Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 17. ágúst 1975 TÍMINN 15 i uppi á reginjökli. Þar er vissara að fara að öllu með gát, en slikar endurminningar. Ljósm. Gunnar Hannesson. „Og bak við Isinn er ylur/ og eldur, sé grafið djúpt." Ljósm. Gunnar Hannesson. að fara að telja upp einstaka staði: þeir eru svo margir, að i rauninni er ógerlegt að meta hvar á að byrja og hvar að enda. Það er auðvitað hægt að þylja nöfn eins og Þórsmörk, Landmanna- laugar, Kerlingarfjöll, Lónsöræfi, öskju, Herðubreiðarlindir, Jökulsárgljúfrin, Hólmatungur og Hljóðakletta. — Nöfnin ein segja lítið fyrir þá, sem aldrei hafa komið á þessa staði, en hin- um, sem til þekkja, mun fegurð þeirra seint liða úr minni. Og það er ég sannfærður um, ævi min mun ekki endast til þess að gera þessum stöðum þau skil, sem mig langar til. — Þú gazt þess, snemma i spjalli okkar, að þú heföir slysazt til þess að kaupa myndavél. Manstu hver sá staður var, sem þú reyndir fyrst að mynda? — Eins og ég sagði hér að framan, þá var ég engan veginn viss um að geta nokkru sinni lært að taka myndir svo i lagi væri, en ' samt var ég nú svo launmontinn af myndavélinni, þegar ég hafði eignazt hana, að ég fór með hana . meðmér tilkunningja mlns.sem þá dvaldist I sumarbústað hérna nálægt bænum. f:g ætlaði að taka myndir af bústaðnum og blóm- unum þar I kring, og æfa mig nú duglega. En þegar ég kom inn i sumarbústaðinn var þar fyrir verkfræðingur, sem hafði mikið vit á myndavélum. Honum sýnd- ist þetta svo ómerkilegt áhald, sem ég var þarna með, að ég stakk myndavélinni I vasa minn og hætti við alla myndatöku. En á leiðinni heim, beit ég á jaxlinn, einsetti mér og strengdi þess heit, að ég skyldi einhvern tlma taka almennilega mynd. Það er það, sem ég hef verið að glima við, allt fram á þennan dag, en þá mynd er ég að visu ekki enn búinn að taka. — Þetta siðasta kynni nú aðdá- endum mynda þinna að þykja of- sagt. En svo hafa tæki þin smám ' saman orðið fullkomnari. — Já, það er alveg rétt, ég kynntist nýjum filmum og nýjum vélum. Sum þessi hjálpargögn eru góð, önnur léleg, sum jafnvel óhæf. En þetta smálagaðist, eins og þú sagðir, og því betri tæki sem ég fékk i hendur, þeim mun meiri varð áhugi minn. Og nú held ég að sé svo komið, að ég eigi góð áhöld til ljósmyndunar, og sjálfur legg ég mig fram til þess að ná góðum árangri, — sem ég vona að verði einhvern tima. Áhugi og eftirtekt breyt- ast með árunum — Hvað er það I náttúrunnar riki, sem þér þykir skemmtileg- ast að mynda? — A fyrstu ljósmyndunarárum minum beindist áhugi minn mest að þvi að mynda heilar sýslur I einu, — að vinna samkvæmt 'landabréfinu. Seinna, með aukn- um þroska, breyttist smekkurinn og athyglin beindist meira að þvi sem smærra er. Þessi áhugi minn á hinu smáa hefur slðan haldizt og farið vaxandi, enda er það min reynsla, að menn kunhi varla að njóta náttúrunnar I öllum hennar óendanlega fjölbreytileika, fyrr en þeir eru komnir vel af ungl- ingsárum. Sama er að segja um tima- lengdina. Núorðið er það svo, að ef ég ætla að mynda eitthvert svæði og gera það ekki verr en svo, að ég sé sæmilega