Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 22
22
TÍMINN
Sunnudagur 17. ágiist 1975
STOLKUR.... úrGerplusjásthérsýna á landsmótinu á Akran.csi.
Fimleika-
flokkur frá
Gerplu vakti
athygli á
landsmótinu
á Akranesi
A landsmóti UMFl á
Akranesi vakti sérstaka
athygli fjölmennur fim-
leikahópur frá Gerplu i
Kópavogi. Gerpla er
ekki gamált iþróttafé-
lag, en hefur engu að
siður haslað sér völl i
þessari iþróttagrein.
tþróttasíðan sneri sér til Þór-
unnar Isfeld Þorsteinsdóttur, for-
manns fimleikadeildar Gerplu,
og ba& hana aö segja frá starf-
semi fimleikadeildarinnar:
— I fimleikadeildinni hjá okkur
voru sl. vetur um 200 manns, þar
af 150 börn. Við byggjum starfiö
hjá okkur upp á stigakerfi, sem
skiptist i fernt — þaö eru æfingar
á gólfi, olympíuslá, tvislá og svo
stökk. En með þessari uppbygg-
ingu eru fimleikar ekki einungis
sýningagrein. • heldur einnig
keppnisgrein. Svo i framtiöinni
munum við eignast okkar afreks-
fólk i fimleikum.
— Fimleikasambandið hefur
staðið fyrir tveimur keppnismót-
um á ári, þar sem keppt er I
fimleikastiganum. Félagar Ur
Gerplu fengu tvö gullverðlaun og
tvenn bronsverðlaun á íslands-
mótinu i fimleikum, en á mótinu
varð Berglind Pétursdóttir meist-
ari — annað árið I röð.
— Við höfum tekið þátt I mörg-
um sýningum sl. vetur og var
stærsta sýningin I Laugardals-
höllinni, þar sem flokkur frá okk-
ur sýndi mitimaleikfimi. Þá tók-
um við þátt í nokkrum sýningum I
sumar, eins og á 17. júni i Kópa-
vogi, á Olympludeginum á Laug^
ardalsvellinum, en við enduðum
starfsáriö með þvi að fara með 70
manna t'lokk á Landsmót
U.M.F.l. á Akranesi, þar sem við
tókum þátt I samæfingum fyrir
bæði eldri og yngri þátttakendur,
auk þess sem við tókum þátt I
samæfingum fyrir bæði eldri og
yngri þátttakendur, auk þess sem
við vorum með sýningarhóp I nú-
tlma fimleikum, jassleikfimi,
stökkum og frUarleikfimi.
— 1 haust ráðgerum við að
byrja starfsemina hjá okkur i
september og vonumst til þess að
geta byrjað næsta starfsár af full-
um krafti, sagði Þórunn að lok-
um.
tSrlá*
ÞÓRUNN tSFELD.... formaður
fimleikadeildar Gerplu.
AAARKA-
KÓNG
ARÍHER-
BUÐUAA
SKAGA-
AAANNA
— og „stjörnuleikmenn
í nær hverri stöðu
íslandsmeistararnir frá Akranesi undir stjórn
enska þjálfarans GEORGE KIRBY, sem hefur náð
mjög góðum árangri með Akranes-liðið, eiga á að
skipa mjög skemmtilegu liði og i þvi eru margir
góðir máttarstólpar — „stjörnur" í vörninni og
„stjörnur" i sókninni, sem hafa verið marksækn-
ustu leikmenn okkar undahfarin ár. Það er vitað
mál, að ef Skagamönnum tekst vel upp, eru þeir
ósigrandi. Það hafa þeir sýnt undanfarin ár — en ef
á móti blæs, þá eiga Skagamenn það til, að verða
auðveld bráð.
EITT af
Akranesi.
sýningaratriðunum
Skagamenn hafa nú yfir að ráða
7 landsliðsmönnum, þar af 6
mönnum, sem hafa leikið með
landsliðinu I sumar. Þetta eitt
nægir til að segja til um styrk-
leika liðsins. Við skulum llta
nánar á þá leikmenn, sem hafa
verið stjörnur Akranes-liðsins i
sumar.
DAVÍÐ Kristjánsson hefur -
varið mark Islandsmeistaranna I
sumar og hefur hann komizt vel
frá flestum leikjum þeirra —
jafngdður markvörður, sem gerir
sjaldan slæm mistök i leik.
