Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 17. ágúst 1975
TÍMINN
13
tJtgefaridi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla-
son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty,
simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500
— afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I
lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði.
BlaðaprentK.f.
Framtíð lýðræðisins
Þeim spurningum er nú oft varpað fram, hvort
lýðræðisstefnan sé ekki á undanhaldi i heiminum
og hvort einræðisstefnur eins og kommúnismi séu
ekki að vinna á. Ályktanir um þetta eru oft dregn-
ar af hinum furðulegustu forsendum, eins og t.d.
endalokum Vietnamstyrjaldarinnar. Styrjöldin i
Vietnam stóð ekki milli lýðræðis og einræðis, þvi
að lýðræði rikti aldrei i Suður-Vietnam og hefði
ekki komizt á þar, þótt Saigonstjórnin hefði haldið
velli. Sama er að segja um það, þegar hershöfð-
ingjar hafa gert byltingu i einhverju Afrikuriki.
Þar hefur aldrei komizt á lýðræði, nema að nafni
til, og engin skilyrði verið fyrir hendi til þess að
lýðræði gæti þróazt þar i náinni framtið. Það var
bjartsýni, sem ekki byggðist á neinum rökum,
þegar forustumenn þessara þjóða, sem höfðu
langflestir menntast i Bretlandi, héldu að þær
gætu óðara tekið að sér brezka stjórnarhætti til
fyrirmyndar. Það þarf áreiðanlega enn margt og
mikið að breytast i Afriku og Asiu til þess að þar
geti dafnað lýðræði að vestrænni fyrirmynd. Þar
eru ekki fyrir hendi þær erfðavenjur, menntun og
félagsþroski, sem vestrænt lýðræði grundvallast
á.
Það er lika tæpast rétt að telja það ósigur lýð-
ræðisins, þegar kommúnismi komst á i Sovétrflcj-
unum og Kina. í hvorugu landinu var lýðræði
fyrir, heldur verstu einræðisstjórnir.
Landvinningar lýðræðisins i náinni framtið
verða ekki fólgnir i þvi, að það færi út landamæri
sin, heldur að það reynist áfram starfhæft i þeim
löndum, þar sem það hefur fest rætur, og að það
hafi bein og óbein áhrif á stjórnarhætti einræðis-
rikjanna á þann hátt, að persónufrelsi og önnur
mannréttindi verðiaukin, t.d. i áföngum. Til þessa
eiga lýðræðisriki að geta haft sæmileg skilyrði.
Efnahagskreppan, sem nú rikir i heiminum, er að
visu lýðræðisrikjunum nokkurt áfall, einkum þó
atvinnuleysið. Þrátt fyrir það eru almenn lifskjör
yfirleitt stórum betri i lýðræðisrikjunum en t.d.
kommúnistarikjunum, auk þess sem persónufrelsi
er á allan hátt meira. Af hálfu lýðræðissinna er
þessu ekki nægilega haldið á loft. Þegnar lýðræðis-
rikjanna gætu þvi ekki á neinn hátt hagnazt á þvi,
að hverfa frá lýðræði til kommúnismans eða ann-
arrar tegundar af einræði.Það,sem lýðræðissinnum
ber að gera, er að benda ekki siður á það, sem bet-
ur fer, en hitt, sem miður fer, þótt þvi megi sizt af
öllugleyma, heldur að vinna að endurbótum á þvi,
Slikur samanburður sýnir ótvirætt yfirburði lýð-
ræðisins fram yfir önnur stjórnarform, þótt auð-
velt sé að benda á ýmsa galla þess.
Þótt lýðræðissinnar stefni ekki að þvi, að færa út
landamæri lýðræðisins með valdi, geta þeir með'
fordæmi sinu og breytni haft bætandi áhrif á
stjórnarfar kommúnistarikjanna og annarra ein-
ræðisrikja.Ótvirætt eru persónufrelsi og mannrétt
indi meiri nú i Sovétrikjunum en var i tið Stalins.
