Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 17. ágúst 1975 Undir beru lofti EKKI VÆRI þaö óliklegt, aö Islenzkir ljósmyndarar legðu stund á útiveru mörgum öðrum fremur. Svo auðug er Islenzk náttúra, I allri sinni fegurð og fjölbreytni, að hún hlýtur að höfða sterkt til hvers manns, sem gæddur er einhverju myndrænu skyni. Þessa hefur nokkuð gætt I greinaflokki okkar um útiveru, þar sem aö.minnsta kosti tveir þeirija, sem talað hefur verið við, eru þekktir ljósmyndarar. Og nú bætíst þriðji ljósmyndarinn, Gunnar Hannesson, I hópinn. Frá fjórtán ára aldri. — Fyrst langar mig að spyrja, . hvort þú hafir lengi stundað gönguferðir og utiveru, Gunnar? Aöur en ég svara þessari spurn- ingu, vil ég gera Htils háttar athugasemd við þaö sem þú sagð- ir áðan i inngangsorðum þlnum, Þar kallaðir þu mig ljósmynd- ara, — og vlst er það rétt, að ég hef tekiö myndir, — en samt finnst mér réttara að kalla mig áhugaljósmyndara. En svo ég svari spurningu þinni beint, þá byrjaöi ég að ferðast, þegar ég var fjórtán ára gamall, fyrst með Ferðafélagi Islands, en siðar með Farfuglum. Þar kynntist ég mörgum ágætum fararstjórum, sem létu okkur I té vitneskju um það, sem á vegi okkar varö. Og samferðafólkið var samhent og glatt, enda tókust þar góð kynni og vináttubönd, sem entust svo áratugum skipti, jafnvel allt fram á þennan dag. — Þið hal'ið þá haldið hópinn lengi? — Já, ég hef gengið á fjöll og jökla meö þessum ágætu félögum slðastliðin fjörutiu ár, þótt vitan- lega sé ekki alveg um sama fólk- ið að ræða, ný andlit hafa bætzt i hópinn. — Þú vilt kannski telja upp eitthvað af þeim fjöllum, sem þú hefur sótt heim? — Já, það er vlst minnstur vandinn. Snæfellsjökull, Eyja- fjallajökull, Tindafjallajökull, hafa allir verið heimsóttir, og auk þess Ésja, Skarðsheiði, Súlur og fleiri fjöll, sem nær liggja Reykjavlk. Mér leiddust ljósmynd- arar — þangað til ég fór sjálfur að taka myndir — En hvenær byrjaðir þú að taka myndir á ferðum þinum? — Fyrir eitthvað tólf eða þrettán árum álpaðist ég til þess að kaupa myndavél, en var held- ur óánægður við sjálfan mig fyrir tiltækið, því ég hélt, að ég gæti aldrei lært að taka myndir á hana. — Þú hefur þá verið búinn aö ganga lengi um Islenzk ijöll án þess að bera myndavél á öxlinni? — Já, sannarlega, og ég get bætt þvl við, að á þeirri tlð var mér ekki eins illa við neina menn og ljósmyndara! Þeir voru prll- andi upp um öll fjöll, fóru eilifa útúrkróka, og viö hin vorum alltaf að blða eftir þeim. Þetta gramd- ist mér óskaplega, og ég óskaði þess heitt og innilega, að ég yrði aldrei svo vitlaus að tefja sam- ferðamenn mina með sllkum hé- góma. (En nu er að visu svo komið, að það er alltaf verið að blða eftir mér!) — Nú hefur þú komið mjög vlða. Hefur þú þann hátt á að klifa hvert fjall aðeins einu sinni og svo ekki meir? — Nei, öðru nær. A Eyjafjalla- jökul hef ég gengið fjórum sinn- um, nokkrum sinnum á Tind- fjallajökul og sjö sinnum á Snæ- fellsiökul, en ég man ekki, hve oft é'g er búinn að ganga á Heklu. Og svo eru það nú Súlur og Skarðsheiði, sem ég kleif á hverju vori um langt árabil. Ég var svo heppinn að kynnast manni, sem var talsvert yngri en ég, Pétri Þorleifssyni. Hann þekkir Islenzk fjöllflestum mönnum betur, og er einhver ágætasti ferðafélagivsem hægt er aö hugsa sér. Það var mikil gæfa fyrir mig að kynnast honum. „Sérstæðasti staður á jörðinni" — Minnist þú ekki einhvers staðar, sem hreif þig sérstaklega, þegar þú komst þar I fyrsta skipti? — Ju, því á ég auðvelt meö aö svara. Fyrir mörgum árum buðu nokkrir piltar mér með sér I ferð Hvergi verður maðurinn eins litill og up ferðir skilja Uka eftir óbrotgjarnar en á Vatnajökul. I þeirri ferð varð ég svo hrifinn af þvl sem fyrir augu bar, að það varö úr, að við nokkr- ir félagar keyptum I sameiningu snjóbll, sem við notuðum til þess að fara I á Vatnajökul næstu tlu árin eða svo, oftast á hverju ári. Vatnajökull hreif mig svo, að ég hika ekki við aö telja hanh sérstæðasta stað á jörðinni. — Það var ekki nein smáræðis fullyrðing. Viitu ekki rökstyðja þessi ummæli? — Jú, hvort ég vil! Fyrst vil ég telja það, sem segja má að ekki sé sérstætt nema fyrir okkur Islendinga, að I suðurbriín Vatna- jökuls er hæsti tindur landsins, Hvannadalshnjúkur I öræfajökli. Næst má nefna hjartsláttinn i miðjum Vatnajökli, þar sem hinn stóri og djúpi dalur, Grlmsvötn, er. Þar eru heitir hverir undir, og hafa meira að segja gosið. Þar bræðir hitinn jökulinn af sér,lyftir upp ishellunni, þá verða nlaup, venjulega á fimm ára fresti, og vatnið göslast fram undan jöklin- um. Þá má ekki gleyma að tala um Kverkfjöllin, hverasvæðið mikla, sem ris upp úr norðurbún Vatnajökuls, stærsta jökuls Evrópu. Og svo allt litskrúðiö. Að koma til Kverkfjalla, yfir Vatna- jökul, er áreiðanlega einhver tignarlegasta sjón, sem nokkur ferðamaður á völ á, hvort sem miðað er við Island eða önnur lönd. — Og mí þykist ég búinn að rökstyðja stóru orðin, sem ég not- aði um Vatnajökul dðan . — Finnst þér þú ekki kominn I návigi við dulinn kynngikraft, þegar þú stendur uppi á há Snæfellsjökli? — Jii, ekki neita ég þvl. En þegar ég kom þangað fyrst, var ég svo ungur, að ég kunni ekki að meta hina sérstæðu jöklatign, sem ég átti eftir að kynnast svo mjög, siðar á ævinni. Þúfurnar á Snæfellsjökli eru afar sérkenni- legar og draga að sér óskipta at- hygli ferðamannsins, sprungurn- ar I jöklinum sömuleiðis. Þó höfðar Vatnajökull til manna með allt öðrum hætti, hann er svo ein- stakur. Strengdi þess heit að ná tökum á ljósmynduninni — En hvaö er þér efst I huga, að jöklunum undanskildum? — Snæfellsnesið er eitthvert myndrænasta svæði á öllu tslandi. Ég veit varla hvort ég á Vonandi verður aldrei svo t íslandi að Vatnajökull hveH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.