JÓN„Klettur" Gunnlaugsson
er maður varnarinnar hjá Skaga-
mönnum — hann hefur aldrei ver-
iö eins góöur, eins og einmitt um
þessar mundir. Jón er stór og
sterkur miðvörður, sem hefur
stórt sjóndeildarsvið — hann hef-
ur yfir að ráða mikilli skallatækni
og má segja að hann sé „einvald-
ur" I loftinu inni i vitateigi Skaga
manna. Þá er hann hættulegur
við mark þeirra. Jón hefur
skorað tvö mörk i deildinni I
sumar.
BJÖRN Lárusson, sem er
okkar bezti bakvörður, leikur
stöðu hægri bakvarðar I Akranes-
liðinu. Björn, sem er drjúgur
stoppari, er mikill sóknarbak-
vöröur, það sést bezt á þvi, að
hann tekur jnjög oft þátt I sóknar-
aðgerðum liðsins og er samleikur
hansog Karls Þórðarsonar oft að-
dáunarverður. Þótt að Björn leiki
stööu bakvarðar, er hann enginn
viðvaningur i sókninni — það eru
ekki mörg ár siðan hann var einn
bezti og marksæknasti sóknar-
maöur tslands. Björn, sem lék
stöðu Utherja hér áður fyrr, hefur
skorað 17 mörk á ferli sinum I
deildinni.
JÓN Alfreðsson er tvlmæla-
laust einn bezti miðvallarspilari
okkar I dag — hann er heilinn á
bak við sóknarleik Skaga-liðsins.
Jón, sem hefur ódrepandi
keppnisskap, hefur yfir að ráða
mikilli yfirferð og hann er sifellt
byggjandi upp sóknarlotur, með
slnum nákvæmu sendingum. Þá
hefur hann yfir mikilli skothörku
að ráða og hefur tvisvar sinnum
sent knöttinn I net andstæðing-
anna I sumar.
Hinn ungi og efnilegi ARNI
Sveinssonleikurviðhliðina á Jóni
Alfreðssyni á miðjunni. Þessi
skotharði piltur er nú búinn að
skipa sér á bekk með okkar beztu
knattspyrnumönnum. Árni hefur
næmt auga fyrir samleik og þar
að auki hefur hann yfir geysileg-
um skotkrafti að ráða — það hef-
ur hann sýnt I sumar, enda skorað
þrjU gullfalleg mörk f deildinni.
KARL Þórðarsoner annar ung-
ur og efnilegur ieikmaður I Akra-
nes-liðinu. Karl hefur yfir að ráða
æfintyralegri knattmeðferð, sem
hann kann svo sannarlega að
nýta sér. Hann hefur gert mörg-
um mótherjum llfið leitt með
hraða sinum og tækni, enda hugsa
menn sig tvisvar sinnum um,
áður en þeir reyna að ná knettin-
um af honum. Þá hefur Karl yfir
að ráða mjög nákvæmum send-
ingum sem hafa gefið Skaga-
mönnum mörg mörk og mark-
tækifæri.
TEIT Þórðarson og MATTHtAS
Hallgrimsson, landsliðsmiðherj-
ana snjöllu, á að vera óþarfi að
kynna. Þessir tveir marksækn-
JÓN ALFREÐSSON....fyrirliði
Skagamanna.
ARNI SVEINSSON.
TEITUR ÞÓRÐARSON.
MATTHtAS HALLGRtMSSON.
BJÖRN LARUSSON.
ustu leikmenn okkar hafa ávallt
verið á meðal markhæstu leik-
manna okkar, þegar markareikn-
ingarnir eru gerðir upp f deild-
inni. Matthias, sem hefur skorað
63 1. deildarmörk, er nU mark-
hæstur I deildinni — með 7 mörk.
Teitur, sem hefur skorað 41, 1.
deildarmark, hefur skorað 5
mörk I deildinni i sumar.
Aðrir leikmenn I Akranes-liðinu
eru Benedikt Valtýsson, bak-
vörður með mikla reynslu, Jó-
hannes Guðjónsson, Þröstur
Stefánsson, fyrrum landsliðsmið-
vörður, Guðjón Þórðarson,
Hörður Helgason, varamark-
vörður og Hörður Jóhannsson.