Tvimælalaust er þar m.a. um að ræða óbein áhrif
frá lýðræðisrikjum og auknum samskiptum þeirra
og Sovétrikjanna. Sama gildir um önnur lönd
Austur-Evrópu. Þvi má segja, að hér sé lýðræðið
að vinna á með þessum hætti. Vonandi verður það
t.d. einn aðalárangur Helsinkifundarins, að álykt-
un hans um mannleg samskipti stuðli að þvi, að
gera skipulagið i kommúnistalöndunum mann-
legra og frjálsara. Lýðræðisstefnan getur unnið
mikla sigra með þvi að hafa þannig áhrif á þróun-
ina i einræðislöndunum.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Kínverjum búnast
betur en Rússum
Efling landbúnaðarins er mesti styrkur Kína
BANDARISKI blaða-
maðurinn Joseph Alsop, sem
nýlega hefur verið á ferðalagi
um Kina, hefur i greinaflokki
vakiðathygli á þvi, að það geti
átt eftir að gera gæfumuninn i
samkeppni Sovétrikjanna og
Kina, að klnverskir
kommúnistar hafa náð miklu
betri tökum á landbunaðinum
en hinir rússnesku flokks-
bræður þeirra. Landbúnaður
Sovétrlkjanna virðist enn vera
Imeira eða minna ólestri, eins
og sjá má á hinum miklu korn-
kaupum þeirra. Að visu er
uppskerubrestur veigamikil
ástæða, en hún er ekki éinhlít
til að skýra þá rniklu_
erfiðleika, sem kornskortur-
inn veldur Sovétmönnum. Það
virðist ótvirætt, að þessir
erfiðleikar rekja rætur að
verulegu leyti til þess, að það
er eitthvað meira en litið að i
kerfinu sjálfu. Jafnviðáttu-
mikið land og Sovétríkin eru,
og þar sem vlða eru góð
skilyrði til landbúnaðar, ætti
að geta séð landsmönnum
fyrir nægum landbúnaðaraf-
urðum, ef allt væri með felldu.
Hjá Klnverjum hefur þetta
farið á annan veg siðan
kommunistar komust þar til
valda. Aður féllu þar oft
milljónir manna úr hungri,
þrátt fyrir verulegan
innflutning á matvælum. Slikt
er nú alveg úr sögunni og samt
dregur ú korninnflutningi
Klnverja jafnt og þétt. Þetta
er að þakka stórfelldum fram-
förum, sem hafa orðið á land-
búnaðarsviðinu i tlð kommún-
ista.
VAFALÍTIÐ valda margar
ástæður þvi, að Kinverjum
hefur tekizt miklu betur á
landbúnaðarsviðinu en Rúss-
um. Rússneska byltingin var
verkamannabylting og Stalin
lét sér miklu meira annt um
að koma upp iðnaði en að efla
landbúnaðinn. Hann lét að
talsverðu leyti uppræta kjarna
þeirrar bændastéttar, sem
fyrir var, og kom á stórum
samyrkjubúum, án þess að
fyrir þvi væri nægur áhugi hjá
sveitafólki. Kinverska
byltingin var bændabylting,
og Mao hafði allt annað
viðhorf til sveitafólks en
Stalín. Hann hafði lfka fullan
skilning á þvl, að efling
landbúnaðarins og útrýming
hungursins væru frumskilyrði
þess, að byltingin gæti
heppnazt. Mao fékk sveita-
fólkið til aö taka virkan og lif-
andi þátt í uppbyggingu land-
búnaöarins og hann lét land-
búnaðinn á ýmsan hátt hafa
algeran forgangsrétt. Þessi
mismunur á stjórnarháttum
Stalins og Maós á vafalaust
mikinn þátt i þvi, hve land-
búnaðinum hefur farnazt bet-
ur i Klna en I Sovétrikjunum.
