Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 17. ágúst 1975 STAGNALIN Einu sinni var stag- nál. Hún var mjög upp með sér og þóttist vera saumnál. — Hugsið ykkur bara hvað það er, sem þið haldið á, sagði hún við fingurna, sem tóku hana upp. — Missið mig ekki! Ég er svo fin, að það er óvist að þið finnið mig aftur, ef ég dett á gólfið. — Sumir eru nú finni, sögðu fingurnir og þrifu um mittið á henni. — Hæ, litið á, ég kem ekki einsömul, sagði hún og dró langan þráð á eft- ir sér. Það var nú raun- ar enginn hnútur á end- anum. — Fingurnir stýrðu (ævintýri eftir H.C. Andersen) Dag einn voru nokkrir drengir að róta i götu- rennunni. Amerískar KULDAÚLPUR fyrir börn og fullorðna MITTISULPUR fyrir unglinga og fullorðna Verð síðan fyrir gengisfellingu PÓSTSENbUAA SPORT&4L CHEEMMTORGT s ! nálinni beint inn i skó þernunnar. Yfirleðrið var rifið og nú átti að bæta það. — Þetta er auvirðilegt verk, sagði stagnálin. — Ég fer aldrei i gegnum þetta. Ég brotna, ég brotna! Og svo brotnaði hún. — Sagði ég ekki. Ég var of fín i þetta, sagði hún. — Nú er hún ekki til nokkurs nýt, sögðu fing- urnir. Þernan lét nú leka á hana rautt lakk, svo áð hnúður myndaðist á nál- arbrotinu, og stakk henni svo framan á klút- inn sinn. — Litið á, nú er ég brjóstanál, sagði nálin. — Ég vissi það alltaf, að ég mundi komast til mannvirðinga. Það verður alltaf mikið úr þeim sem miklir eru. Hún hló með sjálfri sér, þvi að gleðin liggur ekki utan á stagnálum. Það leyndi sér ekki, að hún var ánægð með sjálfa sig, þar sem hún sat. Það var engu likara, en hún æki i skrautvagni og horfði á báða bóga. — Ert þú úr gulli, má ég spyrja? sagði hún við tituprjóninn, nábúa sinn. — Þú ert annars nógu snotur, og laglegt er á þér höfuðið þó litið sé. Þér er annars bezt að gæta að þvi. Ekki eiga allir þvi láni að fagna, að verða lakkaðir á end- ann. En nú hreykti hún sér svo mikið, að hún datt úr klútnum og of an i vaskinn, einmitt þegar þernan hleypti niður skolpinu. — Nú ferðast ég, sagði nálin. — Bara að ég týnist ekki. En það var nú einmitt það sem hún gerði. — Ég er of fin fyrir þennán heim, sagði hún, þar sem hún nam staðar i skolpræsinu. — Ennþá hef ég nóg vit i kolli, ekki siður en fyrri daginn. Það er þó alltaf bót i máli, sagði stagnálin. Hún var jafnhreykin og ánægð með sjálfa sig'og áður. Ýmsir hlutir sigldu fram hjá yfir henni:. prjónn, strá, dagblaðs- snepill o.l'l. — Krakk, sagði skurnið. Stór og þungur vagn var að fara yfir það. — Litið á hvar þeir sigla, sagði stagnálin. Þið vitið ekki hver er hér neðan við ykkur. Hér er ég, hér er ég! Þarna fer prjónn. Hann hugsar um ekkert i heiminum nema prjón, og þessi prjónn er aðeins hann sjálfur. Þarna flýtur strá. Sjáið hvernig það sveigir sig og beygir. Geturðu ekki hugsað um neitt annað en eigið ágæti? Þarna flýtur dagblað. Allt er gleymt, sem á þvi stóð, þó breiðir það úr sér. Hér sit ég, hljóð og þolinmóð. Ég veit hvað ég er, og það held ég á- fram að verða. Einn daginn sá hún hvar glóði á eitthvað rétt hjá. Henni datt i hug, að það væri gimsteinn. En það var nú bara flösku- brot. Hún kynnti sig fyrir þvi, af þvi að það glóði og glampaði, og sagðist vera brjóstnál. — Þú ert vist gim- steinn, sagði hún. — Já, eitthvað þess háttar, sagði hann. Hvort um sig hélt að hitt væri djásn og dýr- mæti. Og svo ræddust þau við um hégómadýrð heimsins barna. — Ég hef verið i öskju hjá ungfrú, sagði stag- nálin. — Ungfrúin var þerna með fimm fingur á hvorri hendi. Fingurn- ir voru svo reigingsleg- ir, að ég hef aldrei vitað verra. Þeir voru gerðir til þess að halda á mér, taka mig upp úr öskjun- um og láta mig þar nið- ur. Nú kom flóð i götu- rennuna og bar gler- brotið burt, en nálin sat eftir og dreymdi um upphefð sina. — Ég gæti trúað, að ég hefði fæðzt út af sól- argeisla, sagði hún við sjálfa sig. Svo fin er ég. Það er lika eins og sólin sé alltaf að leita að mér hér niðri i vatninu. Það er hörmulegt að vita það, að ég skuli vera svo fin, að móðir min getur ekki fundið mig. Hefði ég augað, sem eitt sinn brast, þá gæti ég næst- um grátið. En það er nú annars ekki fint að gráta. Einn dag voru nokkrir dregnir að róta til i götu- rennunni. Þeir fundu þar gamla nagla, smápeninga og annað þvilikt. Þetta var óþverralegt, en þeir höfðu gaman af þvi. — Æ, sagði einn þeirra. Hann hafði stungið sig á stagnál- inni. Þetta er dálaglegur náungi, stingur mig! — Ég er enginn ná- ungi, sagði stagnálin, — ég er ungfrú. Enginn heyrði til hennar. Lakk- ið var dottið af henni, og hún var orðin svört og grennri en áður. Hún hélt lika að hún væri miklu finni en nokkru sinni fyrr. ! — Þarna kemur eggjaskurn siglandi, sögðu drengirnir. Þeir stungu, nú nálinni i skurnið, eins og mastur i báti. — Þetta sker vel út, sagði stagnálin, ég er kolsvört i fannhvitri um- gjörð. Ekki þarf ég að skammast min fyrir út- litið. Það er verst, ef ég verð sjóveik, en þeim er nú siöur hætt, sem hafa stálmaga, og svo er gott ráð að minnast þess, að vera dálitið meiri an allir aðrir. Nú er mér batnað. — Krakk! sagði skurnið. Stór og þungur vagn var að fara yfir það. — Æ, hvað þetta þrengir að mér, sagði nálin. Nú verð ég vist sjóyeik. Ég brotna, ég brotna! En hún brotnaði ekki, þó að hlaðinn vagn færi yfir hana. Þarna lá hún endilöng, og þar liggur hún enn, ef einhver hefur ekki tekið hana upp. (Þýttúrdönsku)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.