Tíminn - 17.08.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 17. ágúst 1975
Hvernig lyktar orustunni
um miðjuna?
* Ræður sú orusta úrslitum, þegar Framarar
mæta Islandsmeisturunum frá Akranesi á
Laugardalsvellinum í kvöld?
LEIKUR ársins fer fram á Laug-
ardals vellinum i dag, þegar
toppliðin i 1. deild Akranes og
Fram mætast. Knattspyrnuunn-
endur hafa beðið eftir þessum leik
með mikilli eftirvæntingu, enda
hefur hann mikla þýðingu i bar-
áttu liðanna um lslandsmeistara-
titilinn — en miklar likur eru á
þvi, að það lið sem stendur uppi
sem sigurvegari á Laugardals-"
vellinum i kvöld, hljóti meistara-
titilinn I ár. Akurnesingar mæta
til leiks sem Islandsmeistarar, en
Framarar, sem hafa komið
skemmtilega á cívart I deildar-
keppninni, mæta til leiks með þvi
hugarfari að næla sér i meistara-
titilinn frá Skagamönnum. Það
verður örugglega erfiður róöur
fyrir Reykjavfkurliðið, þvlaö ís-
landsmeistararnir frá Akranesi
hafa sýnt það að undanförnu, að
það verður erfitt að „ræna" frá
þeim meistaratitlinum, sem þeir
eru ákveðnir I að verja.
Leikurinn, sem hefst kl. 2:30
á Laugardalsvellinum, verður
örugglega tvisýnn og spennandi.
Margar spurningar hafa skotið
upp kollinum I sambandi við leik-
inn — stóra spurningin er: Hvern-
ig lyktar orustunni um miðjuna?
Ná þeir Jón Alfreðsson, Arni
Sveinsson og Haraldur Stur-
laugsson völdum á miðjunni fyrir
Skagamenn og fá þeir þar með að
ráða miðvallarspilinu og gangi
leiksins? Eða snýst dæmið við —
verður það i verkahring þeirra
Gunnars Guðmundssonar, Agústs
Guðmundssonar og Eggerts'
Steingrimssonar, að stjórna spil-
inu á miðjunni? Úrslitin i orust-
unni um miðjuna getur ráðið úr-
slitum I þessum þýðingarmikla
leik — Timinn spáir þvi, að það lið
sem.nær tökunum á miöjunni,
beri sigur úr býtum.
Margar aðrar spurningar hafa
skotið upp kollinum, eins og t.d. —
taka Framarar Karl Þórðarson
eða Matthlas Hallgrimsson úr
umferð? Framarar eru ófáanleg-
ir til að svara þessari spurningu,
enda ekkert hernaðarleyndarmál
gefið upp fyrir hinn þýðingar-
mikla leik — „Það kemur I Ijós I
leiknum", sögðu leikmenn
Fram-liðsins, þegar við spurðum
þá um þetta. Svör við spurningum
varðandi leikinn, — spurningum
MIÐVALLARSPILARARNIR Haraldur Sturlaugsson og Jón
Alfreðsson. Ná þeir völdunum á miiijunni fyrir Skagamenn? Hér á
myndinni sjást þeir meðlslandsbikarinn, sem barizt er um.
eins og: — Tekst Fram-liöinu að
stöðva hina hættulegu framlinu
Skagamanna? — Tekst Skaga-
mönnum að rjufa hinn sterka
varnarmúr Fram? — Hvað gerir
Marteinn og Co? — fást á Laug-
ardalsvellinum i dag.
Það má búast viö mikilli aðsókn
á leikinn, sem er svo að segja úr-
slitaleikur mótsins. Akraborgin
fer sérstaka ferð frá Akranesi,
með hina tryggu áhangendur
Skagamanna og koma þeir til
með að setja mikinn svip á leik-
inn, sem menn segja að sé
barátta á milli Reykjavíkur og
landsbyggðarinnar. Þá hefur
iþróttasiðan frétt að áhangendur
Fram ætli ekki að láta sitt eftir
liggja, til að hvetja Fram-liðið til
sigurs.
UMSJÓN: Sigmundur Ó. Steinarsson
FRAMLIÐIÐ hefu
vaxið
með
hverri
raun
JÓN PÉTURSSON...fyrirli»i MARTEINN GEIRSSON.
Framara.
ARNISTEFANSSON.
— eftir hina miklu blóðtöku, sem lioið
varð fyrir í vor
FRAM-liðið undir stjórn Guft-
mundar Jónssonar og Jóhannesar
Atlasonar, hefur komið skemmti-
lega á óvart I sumar. Eftir sterk-
an meðvind I byrjun mótsins, hef-
ur liðið vaxið með hverri raun og
oft á tiðum sýnt ágæta leiki.
Fram-liöið er ekki byggt upp á
„stjörnum" — heldur jöfnum
leikinönnum með óþrjótandi
baráttuvilja, sem einkennist af
úthaldi, vinnu og aftur vinnu.