ánægður með það sjálfur, þá tekur það mig fimm til sjö ár. Af þvi geta menn séð, að það var ekki út i bláinn, sem ég sagði áðan, að mér myndi ekki endast aldur til þess að gera sæmileg skil öllum þeim mörgu og fögru stöðum, sem ég var að telja upp. — En hvenær telur þú þig búinn að gera tilteknu svæði viðhiitandi skil? Eftir að hafa tekið þar tiu, tuttugu eða þrjátiu myndir? — Það er ákaflega mismun- andi. Ef skilyrði eru góð, veröur timinn styttri og myndirnar ekki eins margar, og svo fer þetta líka eftir þvi, hvernig svæðiö sjálft er frá náttúrunnar hendi. Enn er svo þess að geta, að kröfurnar, sem ljósmyndarinn gerir, breytast með aldri og þroska hans sjálfs. Þegar ég skoða myndir, sem ég tók I fyrra eða hitteðfyrra, hugsa ég sem svo: Á morgun ætla ég að gera þetta öðru vlsi. — Nú hefur komið frá þinni hendi myndabók um Reykjavik. Varst þú lengi að vinna hana? — Já, það tók talsvert langan tlma. Sannast að segja er Reykjavlk með skemmtilegustu stöðum á íslandi til ljósmyndun- ar, svo ótrúlegt sem ókunnugum kann að virðast það. Hugsaðu þér öll þessi bárujárnsþök I alls konar litum, og svo blóma- og trjágarð- ar eða grasi grónar lóðir á milli húsanna, að ógleymdum eyjum og sundum i næsta nágrenni og fjallahringnum, þegar lengra er horft. Þarna er allt að þvi óþrjót- andi myndaefni, og það er Hklega bezt að ég ljósti þvl upp, fyrst við erum að spjalla saman, að ég er búinn að taka myndir I aðra Reykjavíkurbók, sem ég vona að gefin verði út einhverntíma áður en langt um liður. Vatnajökulsbókin kem- ur i haust — Þú hefur þá vist lika tekið myndir af þeim stað, sem þú telur vera hinn sérstæðasta á allri jörö- inni? — Já, ekki ber ég á móti þvi. Myndir hef ég tekið af Vatnajökli, og þær margar. Ég hef verið að vinna að þessu siðastliðin sjö til átta ár,og nií er svo komið, að bók með Vatnajökulsmyndum minum er fullbúin til prentunar I Hol- landi. Ég vona, að hún geti kómið út i haust. Hún mun koma út á vegum Iceland Review, eins og Reykjavikurbókin. — Eru þetta ekki eingöngu lit- myndir? — Jú, enda hef ég aldrei tekið svart/hvita mynd. Ég vil taka það skýrt fram og undirstrika sérstaklega, að ef menn hafa i hyggju að taka litmyndir, eiga þeir ekki að byrja á þvl að fást við svart/hvitt. Munurinn á þessum tveim greinum ljósmyndunar er tæknilega séð, ekki minni en á múrverki bg trésmiðum. myndabókinni þinni um Vatna- jökul? — Jú, textinn er skrifaður af dr. Sigurði Þórarinssyni. í upphafi kemur bókin út á ensku, en vonir standa til að hún komi út á is- Framhald á bls. r Regnboginn roðnar af stolti HEMPECs þakmálning þegarhannlíturniðurá HEMPEEs þötónogsérhveMegumblæbrigðum má ná úr litum hans Nú eru fyrirliggjandi 14 gullfallegir litir af HEMPEL'S þakmálningu. Um gæði HEMPEL'S þakmálningar þarf ekki að efast. HEMPEL'S er einn stærsti framleiðandi skipamálningar I heiminum. Seltan og umhleypingarriir hér eru þvl engin vandamál fyrir sérfræðinga HEMPEL'S MARINE PAINTS. Framleiðandi á Islandi Slippfélagið íReykjavík hf Málningarverksmiðjan Dugguvogi—Simar 33433 og 33414

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.