Eftirmenn Stalíns virðast ekki
hafa gert sér næga grein fyrir
mistökum hans I sambandi viö
landbúnaöinn, og sennilega
hefur Krústjóff gert illt verra,
þegar hann lét enn stækka
samyrkjubúin, og hugðist
reka landbiinaðinn eins og
stóriðju. Ef Rússar ætla að
gerast sjálfum sér nógir á
landbúnaðarsviðinu, eins og
þeir vafalaust geta orðið,
þurfa þeir vafalltið að gera
miklar breytingar á rekstrar-
ke^-finu. Það er vafalifið á
landbúnaðarsviðinu, sem
efnahagskerfi þeirra þarfnast
mestra endurbóta.
ÞOTT Klnverjum hafi tekizt
vel á landbúnaðarsviðinu
undir forustu Maos, hefur
Mao Tse-tung.
annarri Asluþjóð tekizt miklu
betur, en það eru Japanir.
Alsop heldurþvi fram I greina-
flokki slnum, að svo geti farið,
að Kinverjar nái Japönum
innan fárra ára. Klnverjar
myndu þá sennilega hefja út-
flutning á korni i verulegum
mæli. Það gæti oröið örðugur
samanburður fyrir Sovétrlkin,
ef þau þyrftu að vera meiri-
háttar korninnflytjandi á
sama tlma og Kina væri
meiriháttar kornútflytjandi.
Arangri þeim, sem
Kinverjar hafa náð á land-
búnaðarsviðinu, er mörgu að
þakka. Þeir hafa aukið
áVeitur stórlega, ásamt
varnargöröum gegn flóðum,
sem áður ullu oft stórfelldu
tjóni. Þeim hefur tekizt með
fræblöndu að framleiða nýjar
korntegundir, sem henta mis-
munandi aðstæðum. Þeim
hefur tekizt að gera sveitafólk
ánægöara og áhugasamara
við störf sln. Ef Kina á eftir að
verða mesta risaveldið I fram-
tiðinni, eins og margt bendir
til, verður það ekki slzt aö
þakka þeim árangri, sem hef-
ur náðst undir forustu Maos á
landbúnaðarsviðinu.
Alsop nefnir það sem dæmi
um árangurinn hjá Kinverj-
um, að árið 1960 hafi korn-
framleiðslan þeirra veriö um
150 milljónir tonna. Árið 1972,
þegar veðráttan var talin
fremur óhagstæö, var hún
orðin 236 millj. smálesta. I
fyrra varð hún 260 millj. smá-
lesta, og i ár, þegar veðráttan
hefur alls ekki veriö hagstæð,
veröur hún sennilega 270—280
milljónir smálesta.
Annað dæmi, sem Alsop
nefnir, er það, að árið 1960 hafi
grjónaframleiðslan veriö að
meðaltali 2.4 smál. á hektara,
en nú sé hún orðin um 3,4
smál. á hektara. Hann gizkar
á, að innan þriggja til fjögurra
ára verði framleiðslan orðin 5
smál. á hektara — eins og hún
er til jafnaðar I Japan — I
beztu landbunaðarhéruðum
Kina og innan 10-15 ára, nái
hún þvl meðaltali i öllu Kina-
veldi.
Aburðarskortur hefur nokk-
uð háð landbúnaðí Klnverja
til þessa, en nú eru marg-
ar áburðarverksmiðjur i
byggingu viða I Klna. Þetta
vandamál mun þvl brátt ~
leyst, og á það vafalitið eftir
að stórauka landbúnaðar-
framleiðsluna.
Landbúnaðurinn virðist þvi
eiga eftir að gera Klna öflugt,
engu siður en Bandarikin.
Landbúnaðurinn er nú einn
mesti styrkur Bandarikjanna,
og mun sennilega try^ggja
þeim hagstæðan viðskipta-
jöfnuð við útlönd á þessu ári,
þrátt fyrir hækkun oliunnar:
Þ.Þ.