Þessir eiginleikar Fram-liösins,
sem hefur verið aðalsmerki liðs-
ins undanfarin ár, hefur reynzt
liðinu drjúgir. Margir hafa sagt,
að Fram-liðið hafi veriö heppið I
keppninni. Þetta er að vissu
marki rétt, en liðið hefur oft veriö
brennimerkt heppnisstimpli fyrir
leiki sem það hefur sigrað á mjög
sannfærandi hátt. En lánið hefur
ekki leikið við Fram-liðið að öðru
leyti — t.d. hefur liðið mátt þola
mikla blóðtöku, sem ætla mátti að
myndi riða liðinu til falls.
Fram-liðið missti alls 7 leikmenn,
sem voru fastamenn með liðinu
sl. keppnistimabil, I byrjun
keppnistlmabilsins. Má þar nefna
leikmenn eins og landsliðsmenn-
ina Asgeir Ellasson, Guðgeir
Leifsson og Sigurberg Sigsteins-
GUÐMUNDUR JÓNS
SON...þjáIfari Framliðsins.
son, sem voru I hópi allrabeztu
leikmanna Fram. Þetta var mikil
blóðfórn fyrir hið unga Fram-lið,
enda var það komið svo, að liðinu
var spáð falli I byrjun keppnis-
timabilsins. Þrátt fyrir þessa
miklu blóðtöku gáfust leikmenn
liðsins ekki upp — þeir tviefldust I
hinni hörðu baráttu og sú barátta
hefur gefið rikulegan , ávöxt.
Geysilegur baráttuandi er aöall
Fram-liðsins, sem er skipað jöfn-
um lcikmönnum, sem þurfa
sjaldan að hirða knöttinn úr
netinu hjá sér. Fram-liðið & þó
sinar stjörnur, eins og önnur lið —
landsliðsmennina Martein Geirs-
son, Jón Pétursson og Arna
Stefánsson.
ARNI Stefánsson er tvimæla-
laust einn okkar allra bezti mark-
vörður. Hann hefur yfir að ráða
miklu öryggi og er frábær á milli
stanganna. Þá gripur hann vel
inn I leikinn og hirðir yfirleitt all-
ar háar sendingar, sem koma fyr-
ir markið. Arni er I stöðugri
framför, hann hefur skipað sér á
bekk með okkar beztu markvörð-
um fyrr og slðar.
JÓN Pétursson, fyrirliði
Fram-liðsins, hefur yfir geysileg-
um baráttuvilja að ráða, og er
hann ekki þekktur fyrir að gefast
upp þó á móti blási. Það hefur oft
verið sagt, að andstæðingar Jóns
gefi knöttinn frekar til Jóns, held-
ur en að lenda I návigi við hann.
Jón, sem er sterkur varnar-
maður, er hættulegur I sókninni —
sérstaklega þegar Framarar
taka auka- eða hornspyrnur við
mark andstæðinganna.
MARTEINN Geirsson er burð-
arás Fram-liðsins. Það er ekki
nóg að hann sé okkar allra sterk-
asti varnarmaður, heldur er hann
stórhættulegur hvaða vörn sem
er. Marteinn hefur yfir geysilegri
yfirferð að ráða — hann er Beck-
enbauer okkar íslendinga. Mar-
teinn getur verið eitt augnablikið
að stöðva sóknarlotur and-
stæðinganna við mark sitt, en á
næsta augnabliki er hann kominn
Ifremstu viglinu Fram-liðsins, að
hrella vörn andstæðinganna.
Marteinn, sem er tveggja manna
maki á knattspyrnuvellinum, hef-
ur verið óstöðvandi I sumar.
Þessi sterki og stæðilegi mi&vörð-
ur hefur 6 sinnum sent knöttinn i
mark andstæðinga sinna I sumar
og er ofarlega á blaði yfir mark-
hæstu leikmenn.
Aðrir leikmenn Fram-liðsins
eru: Kristinn „Marka-Kiddi"
Jörundsson.sem er ávallt hættu-
legur við mark andstæðinganna,
Ómar Arason, Simon Kristjáns-
son, Gunnar Guðmundsson,
miðjumaðurinn, sem hefur
óþrjótandi úthald, Agust Guð-
mundsson, Eggert Steingrlms-
son, Rúnar Glslasonog ungu leik-
mennirnir Trausti Haraldsson,
Guðmundur Hafberg og Pétur
Ormslev.
HVERNIG verður lið tslands-
meistaranna frá Akranesi skipað,
þegar það mætir Fram á Laugar-
dalsvellinum i kvöld? Allar likur
eru á þvi, að liöio sem byrjar inn
á, verði skipað þessum leikmönn-
um:
Davið Kristjánsson
Benedikt Valtýsson
Björn Lárusson
Jón Gunnlaugsson
Jóhannes Guðjónsson
Jón Alfreðsson
Haraldur Sturlaugsson
Arni Sveinsson
Teitur Þórðarson
Matthias Hallgrimsson
Karl Þóröarson
HVERNIG verður Fram-liðið
skipað, þegar það mætir tslands-
meisturunum frá Akranesi á
Laugardalsvellinum? Allt bendir
til, að þessir ieikmenn byrji leik-
inn:
Arni Sveinsson
Slmon Kristjánsson
Trausti Haraldsson
Jón Pétursson
Marteinn Geirsson
Gunnar Guðmundsson
Agúst Guðmundsson
Eggert Steingrimsson
Guðmundur Hafberg
Kristinn Jörundsson
Rúnar Glslason