I k. t \ 1 í Verkame )skum eftir að r tarfa i kersmiðju ítraumsvik. láðning fer fram ^íánari upplýsingai imi 52365. Jmsóknareyðublöð sigfúsar Eymundí )ókabúð Olivefs Sl Jmsóknir óskast i 975 i pósthólf 244, slenzka Álfélagið itraumsvik. nn áða nokkra menn til okkar við áliðjuverið í i september. • gefur ráðningarstjóri, fást hjá bókaverzlun >sonar, Reykjavik og ;eins, Hafnarfirði. ;endar fyrir 25. ágúst Hafnarfirði. hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.